Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 12
GUÐRON FRÁ LUNDI: Afdalabatrn FRAMHALDSSAGAN Stundi var ekki heppileg. Það var hálf íllmannlegt að tala um l>að núna, þegar móðir hans var svona buguð, og þar að auki las- iu. Ilún lú með lokuð atigun og það varð löng þögn, aðein tifið í prjónunum hjá Lilju heyrist einhvcrs staðar úti í horni. Svo var eins og gömlu konunni dytti eitthvað'í hug, sem kom henni til að opna augun. Ifún lagði hendina á handlegg hans og sagði: — Hefurðu fengið nokkra hressingu góði minn, síðan þú komst heim? Hefurðu séð nokkra manneskju? Húsið er eins og bústaður dauðans. Það heyrist ekki nokkurt hljóð. Drottinn minn! Ég held ég sé skammlíf. Lilja mín, geturðu sótt vatn í glas handa mér? Lilja litla sveif yfir gólfið létt og hljóðlaust og var horfin á svii>stundu. Ofur lág dump gáfu til kynna að hún vœri að tipla ofan stigann, og eftir litla stund voru þau endurtekin og hún komin aftnr mcð vatnsglas í hendinni. Aldrei hafði honum fundizt hún eins daufleg útlits og núna. Tæringarhræðslan náði valdi á honum svolitla stund. Ertu lasin núna, Lilja mín? spurði hann og strauk kalda svita- dögg af enninu. — Nei takk, svaraði hún lágt og áhugalaus og settist aftur og tók prjónana. Þarna sat hún víst allan daginn, ncma þegar gamla konan þurfti einhvers með, talaði aldrei orð ef ekki var yrt á hana. Fyrir hvað skyldu svona manneskjur lifa? Um hvað skyldu þær hugsa? Af hverju skyldu þær gleðjast? Sjálfsagt engu. Hann minntist þess ekki að hafa séð þennan vesaling glaða og brosandi. Þá datt honum í hug að hann hefði aldrei séð hana með bók. — Það eru skemmtilegar sögubækur inni hjá Guðbjörgu. Þú gætir fengið einhverja þeirra til að lesa þér til gamans Lilja mín. — Þakka þér fyrir, sagði hún, en ég hef ekkert gaman af að lesa. — Hún hefur ekkert gaman af bókum, sagði móðir hans, þreytu- lega. — Þú þarft að sofna mamma. Ég skal fara, sagði hann þá og bjóst til að standa upp. — Nei, ég hef sofið í dag. Sittu ögn lengur. Viltu ekki að hún Lilja sæki kaffi handa þér? Það hlýtur þó að vera til niðri, þykir mér líklegt. — Nei, það verður víst farið að borða bráðum, svaraði hann. Frúin hélt áfram: — Já, því — líkt heimili. Sífellt utan- húss. Það er aldrei farsælt. Það er áreiðanlegt, að hann pabbi þinn hefði ekki verið ánægður með það að koma heim, ef ég hefði verið einhvers staðar úti og enginn einti sinni verið til að taka af honum reiðfötin. — Elísabet er heima, svaraði hann fálega, og svo bætti hann við — þetta var það, sem þú valdir handa mér, og áleizt það víst ólíkt heppilegra en það, sem ég var búinn að hugsa mér. — Já, það var mitt val, það var satt. Ég bjóst við því að svo skynsöm og menntuð kona, sem Guðbjörg er, myndi geta búið þér gott heimili og mér ánægju- lega elli. Mig dreymdi um elskuleg lítil barnabörn, sem þyddu kulda ellinnar og græddu sorgarsárin á sál minni. En það cr ekki svo gott að það hafi getað rætzt. — Ég var nú cinmitt að hugsa um það, þegar ég kom heim áðau, að það hefði þó óneitanlega verið gaman ef Htill bjarthærður drengur hefði komið á móti mér til að taka hestana mína. — Hann hefði nú varla getað verið orðinn svo duglegur, og því síður bjarthærður. Þið eruð ekki búin að vera svo lengi saman, sagði frúin, og settist allt í einu upp í rúminu. — Lilja mín, kallaði hún næstum því. — Skrepptu fyrir mig út í búðarholuna hans Magnúsar og .