Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 5
NÝTT KVENNABLAÐ 3 KRISTJANA PÉTURSDÓTTIR f. 25. júní 1887, d. 9. janúar 191/6 1 æsku skrifaði ég í námsritgerö, að það væri manni dýrmætast að kynnast og njóta góðra bóka. Kennari minn skrifaði þessa athugasemd: „og kynning góðra manna“. Þessa minntist ég, er ég heyrði að Kristjana Pétursdóttir væri öll. Það greip mig um leið, hvílíkum arfi hún hefði skilað þjóð sinni í starfi og kynning. Fastlyndari konu en Kristjönu Pétursdóttur hef ég aldrei kynnzt. Og samfara mannkostum og óvenjulegum menningarþroska, varð hún slík, að fáir munu hennar jafningjar meðal þjóðar okkar. Kristjana Pétursdóttir var fædd og ólst upp á Gautlöndum í Mývatnssveit og naut þar sér- stæðra áhrifa til menningar, og vegna skap- gerðar hennar var það henni traustur grund- völlur að byggja á. Lifði ekki einmitt innan veggja á Gautlöndum andblær fyrri tíða, djarf- hugur, rausn og drenglyndi? I fremur fátækleg- um hýbýlum lifði reisn liðins tíma, arfur nán- ustu ættmenna, í bókunum og ýmsu öðru, svo sem heimaunnum munum frá hendi formæðr- anna. Sá sem kom ókunnugur í Gautlönd, fann þetta og sá. Það styrkti trú manna á landið og Þjóðina, og hjá æskumanni vakti það löngun til að varðveita og þroska það dýrmætasta, sem þjóðin ætti, í stað þess að verða að sjá því á bak. Árin líða. Hvert það hlutverk, sem Kristjana Pétursdóttir tók að sér, leysti hún á sinn ein- stæða hátt, heil, sterk og góð. Hún stóð fyrir heimili föður síns í Reykjavík og hún stundaði ýmiskonar nám utan lands og innan, þó ekki sam- fellt, en allt með sömu ágætum. Viðjar eða form langrar, samfelldrar skólagöngu deyddu aldrei hennar eigin lífsglóð, slitu aldrei neinn viðkvæman streng. En heil og djörf gekk hún til náms, með opinn hug fyrir öllum sönnum verðmætum. Kristjana Pétursdóttir veitti Kvennaskólanum á Blönduósi forstöðu í fimm ár. Hennar var sárt saknað, er hún hvarf þaðan að Laugum. Þar byrjaði síðasti áfanginn, og þar naut hún sín til fulls. Hún var frá upphafi með við allan búnað skólans. Hún setti svip sinn á allt. Og svo hnitmiðaður var smekkur hennar að slíks munu fá dæmi. 1 sumar sem leið hafði ég orð á því við Kristjönu, hversu indælar væru ekki litlu myndimar tvær í dagstofu Húsmæðraskólans. Önnur var af ungri brúði, er verið var að skaut- búa, hin af baðstofu, þar sem lesið var upphátt. Kristjana varð svo einkennilega glöð í bragði yfir athygli minni á þessu. Varð mér þá fyrst ljóst, að einnig þessar litlu myndir höfðu verið valdar af alúð og nákvæmni, en engri tilviljun. Um sextán til sautján ára skeið nutu náms- meyjar Húsmæðraskólans á Laugum leiðsögu og tilsagnar Kristjönu Pétursdóttir. 1 starfinu og sambúðinni við þær reisti hún sér sinn minn- isvarða, þann óbrotgjarnasta og verðmætasta, sem hægt er að skapa. Námsmeyjarnar fluttu áhrifin frá henni út til þjóðarinnar allrar. Það var arfur Kristjönu Pétursdóttur og um leið minnisvarði hennar. Mun ekki andblær frá tíð Kristjönu Péturs- dóttir lifa enn um sinn innan veggja þessa litla skóla, og einnig í heimilum námsmeyja hennar víðsvegar um landið? Ég trúi því og treysti. Þá er allt unnið, en engu glatað. Æviskeið er runn- ið á enda, í fullu starfi til loka. Eftir er skýrt mótuð, lífi gædd minning þeirrar konu, sem bezt hefur sameinað verðmæti liðins og nýs tíma, í öllu lífi sínu og starfi. Helga Kristjánsdóttir.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.