Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 13
Bréf frá Englatidi ÞacS rigndi næstum {>ví á hverjum degi meSan ég var í Skotlandi. Einn góðviSrisdag var ég þó viS Loch Lomond og naut sumarblíSu og náttúrufegurSar. Þar er mjiig fagurt, skógi- vaxnir hálsar og fjöll, kýr og kindur voru á beit milli stórra trjáa við' vatniS, en gamlar hallir teygSu sig upp úr skóginum hingaS og þangaS. Annan dag ók ég um hakka árinnar Clyde, kom í margar litlar l>orgir á árbökkunum, sem standa í hliS- unum, og er þar mjög fallegt, áin silfurtær og breiS, en hlá fjöll í fjarska. Þegar ég kom i borgina, sem var endastöS bifreiSarinnar, sá ég farþegaskip á ánni, fullt af fólki. Ég fór út í þaS án þess þó aS vita eiginlega hvert ferSinni væri heitiS, en þaS var enginn tíini til umhugsunar. ÞaS skilaSi mér til sama lands um kvöldiS, eftir yndislega ferS. Á miSri ánni naut maSur svo vel landlagsins til beggja handa, og það hafði einmitt verið minn draumur að sigla eftir ánni Clyde. Er í land kom fékk ég mér að horða í stóru veitingahúsi. Máltíðin kostaði unt sjö krónur. Síðan slóð ég í heila klukku- stund í biðröð á götunni, áður en ég komst í bílinn, sent flutti mig heiin til Glasgow. En ungur maður, sem vantaði annan fótinn, liklega síðan í stríðinu, stytti fólkinu ItiSina með þvi að leika fögur og angurblíð lög á fiðluna sina, en margir gáfu honum aura í staðinn. Það er einn af göllunum við þessar stóru borgir, t. d. Glasgow og I.ondon, að minnsta kosti nú á timum, að það er illmögulegt að komast út úr þeim á sunnudögum á sumrin, mannfjöldinn er svo mikill en farar- tækin of fá. Fólkið verður að standa í biðröð eina til tvær klukkustundir áður en það kemst af stað. Ég og samferðafólk mitt stóS einu sinni í bíðröS á Thamesárbökkum í tvær klukku- stundir i 30° hita, áður en við komumst í bátinn, sem flutti okkur til annarrar borgar, sem er við ána. Fólkið hérna í London er ákaflega gott við mig. Ég á orðið svo marga kunningja, sem eru alltaf að bjóða mér eitt- livað, að ég má eiginlega alls ekki vera að því að koma heim! Einn daginn fór fallegasti pilturinn, sem ég hef séð í London, með mig í dýragarðinn. Eg býst við því, að ég hafi aldrei veriS öfunduS annað eins. Ilann vann einu sinni sem liðs- foringi í húsi við Laufásveginn. Seinna var hann sendur til ítalíu, Grikklands, Egyptalands og Gyðingalands, og var orð'- inn majór, áSur en stríðinn lauk. En majórstignin hefur ekki stigið honum til höfuðs. Hann ætlaði að koma til Islands í sumar, ásamt vini sínum, sem einnig hafði verið liðsforingi hér á landi á hernáms- árunum, þá langaði til að skoða landið’ sem frjálsir menn, eftir að' vera lausir úr hlekkjum herþjónustunnar, en þegar þeir höfðu fengið sér vegabréfin, var þeim sagt, að það kostaði 4 pund á dag að Jifa á íslandi (ísl. kr. 106,00), og þá hættu Þegar rökkurmóðan . . . Þegar rökkurmóðan sigur yfir fjöll og græna grund hljóðnar gnýrinn i þúsundanna borg. Meðan fossinn söngva þylur, falla dalsins börn i blund, friður breiðist yfir þeirra gleði og sorg. Yfir lyngigróna hlið nóttin dregur draumablið hútnsins dökkva með tárum þrungna brá. Gegnutn sefið andar blærinn eins og Ijóð um liðna tið, eins og Ijóðið um æsku minnar þrá. Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum. þeir viS að fara. Eg kemst af liérna meS rúmt pund á dag, cn ég lifi heldur sparlega, og margt kvöldið get ég af hjarta tekið undir með manninum sem sagði: „Ég vildi, að ég væri sofnaður og vaknaður aftur og farinn aS eta!“ ÞaS sem mér varS einna mest starsýnt á í dýragarSinum var kona, sem var að gefa dýrunum fæðu, því að hún var með Ijósblátt hár, en slíkan háralit hafði ég ekki séð áður. Það fór henni vel, við svartan hatt, en mikið’ áræði þarf til þess að lita hár sitt þannig. Þegar við vorum búin að skoða dýrin, en þau eru mörg, og búin að borða i gildaskála í garðinum, fór förunautur minn með mig heim til foreldra sinna, sem tóku mér með ágætum. Á gólfinu í vistlegri setustofunni voru tvö fannhvít sauðskinn, sem liSsforinginn hafði sent foreldrum sínum frá íslandi. Þarna drukkum við te, meS heimabökuðu brauði og ágætum kökum, þrátt fyrir alla skömmtun. Á eftir skoðuðum við mynd- ir frá íslandi, sem hann hafði beðið mig að koma meS til þess að sýna foreldrum sínum, og þótti þeim gaman aS sjá þær, ekki sízt myndirnar af Heklu og Geysi, sem bæði voru gjós- andi hvort á sinn hátt. Þegar leið’ að kvöldi fór ég að halda heim. Liðsforinginn fyrrverandi fylgdi mér heim að dyrum á gistihúsinu. ViS fóruin yfir „Heiðina" svo kallaða, stórt óbyggt svæð'i. Ómar frá hljómsveitinni, sem var að leika undir gömlu eikinni uppi á hæðinni, bárust til okkar i kvöldhúminu. Mér fannst saknaðarhreimur í þeim: Aldrei framar gengur þú við lilið þessa fallega pilts, sem nú gengur við' lilið þína, aldrei framar nýtur þú ilms og fegurSar þessara blóma eSa tignar þessara stórvöxnu trjáa — aldrei framar. hún svaraði: — Þakklætisvert liefði það verið þó hún hefði getað sýnt mér fullkomna virðingu — liún kotungsstelpan. — — Ekki hlýnar nú samhúðin okkar við það að þú óvirðir Maríu í gröfinni, svaraði hann og tók nú á allri sinni stillingu að rjúka ekki upp. — Þú hefur nú verið varkúr að minnast aldrei á hana við mig. Hvort, sem það hefur verið af hlifð við mig, eð’a þá að þú hafir óttast að eitthvaS ýfðist upp í þinni eigin samvizku, sem hefur átt að sofa þar i næði. En þaS máttu vera viss um, að saga Maríu er ekki gleymd frekar en leiðið liennar. Ég fann það, þó það séu hvorki grindur utanum það eða legsteinn á þvi. Dálitið einkennileg tilviljun. — Mér var alltaf ílla við það að þú flyttir liingað í þessa sýslu, svar- aði hún, og mæðuhreimurinn var nú algerlega horfinn, en rómurinn orðinn kaldur og virðulegur eins og liann var vanur. — Það hefur lengi verið siður alþýðunnar að útbúa langar sögur um litið efni. Eins er hún líklega saga Maríu, því merkileg getur hún nú tæplega verið. En þegar búið er að hnoða utan um ímynduðum áróðri og staðhæfingum geta þær orðið þó nokkuð tilþrifa miklar. Ég þykist vita að þú hafir heyrt eitthvað þess háttar og ekki þá verið svo stórlátur að liafa á móti því að hlusta á þær, þó aS kannske eitthvað hafi veriS hallað á móður þina í þeim. — Svo þú hugsar þér l>að að þú komir eitthvað við sögu hennar? — Ég sé að minnsta kosti að þú býrð yfir einhveiju, sem hefur gert þig hálf ærðan. Það er líklega eitthvað um þessa Maríu þína. Þú ætlar seint að láta mig hafa frið fyrir henni. ÞaS er nú eins og þaS er vant — þráinn t þér. Framh. 11 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.