Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 5
við það lágu peningaseðlar frosnir niður í þunna gaddklepruna. Ég horfi á peningana í djúpri undr- un. Undarleg voru atvikin. Ég tók mér steinvölu og náði upp seðlunum. Tveir tíukrónu seðlar festir sam- an með smáklemmu, þess vegna höfðu þeir fylgzt að. Þarna komu peningar upp í hendurnar á mér fyrir jólakortin. Þessi var líka reynslan, að alltaf lagðist eitthvað til. Nú myndi Agnes líta öðrum augum á það óáþreifanlega. Og hún Gunna litla, halta stúlkan, gat fengið fimm krónurnar, sem hún var að reyna að fá 'ánaðar fyrir fám dögum. Þessir fundnu peningar voru hvort sem var ekki að öllu leyti mín eign. Áður en ég kom inn af göngu minni hafði ég keypt þau fallegustu kort, sem völ var á. Agnes skyldi fá hvert þeirra, sem hún vildi, ef hana langaði að senda ein- nverjum jólakort. ¦— Nú hefur Vera gengið langt í dag, sagði systir- Jrin, þegar ég kom inn á ganginn, hún þreifaði um nendur mínar, að vita hvort þær væru kaldar. — Ekki rojög kalt, sagði hún og brosti svo skein í fallegar, nvítar tennur hennar. Það var óvenjulegt að systirin stanzaði til að tala við mig. — Það er hressandi að ganga svona langt, sagði ég og augu mín stönzuðu við frítt, fölt andlit systurinnar. — Bráðum koma bless- uð jólin, þá þurfið þið sem flest að vera frísk og glöð, sagði hún. — Já, ég var einmitt að kaupa jólakortin til að senda heim. — Já, jólakort til að senda heim, tók systirin upp eins og hún væri í vanda stödd. — Agnes var að sPyrja mig um það í gærkvöldi, hvort ég væri búin að kaupa þau. Nú getur hún séð hvað vel mér hefur •ekizt valið. Systirin starði á mig. Augu hennar þöndust út. — Já vesalings barnið, litla Vera, svo ung og óreynd. Pað er nú stóra sporið, sem stigið var í dag. Hún Agnes er dáin.--------Systirin leit undan tilliti mínu. Hún horfði ráðþrota og órólega í kringum sig. Ef einhver skyldi nú hafa séð hvað lengi hún stóð þarna a tali við sjúkling. — Hún fékk hægt og gott andlát, eins og menn sofna langþreyttir, bætti hún við. Syst- ^nn hóf starf sitt, en ég stóð kyrr í sömu sporum. Kjarkurinn brast, að hugsa jafn rólega um dauðann °g venjulega. Sál mín var gripin af óttakenndri til- nnningu, en það varaði aðeins örstutta stund. Minn- lngin um jólin og nærveru KRISTS fengu barnslund «iína til að brosa. Fullráðið er að fá 2 konur í lögregluna í Reykjavík. Er önn- Ur þeirra þegar ráðin, Vilhelmína Þorvaldsdóttir. Fer hún "tan eftir áramótin, sennilega vestur um haf, til að kynna »er lögreglumál, en lýkur B. A. prófi við Háskólann áður. NÝTT KVENNABLAÐ Spýiujólatréð Það er lítið talað um forvitra menn nú á síðari ár- um, en þá á ég í ætt minni. Hulda Stefánsdóttir, for- stöðukona Húsmæðraskóla Reykjavíkur nefnir tvo þeirra fullu nafni í Jólaminningum, prentuðum í nýút- kominni Hlín. Finnst henni, &em barni, þeir hafi verið heilagir menn, en þftð mun ekki hafa verið, en for- vitrir voru þeir. Séra Davíð Guðmundsson á Hofi, klappaði Huldu ungri á herðar og sagði: Ekki óprýð- ir þú kvennahópinn. Voru þá margar ungmeyjar sam- ankomnar, er allar hefðu viljað þetta hól fá hjá próf- astinum. Ólafur Davíðsson gaf henni fyrstu jólagjöf- ina og sýndi henni, barni, meiri virðingu en títt er. Vilanlega hafa þeir báðir skynjað hvað í barninu bjó og nú er fram komið, því var-t mun Huldu jafn göf- ugri kona finnast á Norðurlöndum. En minn fyrsti sársauki voru þessi orð afa míns, og sá næsti tengdur við Ólaf, Huldu vegna. Þetta er þó eins og gerist og gengur. — En spýtujólatréð. — Grænmálaða spýtujólatréð, sem Hulda tók aldrei ástfóstri við, þar hef ég aðra sögu að segja. Ekkert hef ég séð jafn dýrðlegt, innanlands né utan, sem spýtujólatréð í Fagraskógi. Foreldrar mínir skreyttu það sjálf, og eftir hús- lesturinn á jólanóttina, þegar stofan í frambænum var opnuð, þar sem það stóð á miðju gólfi, var engin deyfð eða skuggi til — heldur jól um alla veröld. allir fylltust lotningu og lífsfögnuði. Tréð var ekki lítið — en alltaf sama tréð, ár frá ári, bundinn puntur um slofninn, renndur hnúður í toppi og þéttar greinar. Gljáandi kúlur og jólakörfur héngu nú um allt tréð og ljós á hverri grein. Nuðður, brjóstsykur og myndakökur var góðgætið, bæði í körf- unum og bundið í greinarnar. Smáfánar og engla- myndir — Sykur-, sápukarlar og viftur sáust milli greinanna. En englahár vafðist um allt þetta. Féll mjúkt yfir puntinn og skrautið svo allt glitraði. Smágjafir héngu í greinunum, neðan til á trénu. EitthvaS til allra. Þvílíkum algleymis fögnuði verSur ekki lýst. Vitanlega var það mamma mín, sem af smekkvísi gat gert tréS svona fallegt, en móSir hennar, frú Sig- ríSur á H'ofi sendi gjafirnar og Hannes á Hofi bjó til jólakörfurnar og Valgerður á Hofi bakaði nuðð- urnar. Það runnu margar stoðir undir — að spýtutréð í Fagraskógi varS svona dýrSlegt. En dýrðlegt var það. G.St.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.