Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 14
Myndastyttur þær er sjást á meSfylgjandi mynd, prýddu um nokkur áraskeið garðinn fyrir framan liúsið nr. 41 á Freyjugötu í Reykjavík. Á síðastliðnu vori var garðurinn .■■viptur þessari sérstæðu ]irýði, og myndirnar fluttar inn að Undralandi. En þar hefur listamaðurinn, Asinundur Sveins- son byggt sér bús, sem er í samræmi við nafn staðarins, því að húsið er fágætt mjög að útliti, og næstum undarlegt. Eru myndastyttur þessar komnar þar á stalla, og horfa nú í gagnstæða átt við það sem þær áður gerðu. Horfa þær nú til norð-austurs, að götu er Sigtún nefnist. — Þetta er inn við þvottalaugar, og má segja að konan við þvottabalann sé þar vel sett. Það munu margir staldra við, sem eiga leið um Sigtún á þessu svæði því að þar gefur að lita listræna nýbreytni, sem er bæði athyglis og þakkar verð. Fyrsta mynd, til vinstri: Dansandi par. 2. Verkamaður styngur upp jörð. 3. Maður gáir til veðurs. 4. Kona við þvotta- bala. Höfundur „Sjóþorpsins“ hefur nú bætt þessunt vísum við: Með auganu og sænum ég ætternið finn, í úthafið sækir það breytileik sinn. Svo óvita í fyrstu og ómuna smátt, — en öldurnar gefa því lit sinn og mátt. Og mölinni horfi ég hlægjandi mót. Nú heyri ég niðinn og sjávarins rót! Þó sól, tungl og stjörnurnar svífi um geim, cr sælla að koma í plássið sitt heim. Skriflega beiðni hefur blaðið fengið um að láta í té upp- lýsingar um gólfpúSa. Að þeirn er hin mesta prýði. Þeir eru venjulega kringlóttir, um 30 cm. í þvermál. 10—12 cm. breið ræma er saumuð við efra og neðra borð, fyllt síðan með sagi, hálrni, togi ella kembu. Setan útsaumuð. Fyrst herma ljótt mega, að svo stöddu, né hugsa engir, heiti ég á Strandarkirkju er daginn lengir. X MATUR. Muniö að salta ekki jólahangikjötið. Setja það ekki í pott- inn fyrr en vatnið er komið fast að suðu. Höggva það ekki í smáhita, heldur sjóða það í heilu lagi, eftlr því sem pctturinn leyfir. Hvorki á Austur- né Vesturlandi er algengt að búa ti! laufabrauð fyrir jólin, ekki heldur á Suðurlandi. Það er því aðeins norðlenzkur síður. En hvar, sem norðlenzkar konur eru búsettar, halda þær við þessum sið á sinu heimili. Á Norðurlandi hefur laufabrauðsbaksturinn fylgt kynslóð frani af kynslóð. Voru síðan bornir háir hlaðar af því, hverjum einum á hátiðinni,meðan húsmæður skömmtuðu hverjum fyrir sig. Nú hafa þær fyrir löngu hætt þvi skömmtulagi. En þá er þeirn nú í staðinn skammtað. Vonunt við, þó svo sé, að hveiti verði nóg i sjálfan jólabaksturinn og svo líka í laufa- brauðio. Vppskrijtin: 2 kg hveiti, 3 tesk. lyftiduft, 2 tesk. salt, l'/£ 1 flóuð mjólk eða mólkurbland. Degið þarf að hnoða framúr- skarandi vel. Búa til úr þvi Iengjur, skera síðan í bita, sem flattir eru út í þunnar kökur. Skornar út með vasahnif eða góðunt borðhnif, ef oddmjór hnífur er ekki til ú heimilinu. I.auf brett upp i áttablaðaðar rósir eða stjörnur. Stafi eða tigla. Bakaðar í sjóðandi tólg, sent kleinur. KJÖTKRAFTUR, sem fæst í litlum glerkrukkum merkt B-V er prýðlegur í þunnar súpur. Örlítill hveitijafningur út í. 2—3 skífur af harðsoðnum eggjutn settar í hvern súpudisk. I'yrir ykkur, sem ekki kuupi'r) tilbúiS kjötfars. Er uppskriftin: Saxað kjöt 350 g, laukur 1 stk., hveiti 3 inatsk., salt 2 tesk., pipar l/2 tesk., mjólk 2 dl. Hvernig á tengdadóttirin að vera? Hún þarf að vera þannig, að bæði eiginmaðurinn og tengda- inóðirin geti elskað hana. Hún á að vera félagi manns sins. Kurteis við tegnda- móður sína, háttprúð og vingjarnleg við vini og vandamenn. Hún á að vera þannig, að hún stundi sín heimilisstörf af alhug og liafi ánægju af heimilinu. Ilún á að vera prýðileg manneskja á allan hátt, elska sitt heimili, eiginmann og börn, og heimilið á að vera hennar heimui'. Meðan hættir og venjur og sjónarmið gjörbreytast virðist tengdadóttirin helzt eiga að vera, sein guð einn og sannur, óumbreytanleg frá dögum Rut og Noomi. LIÐNAR STUNDIll lieitir nýútkomin ljóðabók eftir GuS- rúnu ]óhannsdóttir frá Brautarholti. Tuttugu ár eru síðan hún sendi frá sér sína fyrstu bók: Tvær þulut (1927). Síðar komu: Tíu þulur. Hitt og þetta (1945). í Nýju kvennablaði kom í haust kvæði liennar „Hallgerður", sem vakti mikla eftir- tekt. GÖMUL BLÖÖ lieitir bók Elinborgur Lárusdótlur í ár. Margur mun fagna þvi að áframhald er nú komð út af „Dalalíf“ eftir Guðrúnu frd Luncli. Nýtt kvennablaS kostar 10 kr. árgangurinn. Átta blöS á ári. Kemur ekki út sumarmánuSina. AfgreiSsla: Fjölnisvegi 7 í Rcykjavík. — Sími: 2740. Ritstj. og ábyrgSarm.: GuSrún Stcfánsdóttir, Ffölnisvegi 7. BORCARPRENT 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.