Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Blaðsíða 7
Bldstjarnan Þrjáfíu ára mínnítig Kvennfélðgsins Freyja í Víðidal Þann 19. sunnudag í sumri sumarið 1917 voru nokkrar konur samankomnar á Lækjamóti í Víðidal. Þær ræddu um félagsmál kvenna og einkum stefnu þá í félagsmálum, sem hið ný- stofnaða Norðlenzka Samband, með forustu frk. Halldóru Bjarnadóttur, vildi vinna fyrir. Þar var efst á blaði samvinna kvenna og kynning. Þá heimilisiðnaður, garðyrkja og öll heimilis- prýði. Markmið félagsins var að æfa starfskrafta sína á héimilunum og utan heimilis með sam- vinnu og féla.gsskap, ennfremur leita sér fræðslu um uppeldismál. Með þessari stefnuskrá var félagið stofnað. A þessum fyrsta lundi var mætt biskupsfrú, Herdís Pétursdóttir,kona Hálfdáns Guðjónssonarvígslu- biskups. Var hún á ferð, og stödd á Lækjamóti þennan dag. Sat hún fundinn og óskaði félaginu allra heilla og blessunar. Auk hennar voru þarna mættar tvær aldraðar konur úr sveitinni, sem mega teljast hafa borið uppi heimilismenningu sveitarinnar um langt skeið. Það var Margrét Eiríksdóttir á Lækjamóti og Ingibjörg F.ysteins- dóttir, Auðunnarstöðum. LFnr vorið 1917 hafði Jónína, húsmæðra- kennslukona, dóttir Lækjamótshjónanna, Sig- urðar Jónssonar og Margrétar Eiríksdóttur flutt með manni sínum, Jakob Líndal, að Lækjamóti og byrjað búskap. Jónína var kosin formaður og er það til þessa dags. Á fundinum var einnig Aðalheiður Jónsdóttir, fyrrverandi kennslukona og Guðrún Jóhannesdóttir húsmæðrakennari. Allar þessar konur gengu í felagið, nema biskups- frúin, senr var heiðurs gestur okkar. Eitthvað var þarna fleira af konum, en það sést ekki á fundargerðinni. Við komum okkur saman um það að liafa fundina til skiptis á lieimilum félagskvenna, næsti fundur var ákveðinn að Hrísum, og þar skyldu lögin samþykkt. Verkefnin voru mörg, senr lágu fyrir þessu litla kvenfélagi. í sveitinni var ekki starfandi barnakennari, nema suma vetur.Við réðum strax konu til þess að kenna unglingsstúlkum tvo mánuði urn veturinn. Ekki var neins styrks að vænta til þessarar starfsemi í þá daga, og urðum við að bera allan kostnað, sem af Jrví leiddi. Það voru nú ekki margar konur í sveitinni, sem þorðu að vera með í Jiessum félagsskap. NÝTT KVENNABLAÐ Kg vaki ein um vctrarnótt í vestri Ijóminn skín. Aj bláum himni horjir rótt f)ú hei'ða stjarnan mín. Þú berö mér kveðju úr betri heim, ég blessa, stjarna, þig. og líöa vildi í Ijóssins geim jrá lágum jaröarstig. Mig vantar þetta vœngjaflug. Ó, væna stjarnan mín og gct því aöeins hajiö hug í hœöir upp til þín. Ásta. Þar hafði aldrei getað þrifist félag, og þó það væri stofnað hafði Jrað lognast út af við lítinn orðstír. Eldri konurnar, senr voru með í stofnun félagsins dóu, og við urðum aðeins 7 konur, sem héldu félaginu uppi nokkur ár. En brátt vav sigurinn unninn, og menn fóru að sjá að hér var þrautseigja og líf, sem átti rétt til Jiess að lifa. Strax á fyrstu árunum hófumst við handa við jrað að selja kaffi í réttunum á haustin. Þá var margt fé í sveitinni, engin mæðiveiki og sauðféð í blóma. Réttadagurinn var liátíðisdagur fyrir eldri og yngri. Allir karlmenn fóru til að draga féð. Stórbændurnir til að stjórna vinnumönnun- um — en húsfreyjurnar fóru eftir málaverkin með dætur sínar og vngri drengi — eða þær sendu vinnukonurnar með börnin og voru sjálfar heima til þess að taka á móti gestum, sem að garði báru •— margir áttu leið um veginn Jiann dag. Veitingar höfðu engar verið í okkar rétt til Jiessa tíma. Húsfreyjurnar í sveitinni höfðu orð- ið að senda piltum sínum lieitt kaffi á flöskum heimanað frá sér, og riðu Jiá oft greitt svo kaffið kólnaði ekki. Ég minnist einkum Helgu Þórar- insdóttur á Refsteinsstöðum, sem fór lvart á brún- um gæðing, sem hún átti, hvern réttadag, fram í Víðidalstungurétt með kaffi handa bónda sín- um. Leiðin mun vera um 18 km. Við félagskonurnar undirbjuggum kaffisöluna í réttunum, skiptum með okkur verkum og feng- um lánað tjald lijá ungum bónda í sveitinni. Bráðum fénaðizt okkur svo mikið á kaffisölunni, að við gátum keypt okkur livítan striga og saumað stórt tjald. Ennfremur keyptum við borð og bekki, prímusa og önnur áhöld til veiting- anna. Hreppurinn lánaði okkur lítið tjald til 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.