Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 7
Nokkur minningarorð um FRÚ RAGNHEIÐI STEFÁNSDÓTTUR RagnheiSur Stejánsdóttir. ÞaS bíSa þín bœir í dalnum. og bátar viS fjörusand. Legg hönd þína heill á plóginn og hylltu þitt föSurland. Á vori hefjast menn handa, á haustin uppskera þeir: gœfu, sem aldrei glatast, gleSi, sem aldrei deyr. DavíS Stefánsson. - *> í s í ‘ Þessi ágæla vísa er kveðin til okkar mörgu og góðu Islendinga, og þá ekki síður kvenna en karla, og í þessari vísu er í sjálfu sér sögð ævisaga Ragnheiðar Stefánsdóttur, sem um mörg ár stjórnaði búi á Foss- völlum í Jökulsárhlíð, fyrst með manni sínum, og síð- ar með sonum sínum. : Ragnheiður var fædd að Teigarseli á Jökuldal, 10. jan. 1896. Yngsta barn hjónanna, Bjargar Þorleifs- dóttur og Stefáns Bjarnasonar, og ólst hún þar upj> ásamt systkinum sínum og þremur fósturbörnum þeirra hjória, sem ]>ó aldrei voru auðug af veraldar- verðmætum, en á þeirra heimili áttu skjól ýmsir, bæði ungir og gamlir, sem í fljótu bragði séð, höfðu ekki starfsorku til allra starfa, en í Teigarseli var alltaf nóg rúm, bæði fyrir þá, sem voru heilir heilsu og hina, sem minni máttar voru. Á þessu glaða og slarfsama heimili álti Ragnheiður bernsku og æsku sína, og bar hún merki þess til hinztu Stundar, alla tíma glöð og hughraust og sístarfandi, þar lil höndin orkaði ekki meira. Rúmlega tvítug að aldri giftist hún Gunriari Jóns- syni frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði. Eins og oft ber við í lífinu munu ungu hjónin ekki hafa verið mjög loðin um lófa, er þau hófu lífsstarf sitt, en þau voru rík af lífsþrótti og nægjusemi, sem entist til að inna af hendi hið mikla lífsstarf, er þau voru kölluð til. Þau eignuðust 14 börn er öll, nema eitt, komust til fullorðins ára. Það er því öllum lýð ljóst hvílíkt feikna starf það útkrefur að annast slíkt heimili, sem hennar heimili NÝTTKVENNABLAÐ svo að allt megi vel úr hendi fara, sjá öllu þessu fólki fyrir fæði og klæði og þar að auki sí og æ að annast um ungbörn um nætur. Hve það er skiljanlegt, hvað reynt hefur mikið á starfsorku hennar, liúsmóðurinn- ar, þó að enginn yrði þess var, meðan heilsa og kraft- ar leyfðu. Þau hjón bjuggu á ýmsum stöðum hér eystra, bæði til sveita og sjávar, en 1819 fluttust þau að Fossvöll- um, og var Ragnheiður húsmóðir á því heimili í 25 ár. Mikið hvíldi á hennar herðum, margt fólk í lieim- ili og óhemju mikill gestastraumur úr öllum áttum, ekki önnur farartæki en hesturinn, og frá Fossvöllum lágu vegir í margar áttir. Á þeim tíma var Smjörvatns- heiði mikið farin og voru Fossvellir þá gistingarstað- urinn. Póstur og póstafgreiðsla var þar og síðast en ekki sízt símastöð, sem var önnur símastöðin hér á Fljótsdalshéraði og fáir dagar munu hafa liðið, svo að ekki væru fleiri og færri í þeim erindum á Foss- völlum. Öllum veittar beztu veitingar og stundum vildi það nú brenna við, að húsmóðirin varð að sinna símanum og sjá um veitingar bæði lianda mönnum og dýrum. Aldrei seldur neinn greiði, aðeins hin íslenzka gestrisni. Á Fossvöllum sá hún marga sína björtustu drauma rætast, börnin komast til manndóms og þroska og leggja leiðir sínar út í lífið og hefja sitt lífsstarf. Og mátti hún fagna unnum sigri, þvi að hún liafði stutt þau öll með ráðum og dáð til að mennta sig eftir því, sem nútími vill vera láta. En tímans tönn vinnur eitt verk hljó'tt og hægt og áður en varir er unga, glaða konan orðin öldruð, lífs- reynd kona með silfurgljáandi lokka yfir gagnaugum og heilsan farin að bila og þreytan að gera vart við sig, og haustið 1943 fluttist hún alfarin af austur- landi til Þorvaldínu dóttur sinnar, sem búsett er í Hafnarfirði, og átti hún heimili hjá henni lil dauða- dags. Hún andaðist í sjúkrahúsi Hafnarfjarðar 23. okt. 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.