Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 4
GULLHARPAN Elín var 17 ára gömul og bjó hjá ömmu sinni í litlum kofa, sem stóð í skógarjaðri langt inni í fjallabyggðum Svíþjóðar. Hún þekkti ekki meira af heiminum en stóra skóginn og kofann og fljótið, sem rann fram hjá. Snemma á morgn- ana settist hún við rokkinn eða vefinn og söng frjáls og glöð sem lævirki. Hún söng um ljósu vornæturnar og bláa himininn, og um dularfulla fossbúann og hörpuna hans. Einu sinni kont konungur landsins, ásarnt föruneyti sínu upp í skóginn til að stunda veiðar. Mörgum sinnum fóru þeir fram hjá kofa gömlu konunnar og sáu Elínu, sem sat og sló vefinn sinn og söng. í fylgd með konungi var ungur riddari, sem hct ívan. Hann bar mjög af öðrum konungs mönnum, bæði að fríðleik og hreysti, honum fannst svo til um fegurð Elínar að aðra jafn l'agra liafði liann aldrei séð, og er hann oft og ien.gi hafði iiorft í bláu, fögru augun hennar, Jtá fann liann að liann mundi aldrei geta unnað annarri konu, og sumarkvöld eitt, Jregar máninn skein á birkilaufið og beljandi fossinn, og bárur Iians litu út, sem fljótandi silfurstraumur stóðu ]>au bæði, ein, upp við fossinn. Þá játaði hann henni ást sína og bað hana að verða konuna sína. — Konan yðar herra riddari. Ó, ég er bara fátæk sveitastúlka og get ekki orðið konan yðar. — Jú, J)ú getur það, þú ert bæði góð og fögur og betri og fallegri en allar stúlkurnar í kon- ungsgarði, og ef þú elskar mig þá segirðu já. Kannske hefur Elín sagt já, en hvernig sem það var, þá tók Ivan hana í faðm sinn og kyssti heitt og innilega liinar rjóðtt varir hennar. I J)ví heyrðu þau fótatak og litu skelkuð nið- ur að fossinum og sáu livar amma Elínar stóð. Hún leit til þeirra og sagði. — Þið Iiefðuð ekki átt að bindast lieitum í ríki fossbúans. Djúpt undir vatninu býr hann, hann hatar mennina og veldur J)eim óhamingju. Elín Jn'ýsti sér í faðm Ivans, en ungi riddarinn hló og sagði. — Ég trúi því ekki að fossbúinn geri okkur mein. Látum hann passa sitt vatn og sína fiska. Hvað kemur honum við okkar hamingja. I því heyrðu liennar varðar miklu og hugarfar. Og sömuleiðis þeirra, sem umgangast hana og barnið, því allt stuðlar að framtíð þess. Jólin eru hátíðbarnanna.og með því verðajiatt bezt haldin, að við verðum öll börn á jólunum. þau liásan og illilegan hlátur. — Heyrirðu Ivan, sagði Elín lnædd, það var hann sem hló. — Nei, sagði riddarinn, — þetta eru bara einhverjir að hræða okkur. — Við skulum koma héðan, sagði Elín. — Hver var að ldæja amma mín. — Það var fossbúinn, sagði hún alvarleg. Sumarið var liðið og konungur og menn hans voru l'arnir heim og einnig riddarinn Ivan. En hann lofaði Elínu að koma brátt aftur og þá skyldu þau halda brúðkaup sitt. Elín beið og beið, en Ivan kom ekki. Hún var farin að halda, að liann ætlaði að svíkja sig. En allt var J)að á annan veg. Þrá Ivans eftir Elínu var svo rnikil, að hann hafði fengið sér bát og ætlað að róa yfir fljótið, en J)egar hann var kominn nokkuð áleiðis hvoldi bátnum. Veiðimenn sem dvöldu • við fljótið brugðu við og gátu bjargað honurn, en höfuðið slóst við stein og allt hið liðna var sem þurrkað burtu úr rninni hans, og J)á einnig ást hans og samverustundir með Elínu. Systir kónungs hét Álfhildur. Hún var fögur en drambsöm. Henni hafði lengi litist vel á Ivan, og talið sér Iiann vísan, en Jregar hún heyrði um kunningsskap hans og Elínar, vissi hún liverri hún átti um að kenna, að hún gat ekki náð ástum hans, og ])ess vegna hataði hún Elínu af öllu hjarta. En nú er hann hafði gleymt hinni fögru sveitastúlku og konungur lét þau skilja, að })að væri ósk sín, að hann giftist svstur sinni, tók Ivan því vel og var nú búið undir að drekka festarölið. Þegar vorið kont fór Elín til konungshallar- innar til að frétta um Ivan. Hún liélt að hann væri kannske dáinn fyrst hann kom aldrei. Hún kom&t að sem J)jónustustiilka í höllinni. En ])að fyrsta sem hún heyrði þar, var um trúlofun prinsessunnar og riddarans. Veslings Elín hélt að hjarta sitt mundi bresta af sorg, hún hafði trúað því að hann elskaði liana, en hann hafði J)á bara verið að gera gabb að henni. Ef til vildi mundu þau hlægja að ein- feklni liennar, hann og prinsessan. Var ])að foss- búinn, sem hafði valdið Jaessu, hún minntist orða ömmu sinnar. Hana langaði til að tala við Ivan og spyrja liann hvers vegna hann hefði eyðilagt líf hennar og hjartaró, en hitti hann aldrei einan, prinssessan var alltaf nreð honum. Dag nokkurn, sá hún hann þó vera einan á gangi í hallargarðinum, og þó þjónustufólkinu væri bannað að korna þar, þá fór hún samt inn í garðinn. En Jregar hún ætlaði að tala við hann, kom hún engu orði upp, það var sem tungan væri límd við munn hennar. — Ætlar þú NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.