Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 3
NYTT KVENNABLAD 8. drgangur. 8. tbl., desember tithl. Þetta orð vekur lielgar og ústhlýjar kenndir í hjörtum allra lítt spiltfa manna um guðlegar gjafir, sem þeim að óverðskulduðu iiafa veittar verið fyrr o,g síðar á æfinni. Vekur hjá þeim itelga þrá að nálgast hið guðdómlega og háa, ofar mannheimum. Öðl- ast kærleikann til alls og ajlra. __________ Þá er fremur en á öðrum há- tíðuin reynt að gleðja sem flesta, börn og gamalmenni. sjúka og fátæklinga. Það er eins og fólk fái þá stund, frek- ar öðrum stundum, þörf fyrir að láta eitthvað gott. af sér Ieiða. Það liefur verið ritað og rætt á marga vegu um Jólin, og þau gefa svo margháttaðar hugleiðingar, að það verður jafnvel efst í huga manns að bezt væri að þegja. Áður en kristni var boðuð og lögtekin á Norðurlöndtim voru Jólin haldin sem hátíð ljóssins, er sól hækkaði göngu sína. Eftir að kristni komst á varð hún í tvöföldum skiln- in,gi hátíð ljóssins, bæði fyrir hinn veraldlega og andlega heim mannanna. Þá fyrst hljómuðu söngvar englanna: „Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönn- um, sent liann liefur veiþóknun á.“ Hversú hátt ættu ekki þessar óskir nú að stíga frá hinum þjakaða heimi vorra tírna. Sannar- lega ættu þær að stíga frá hverri sál og hverju hjarta. Vitringarnir Murgs út urn glugeann vís ég verS. í veSraham — og kvöldaö er — þeir eru þarna þrír á /erö. sem þústina í fjalliö ber. Þeim stjarna nokkur vísar veg. Sjá! vituiul ájram þústin dregsl. Ef þetta vœrir þú, og ég, þegar líjiö vonum bregzt. Þettu' cru svipir syndugs manns, en sorgartáriö stjarnan skœr, þaö blik í vitund vegjarans, sem vísar honum guSi nœr. ÞaS timlrar þegar titrar önd — tötrum nýjan sigur gaj: Elcka og kvöl í aöra höml en í hina geislastaf. CuSrún Stefánsdóttir. Þess er getið í liinum helgu lræðum, að fæðing Jóhannes- ar skírara og Jesú liafi verið boðuð af himneskum sendi- boða. Mæður þeirra trúðu því að börnin, sem þær gengju með, ættu að verða þjóð þeirra til blessttnar og frelsa hana bæði úr veraidlegri og ________________ andlegri ánauð. Hugnæm er sagan af því er þær frændkonur hittust, eftir að þær voru þungaðar. María heimsækir Elísabetu frænd- konu sína, og er Elísabet lieyrði kveðju Maríu tók ófætt barnið gieðiviðbragð; Elísabet fylltist lieilögum anda og kallaði upp með hárri röddu og mælti: Blessuð sértu meðal kvenna, blessaður sé ávöxtur kviðar þíns. Og hvað- an kemur mér þetta, að móðir Drottins míns kemur til mín? Því sjá, þegar hljómurinn af kveðju þinni barst til evrna mér, tók barnið viðbragð af gieði í kviði mér. Og sæl er hún sem trúir því, að jtað inuni rætast, sem talað var við liana frá drottni. Og María hún trúði og sagði meðal annars: Sjá, héðan af munu allar kynslóðir mig sœla segja. Þannig á vinátta að vera, og vonirnar hjá liverri verðandi móður, að hún trúi því og treysti að barnið hennar verði guði þóknanlegt, og að hún hafi vit og getu til að gæta þess. Hún er orðin lifandi hlekkur í festi kynslóðanna, og það varðar miklu hvernig henni ferst. Skapgerð NYTT KVENNABI.Ai) 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.