Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 8
/ huganum bliSlynd börnin sé / brosandi kringum jólatré, / er heim lœt eg hjarta mitt dreyma. / ókunnugir. Brátt erum við komin til byggða. Ólafs- fjörðurinn er grösug og auðnuleg sveit. Fremst' bær- i'rí heitir Hreppsendsá. Þriðji Vemundarstaðir, vel hýstur bær í fallegu túni. Þar komu iðnaðarmenn 01- afsfjarðar á móti okkur í þrem bílum. Einn með lít- inn yndislega fallegan dreng á handleggnum. Sjálf- sagt tilvonandi iðnaðarmann Ólafsfjarðar. Hér fara allir út úr bílnum og heilsa þessum vingjarnlegu fé- lögum. Hér er setið, spjallað dágóða stund og teknar myndir. Svo er haldið áfram ofan í kaupstaðinn. í matsöluhúsi bæjarins bíður okkar ágætur matur, sem þessir gestrisnu menn veita. Eftir það er farið að sjá sig um úti. Hér hafa miklar framfarir átt sér stað. Þó að sveitin sé einangruð, af Hvanndalabjörgum á aðra hlið en Ólafsfjarðarmúla á hina. Þar við bætist að Lágheiðin er ófær bílum, nema um hásumarið. Fyrst er að sjá fallega sundlaug og verðlaunabikarinn fagra í anddyri laugarhússins, sem Olafsfirðingar hlutu í sundkeppninni í fyrrasumar. Sauðkræklingar vildu nú sýna að þeir væru ekki alveg utan gátta við sundí- þróttina, þó aldrei hefðu þeir hlotið verðlaun. Köst- uðu þeir nokkrir klæðum í skyndi, köstuðu sér í laug- ina og svömluðu þar dágóða stund. Næst var farið til skála hússins, sem er stór og myndarleg bygging. Þar sýna þeir annan aðdáanlegan smíðicgrip. Það er byssa, eftir sjötugan listamann, geymd í glerkassa. Sjálfsagt er hún nú komin á þá miklu iðnsýningu Reykjavíkur. Eftir það er farið fram að hitaveitunni, sem er talsvert langur spölur og ekki hægt að komast alla leið í bílum. Ég varð því ein eftir, því göngu- kona er ég lítil. Eg lagði leið mína til kirkjugarðsins, þar fann ég nokkrar smástúlkur, sem fylgdu mér um garðinn og skemmtu mér með sínu saklausa skrafi. Sýndu mér þrjú systraleiði, hlið við hlið. og móður- innar líka, og mörg önnur. Allt mér óþekkt nöfn. En þær voru undra fróðar litlu stúlkurnar ok kunnu frá mörgu að segja. Svo fylgdu þæ mér heim á matsölu- húsið aftur. Þar var kona, sem ég þekkti, ráðskona. Er samferðafólkið kom aftur, beið okkar prýðilega framreitt kaffiborð. Eftir að upp var staðið var geng- ið ofan að höfninni, sem er falleg. Alls staðar er eitt- hvað að sjá, sem til framfara heyrir í þessum snyrti- lega bæ. Einhvers staðar hér býr fermingarbróðir minn og góðkunningi frá ærkuárunum, en ég kem mér ekki að því að spyrja hann uppi. Það eru líka nærri fimm- tíu ár síðan við vorum í nágrenni og viðbúið að hann kannist lítið við mig, því talsvert er útlitið breytt. Tíminn líður langt fram yfir það, sem áætlað var. Það eru alltaf erfiðar skilnaðarkveðjur þar, sem gest- risin situr á Guðastóli, eins og skáldið kemst að orði. Klukkan er orðin sjö, þegar loksins er búið að kveðja, og lagt af stað. Veðrið er eins og áður, glampandi sólskin. Upphaflega var ferðaáætlunin sú, að koma svo snemma upp að Hjaltadalsá að hægt væri að fara heim til Hóla, en nú var auðscð að ekkert gat orðið úr þeim skemmtilega útúrdúr. En um það mátti sízt kvarta, dagurinn hafði verið svo skemmtilegur, að allir voru hjartanlega ánægðir. Nú er keyrt sömu leið til baka og hvergi stanzað fyrr en í Stýfluhólum. Nú hafði dalurinn minn breytt útliti frá því um morguninn. NYTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.