Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 10
Minning Bjargar Sigmundsdóttur, Sleðbrjót Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glœst. Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefur bónda fœðst. Þann 26. febrúar s.l. andaSist húsfreyjan Björg Sigmundsdóttir, aS heimili sínu Sleðbrjót í Jökulsár- hlíð, eftir að hafa átt við mikla vanheilsu að stríða meira en eitt ár. Við lát hennar varð hljótt hjá vinum hennar og vandamönnum, já, þegar við höfðum fengið vissuna fyrir því að jarðvist þessarar óvenjulegu ágætiskonu væri lokið, því allir, sem kynntust henni báru síðar lotningarfullan hlýhug til hennar og geyma minning- una um hana sem sólríkan sumardag. Björg Sigmundsdóttir var fædd að Gunnhildargerði í Hróarstungu 13. marz 1884. Hún var elzta barn hjónanna þar, Guðrúnar Sigfúsdóttur og Sigmundar Jónssonar, en þau eignuðust alls tíu börn. Björg ólst upp hjá foreldrum sínum í hinum stóra og glaða systkinahóp, er allur unni henni og virti mikils. Þann 4. ágúst 1906 giftist Björg Stefáni Sigurðs- syni, hreppsstjóra, frá Geirastöðum. Reistu þau bú að Sleðbrjót í Jökulsárhlíð og bjuggu þar mesta mynd- ar- og rausnarbúi til ársins 1931 að Stefán andaðist. Var fráfall hans mikið áfall fyrir Björgu, því sam- búð þeirra var öll hin ástúðlegasta, og voru þau ætíS samhent, í blíðu og stríSu. Þau hjón eignuðust fjög- ur mannvænleg börn: Magnhildi húsfreyju í Grófár- seli, gifta Birni Kristjánssyni, Guðrúnu húsfreyju í Hofteigi, gifta Karli Gunnarssyni, Sigurð bónda að Breiðumörk, kvæntan Sigurbjörgu Björnsdóttur og Geir, sem býr á SleSbrjót eftir foreldra sína, kvænt- an Elsu Björgvinsdóttur. Einnig ólu þau upp tvö fósturbörn, Frímann Jakobsson, bónda í Krossavík, kvæntan Ingibjörgu Sigmarsdóttur og Ingu Péturs- dóttur saumakonu á Akranesi. Fyrstu árin eftir að Björg missti mann sinn, bjó hún áfram á Sleðbrjót með aSstoð barna sinna, en eins og lögmál lífsins krefur, skildust leiðirnar, en börnin héldu öll uppi merki foreldra sinna og „reistu sér byggðir og bú í blómgvuðu dalanna skauti." Eft- ir nokkur ár lét hún af búskap og tók þá Geir sonur hennar við og hjá honum átti Björg heimili til ævi- 8 loka. Þá hafði SigurSur fyrir nokkru byggt nýbýliS, BreiSumörk, í landi SelSbrjóts. í þann tíma, sem Björg bjó á SleSbrjót var þai al't- af mannmargt heimili því jörSin var stór og umfangs- mikil. Sumt af vinnuhjúunum dvaldist þar svo ár- um skipti, og einnig voru þar margir unglingar og börn, lengri og skemmri tíma. En þá er þó ótaliS eitt sem kom í hlut heimilis hennar aS annast, en það var hinn mikli gestastraumur, er þar var, því þeir voru margir, sem áttu erindi við hreppstjórann á þeim árum, en óvíst er þá hvort þeir voru færri, sem þurftu að finna húsfeyjuna. En það virtist sem þeim hjón- um væri það mest ánægja aS IiSsinna sem flestum á einn eða annan hátt. Sleðbrjótur er vel í sveit settur og stehdur í þjóð- braut, þar er þingstaður hreppsins. Ferja var á Jök- ulsá undan Sleðbrjót og því lá þar um garð leið flestra þeirra, sem vestur yfir Jökulsá fóru, yzt af Héraði, en þeir voru nokkuð margir í þá daga. Á bú- skaparárum þeirra hjóna var reist ný kirkja að Sleð- brjót og þar byggði ungmennafélag sveitarinnar sér félagsheimili. Má af þessu marka að oft hlýtur að hafa veriS gestkvæmt á Sleðbrjót, eins og áður er sagt, og var eins og ferðalöngum þætti sjálfsagt aS gista þar, enda mun það fljótt hafa borist, að þar væri gesta- herbergið ávallt til reiðu og viðtökur með ágætum svo sem bezt væri á kosið. Björg var mjög vel gefin kona bæði til líkama og sálar, enda var hún vel lesin og fróð um marga hluti. En það, sem einkenndi hana mest og lyftir henni hæst í endurminningunum er þó hin óviðjafnanlega fram- koma og hinn mikli og sterki persónuleiki, sem hún hafði til að bera fram yfir flesta, ef ekki alla aðra, sem ég hef kynnzt. Þó Björg væri skapmikil kona, mun fæstum þeim, er henni kynntust, hafa verið það ljóst, því svo vel kunni hún með þaS aS fara, en skilningsríkari og betri félaga var vart aS finna, hvort sem var í gleSi NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.