Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 5
að Uila við niig, sagði Ivan undrandi. Tárin streymdu niður vanga hennar, og loksins gat Juin mælt með titrandi röddu. — Ó, Ivan. Hvers vegna gerðir þú þetta, því liefur þú svikið mig svo liræðilega. — Eg — en ég lief aldrei séð þig, Iivernig á ég þá að liafa svikið þig. — Ertu þá ekki riddarinn Ivan? Ivan minn? — Nafn mitt er Ivan. — Og ég er Elín, Elín, sem bjó í kofanunt við fljótið. Hvað hefur komið fyrir þig, að þú skulir ekki muna eftir mér. í sama bili kom Álfhildur. Svörtu augun liennar urðu illileg, er ltún sá Elínu. — Þorir þú að korna liér. Snautaðu burtu, héðan. — Aumingja stúlkan, sagði Ivan, hún talar einhverja vitleysu og er svo sorgmædd. — Nei, nei, hrópaði Elín, skjálf- andi af sorg og reiði. — Ég tala enga vitleysu, er aðeins sorgmædd vegna brigðmælgi þinnar. — O, Ivan, ég trúði þér. Manstu ekki lengur sumarkvöldin við fossinn, og hefur þú gleymt fossbúanum, sem þú spottaðir. Nú hefur hann liefnt sín, en hefndin hefur komið yfir mig. Ivan strauk hendinni um ennið, svipur hans skýrðist eins og eitthvað birti í huga hans. Álfhildur sá það strax, og óttaðist að hann væri að fá minnið aftur. Hún gekk til Elínar og sagði reiðilega: — Dirfist þú skepnan þín að tala þannig við brúðguma minn. Snautaðu burtu eða ég læt hundana rífa þig. Örvingluð og grátandi fórElín út úr garðinum og heyrði ekki að Ivan sagði við prinsessuna: Þú áttir ekki að vera svona vond við aumingja stúlkuna. Það er svo undarlegt, að nú finnst mér ég hafi einhverntíma séð hana áður. Það er sem ég hafi séð liana í draumi. Álf- hildur varð alvarlega hrædd, hló samt og sagði: — Hugsaðu ekki meira um hana, hún er brjáluð. Yfirkomin af harmi snéri Elín aftur heim í kol'a ömmu sinnar. Nú sat hún sem fyrr við vinnu sína frá morgni til kvölds, en nú heyrð- ist ekki söngurinn l'ramar, því hjarta hennar var harmþrungið. Á hverju kvöldi gekk hún upp að fossinum, að þeim stað, sem Ivan hafði sagt að hann elskaði hana. Þar settist hún þögul, lokaði augunum og sá fyrir sér liðna tímann. En þegar hún opnaði augun aftur var lnin alein. Nei, hann kom víst ekki aftur, liann var búinn að gleyma henni og lienni þótti sem hún heyrði hlátur fossbúans hátt yfir nið fossins. Eitt kvöld fór amma hennar upp að fossinum til hennar. — Af hverju gengur þú alltaf hingað aumingja Elín, sagði gamla konan og hristi höfuðið. — Þú ættir ekki að vera að rifja þetta upp, en hætta að hugsa um þetta úrþvætti. — Þú mátt ekki NÝTT KVENNABLAÐ Brustu i sundur hrokaveldin háu, hjarðmenn fyrstir konung lífsins sáu, svo að dýrsta fórnin skýrast skyldi. Skartlaust smábarn enginn liýsa vildi. Hvílík birta yfir einu kveldi, alheimsljós er hyllt með kerta eldi. Friður barnsins frelsar myrkrið svarta, fögnuður er boðinn hverju hjarta. Ljóssins hátið! sefa dýpstu sárin. Sólar hátið! láttu þorna tárin. Gleði liátið! gleddu börnin smáu. Geisla hátið! ylja hreysin lágu. Hver ein hugsun hreinsunar í eldi, lilusti á raddir guðs á pessu kveldi. Þá mun loftið roða sannleiks sólin, sálin fagna boðskapnum um jólin: Lýsi öllum blessuð stjarnan bjarta, barnið verði efsl í liverju hjarta. Svo að riki máttug sigursólin, sverjum allir brœðralag við jólin. VaIgerður Sœmundsdóttir. kalla hann það amma mín, ég get ekki annað en elskað hann, þó að hann reynist mér ótrúr. Gamla konan laut liöfði. — Já, þannig hlaut það að fara. Það er fossbúinn, sem hefur valdið því, hann veldur öllurn óhamingju og allir hata hann. — Ekki ég, sagði Elín. — Hann hefur verið' konungur í ríki vatnsins frá ómuna tíð, ef til vill hefur hann þráð það’, sem við mennirnir verðunr svo oft aðnjótandi, ástina hér á jarðríki og að lokum hintneska sælu. Nei, ég get ekki hatað hann. — Kannske er hans óhamingja meiri en mín. Þá lreyrðist djúpt andvarp, svo djúpt að Elín og annna hennar litu hræddar kringum sig. En engan var að sjá. — Hér er eitthvað slæmt á ferð', nú fer ég lieim, sagði amma hennar, þú ættir að koma með mér, það er orðið' áliðið. Hún gekk burt en Elín sat eftir. Hún heyrði andvarp- ið aftur, og er hún leit við sá hún hvar fossbúinn sté upp á hinar fyssandi bylgjur. Hún varð ekk- ert hrædd, og hann mælti í vingjarnlegum róm: — Af hverju flýr þú mig ekki eins og allir aðrir. Ertu ekki hrædd um, að ég dragi þig nið'ur í ríki mitt. — Nei, svarað'i Elín, — ég hræðist ekki dauðann. Hjarta mitt er harmþrungið því unn- usti minn liefur svikið' mig. — Veiztu það' með' 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.