Átu hvort garnið er ekki kom'ð til hans, sem hann þóttist eiga von á um daginn. Manstu ekki eftir því góða? — Átti það ekki að vera brúnt? spurði Lilja. — Jú, það átti að vera það. Þú þarft ekkert að flýta þér. Hannes situr hérna hjá mér á meðan. Aftur heyrðust dumpin í stig- anum, svo hljóðnuðu þau algjörlega. — Ég vildi ekki láta krakkann heyra þetta kvein í mér. Það er ekki ómögulegt að þær reyni að veiða upp úr henni þarna niðri. Það er eng- um að treysta. Ég er nú búin að vera í rúminu í tvo daga, og get ég þó varla sagt að Guðbjörg hafi litið inn til irín. Hver ósköp hún hefur að starfa á mannlausu heimili, get ég ekki skilið. Lilja segir að hún sé eitthvað að skrifa. Alltaf þessi skriffinnska, sagði frúin og fór enn einu sinni höndum um sendibréfin eins og hún væri að aðgæta hvort það væri nógu vel um þau búið. — Mig minnir nú að það væri eitt af þeim mörgu kostum, sem þú sást í fari Guðbjargar hér áður meir, þessi skriffinnska, sem þú kallar svo. Annars gæti ég nú betur trúað því, að Lilja væri bæði heyrnarlaus og sjóu-. lítil, en hún hefði þau skilningarvit í lagi, svaraði hann fá- lega. — Hún sér og heyrir áreiðanlega eins vel og þeir, sem gaspra hærra, svaraði hún og stundi þreytulega. Svo varð löng þögn. Hannes var staðinn upp og gekk órólegur um góliið. Stanzaði öðru hvoru við gluggann og horfði út á götuna án þess að veita neinu sérstöku eftirtekt. Frúin tók aftur til máls, með sama mæðu hreimnum í röddinni: — Það er leiðin- legt ef ættin deyr alveg út, pabbi þinn var einbirni og bróðir minn er barnlaus eins og þú veizt. Ekki get ég gert mér vonir um að systir þín komist til þeirrar heilsu að hún eigi eftir að giftast og eiga börn, þó ekkert sé ómögulegt. Og líklega gerir þú mig ekki að ömmu fyrst þú ert ekki búinn að því eftir fjögra ára bjónaband. — Ólíklegt er það, sagði hann hugsunarlaust. — Já, blessuð börnin þau veita manni svo murga ógleymun- lcga skemmtistund, og lífga upp heimilið. En samt var það nú svona, góði minn, þegar ég sat hjá Karólínu heitinni og sá hvað hún þjáðist og hugsaði til þess, sem hún ætti fyrir höndum, þá hefði ég viljað gefa mikið til þess að hún liefði aldrei fæðzt. En svo þegar mesti söknuðurinn var horfinn hef ég getað litið öðrum augum á það og vildi ekki gefa minningu liennar fyrir neitt. Hún var svo indælt barn, og við liana batt ég mínar stærstu vonir. Mér hefur nú alltaf fundizt þú sýna mér of litla hluttekningu i þeirri miklu sorg minni. Þú ert orðinn svo hreyttur og kaldlyndur, sem varst svo hlýlyndur og góður sonur, ég hef þó verið þér góð móðir það hefur þú þó líklega hlotið að finna. Hann gekk hraðar cn áður eftir gólfinu. Orð hennar æstu gremju lians. Átti hann að tala? Eða þegja? Þá varð hann að fara út. Hann gat ekki stillt sig lengur hér inni. Þau höfðu aldrei minnzt á Maríu öll þessi ár siðan hún sagði honum lát hennar. En nú varð hann að brjóta þá venju. Hann stanzaði rétt fyrir framan rúmið, fölur af geðshræringu, og spurði: — Líklega hefurðu verið það, en samt held ég að þú hafir sýnt mér heldur litla hluttekningu í minni sáru sorg. Það get ég sagt þér, að ég syrgði Maríu Iíannesdóttur, æsku unnustu mina, mikið meira en Karólínu. Þú gazt aldrei tekið neitt tillit til minna tilfinninga, og sagðir mér, látið hennar í sama tón, og það væri einhver óviðkomandi maður, og það, sem tók þó út yfir allt að geta ekki sagt sannleikann um það úr hverju hún dó. — Guð komi til, sagði frúin og tók andköf eins og hún ætlaði að fá hnerra. — Ég hélt að þú værir farinn að hugsa svo skynsamlega, eftir að vera á skólum í fleiri ár, að þú værir farinn að sjá hvaða fásinna það var. Og sízt að þú færir nú að rifja það upp núna eftir öll þessi ár. — En ég verð nú aldrei svo gamall að ég gleymi Maríu, þeirri góðu stúlku. Þér hefði áreiðanlega liðið vel hjá henni, cf hún hefði orðið mín. Frúin var eldrauð af gremju þegar 10 NtTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.