Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Blaðsíða 6
svart, með hvítum bekk, svo var ég í rauðum sokkum með brydda skó. Skotthúfa fylgdi skrúðanum, en hún fékk nú að vera heima við þetta tækifæri. Ég linnti ekki látum fyrr en systir mín lánaði mér reiðhattinn sinn. Ég átti enga kápu, sveitabörn áttu þær ekki í þá daga, fullorðnu stúlkurnar áttu reiðtreyjur, en þær voru langt of stórar á mig. Ingiríður ráðskona í Syðri- Hofdölum átti stóran kraga (slag) úr gráu vaðmáli og lánaði hún mér hann í ferðina. Meðan við vorum að ferðbúast kom karlmaður og kvenmaður framan úr Blönduhlíð. Hann hét Jón Jónsson, bóndi og söðla- smiður á Syðstu-Grund, hún hét Guðrún og var dóttir Bólu Hjálmars, mig minnir, að hún1 ælti þá heima á Minni-ökrum. Þau voru að fara út á Bæjarkletta og áttu því samleið með okkur. Söðullinn hennar mömmu hafði verið lagður á stóran rauðskjóttan hest, sem mér þótti ósköp vænt um. Var mér nú lyft í söðulinn og því næst bundin , við hann með trefli. Heimilisfólkið kom flest eða allt út á hlað og kvaddi með kossum og fyrirbænum, síð- an hvarf það inn í bæinn til að hvílast eftir erfiði dagsins, en við riðum úr hlaði, signd af geislum kvöld- sólarinnar. Það var talinn 5 stunda lestagangur frá Hofdölum til Grafaróss. Áfram var haldið hægt og jafnt út brún- irnar, yfir Gljúfurána og eftir Viðvíkursveitinni, þang- að til við komum út undir Kolkuós, þá var farið af baki og stanzað í laut við veginn, mér var sagt að þessi laut héti Paradís. Fullorðna fólkið lagði sig út af og sofnaði. Eftir góða stund var lagt af stað ofan að Kolku, mér fannst mikið til um hvað hún var mórauð og straumhörð og kveið fyrir að fara yfir hana, en piltarnir voru vanir að þræða brotin og allt gekk vel. Síðan héldum við út Óslandshlíðina og bar ekkert til tíðinda. Hjá Grafaránni skildu þau við okk- ur Jón og Guðrún. Við héldum áfram ofan að Graf- arósi, þar sprettum við áf hrossunum og komum þeim á beit, dálítinn spöl frá verzluninni. Verzlunarhúsið, sem jafnframt var íbúðarhús, var Iðnsýningin 1952 Framh. af bis. 2. Óska vil ég íslenzkum iðnaði allra heilla, að hann mætti á komandi tíma vaxa að vizku og afli, því ó- neitanlega er hann nú efnilegur unglingur, hvar sem á hann er litið, og ber með sér lífræna sál, sem ekki má svelta, svo af hljótist óbætanlegur kyrkingur. — Það gerir hann heldur ekki, sé trúlega unnið, en ekki með hangandi huga eða hönd; hvorki hjá veitandi valdi né þiggjandi þjóð. SigríSur Sveinsdótlir. klœðskerameistari. stórt og fallegt. Svo var pakkhús (sérbygging), og enn eitt hús, sem mig minnir að væri kallað Salthús. Nú settumst við niður hjá reiðtýgjum okkar og snæddum nesti. Kom þá til okkar hrafn, ærið varga- légur, var hrafn þessi taminn og átti heima í Grafar- ósi, ég hélt að hann ætlaði að ráðast á mig og höggva mig í hendurnar, pabbi gaf honum þá bita og band- aði honum þvínæst frá sér, hvarf hann þá frá okkur ofan í fjöru og sá ég hann aldrei meir. Pabbi hafði ekki úr og vissi því ekki nákvæmlega hvað tíma leið, en þóttist samt vita að alllöng stund væri til fótaferð- artíma. Ég hljóp fram á árbakkann til að vita hvort Grafará væri eins ljót og Kolka, en hún var þá svo lítil að gönguborð höfðu verið lögð yfir hana, þar sem hún var mjóst. Þarna á bakkanum var ruslhaugur, sem áin hefur víst átt að skola burt, þegar hún væri í vexti. Þar sá ég nokkra fótbrotna tindáta og tvo ónýta glerhnappa; þótti mér þetta svo eigulegt aS ég lét þaS í vasa minn. Eftir stutta stund sáum viS reýkinn koma upp í Ár- túnum, sá bær er rétt fyrir utan ána. Pabbi var þar vel kunnugur, og fórum við þangað og drukkum morgunkaffiS, bóndinn drakk meS okkur, hann var pakkhúsmaSur í Grafarósi og varS okkur samferða til baka. Var þá fólk risið úr rekkju í Grafarósi og búð- in opnuð innan skamms. Margt þólti mér fallegt í búðinni, ég keypti mér þrjá hluti, vasahníf með lát- únskinnum, vasaspegil og rósóttan léreftsklút. Enn voru bátarnir frá Drangey ókomnir, ég hlakkaði svo mikið til að sjá, þegar Jón minn kæmi að landi. Þreytan eftir ferðalagið fór nú að segja til sín, við pabbi settumst niður hjá farangri okkar, ég man að hann benti mér út á sjóinn og sagði að þarna kæmi Jón. Sá ég þá svolítil bátakríli út við sjóndeildar- hringinn, en löngu áður en þeir komu að Iandi valt ég sofandi út af. Nú var orðið margt um manninn í Grafarósi, þar á meðal kona nokkur, sem hét Ingi- björg og átti heima uppi í Hjaltadal. Hún hélt að mér yrði kalt að sofa úti, þó veðrið væri gott, og fór með mig inn. Eldhússtúlkan vakti mig svo er henni þótti tími til komínn. Þvínæst kom inn kona, sem færði mér kaffi og pönnukökur, með henni var lítil stelpa sem horfSi forvitnislega á mig. Þetta var frú Sigríður Þorsteinsdóttir frá Hálsi í Fnjóskadal, koná Skafta Jósepssonar lögfræðings frá Hnausum, hann var þá starfsmaður við vcrzl^rlnina í Grafarósi, litla stúlkan var dóttir þeirra. Mér'þótli þær ósköp fallegar og vel búnar. Er ég hafSi drukkiS kaffið, kvaddi ég þessa góðu frú og þakkaði henni fyrir mig, þvínæst hljóp ég út. Þá var Jón fyrir löngu kominn að landi, hann var að hjálpa pabba aS búa upp á hestana. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.