Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 5
Borðstofan. Húsgögnin öll smíðuð að Reykjalundi. um og frá verkstæðum í áttina ti] stóra borðsalarins. og kl. 15 mín. yfir er borSbjöllunni hringt, vængja- hurðirnar opnast og fólkið streymir inn eins og fé í rétt. Salurinn er alsettur 6 manna boröum og hefur hver sitt sæti. Og nú er hádegisverður, og þá ber hver á horð fyrir sjálfan sig og sækir matinn á tvö horð miðsvæðis, er slanda þar hlaðin diskum, borðfærum, kúfuðum matarfötum og fullum grautarskálum. Er þar venjulega margt girnilegt að lita bæði heitur mat- ur og kaldur, því að hér svarar hádegisverðurinn til venjulegs kvöldverðar, en miðdegismáltíðin er aftur á kvöldin. Sækir nú hver það, sem hann helzt girnist, en fáir munu liafa það magarúm að geta smakkað á öllu. Þó er einu sennilega gerð nokkur skil af flestum, þ. e. niðurskornu ávöxtunum. Er þar oft samankomið í einni skál epli, appelsínur, cilrónur, hrátt hvítkál og hráar kartöflur, en í annari eru ef lil vill niðurrifnar, hráar gulrófur með rúsínum. Bæði hollur og gómsæt- ur ábætir, þetta, og vel viðeigandi á svona stað. Nóg er einnig af góðu brairði, áleggi og ágætu íslenzku smjöri, enda skera fæstir það við nögl. Mjólkurneyzl- unni er auðvitað engin takmörk sett, nema einn dag í vetur, þegar fannfergið lokaði öllum leiðum. Þegar þessar rúmlega 100 sálir — (því nú er vistfólk fast að hundraði að tölu og auk þess horðar starfsfólk með í borðstofunni) hafa matast, heldur venjulega hver heim í sín kyniii, hvort sem þau eru uppi á efri hæð „hússins“ eða úti í litlu húsunum, því að nú er vistmönnum fyrirskipuð algjör hvíld frá kl. 1—3. Þá hefst seinni vinnutíminn, er stendur til kl. 5 e. h. Ekki vinna þó allir svo lengi, heldur fer það eftir því, hve læknir hefur skrifað einstakl. á langan .vinnutíma. Vinna nýliöar oft ekki nema 3 tíma á dag, aðrir vinna 4 tima og þeir duglegustu 5 stundir. En tvær vinnu- stundir fyrir hvern dag — helgan sem rúmhelgan — er vistmanninum ætlað að greiða uj)p í dvalarkostnað sinn. Á þær vinnustundir, sem unnar eru framyfir þess- ar tvær, fær vistmaðurinn greitt kaup eftir iðjutcxla. Ég gat þess að vinnu væri hætt kl. 5. Tekur þá við hið langa kvöldfrí, sem liver getur varið eftir vild sinni. Sumir lesa hlöð og bækur eða hlusta á útvarp — og kvenfólkið vinnur handavinnu, aðrir spila bridge eða tefla við eitthvert smáhorðið í hinum stóru os; vist- legu setustofum, en hópur af ungu fólki er í kvöld- skólanum og lærir ensku, íslenzku, dönsku reikning o. fl. Því hér er nefnilega starfandi iSnskóladeild. Við þennan skóla kennir meðal annars sóknarpresturinn. sr. Hálfdán á Mosfelli, sem sýnt hefur Reykjalundi mikla alúð og vinsemd frá upphafi. Ég sagði, að unga fólkið væri á skólanum. En hér eru eiginlega allir ung- ir í anda og geta oft tekið þátt í einhverju námi, þótt NÝTT KVENNABLAÐ hinn venjulegi skólaaldur sé löngu liðinn. Hér eru oft ýmiskonar námskeið svo sem sniðanámskeið, vélritun- arnámskeið og námskeið í bókfærslu o.s.frv., og nám- skeiðin hér sem annarsstaðar eru fyrir fólk á öllum aldri. Eins og sjá má á þessu ber lífiö á Reykjalundi ekki svo lítinn svip af starfi og námi og fyrir það verður tíminn innihaldsríkari en ella fyrir margan. Auðvilað skemmtir fólk. sér dálítið inn á xnilli, — á vetrinum mest við spil og tafl. Einu sinni í viku er „Bíó“ því að hér er einn skálinn hvortveggja kvikmyndahús og skóli. Nokkrum sinnum eru stærri skemmtisamkomur og þá dansað á eftir, en annars er dans frekar lítið iðkaður. Bæði píanó og orgel fylgja dagstofunum, og er það mikils virði, ekki sízt þegar listafólk á því sviði kemur í heimsókn, sem stundum ber við, og eins ef slíkir skemmtikraftar eru til meðal vistmanna sjálfra. Mest virði er þó ef til vill sá sérstaki blær hjálpfýsi og gagnkvæmrar alúðar, sem virðist ríkja meðal fólks- ins. Ytra tákn þessa anda er meðal annars, að allt vist- fólkið þúast. Undanfarnar vikur hefur hvítur vetur ríkt hér á Reykjalundi sem annars staðar, og lillu liúsin hafa hreiðrað sig ofan í kafþykka snjóskaflana eins og rjúp- ur í heiðarlaut. En á sumrin blasa hér við grónar, grænar flatir milli húsa og umhverfis, þar sem áður var eyðileg aur- og sandmörk, — og lítill blómbeður brosir suður undir hverjum húsvegg. Einnig þetta ger- ir sitt til að gera staðinn að þeim yndislega sumardval- arstáö sem hann er. Já, þannig er Reykjalundur á öll- um árstíðum orðinn fagur staður, sem ætlað er að gegna mikilvægu hlutverki í menningar- og heilsu- verndarbaráttu þjóðarinnar. Hann hefur haft forystu um merkilega viðleitni og starfsemi, og vonandi rísa 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.