Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 15
IPjréL .AJþixagi Frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt. Flm.: Gylfi Þ. Gíslason, Kristín Sigurðardóttir. Hvort hjóna um sig er sjálfstæður skattþegn, og skal við ákvörðun skatts þeirra hvors um sig farið eftir þessum reglum: Hvort hjónanna greiðir skatt af þeim tekjum, sem það aflar. Hafi annað hjóna engar tekjur eða lægri tekjur en hitt, skal því reiknaður til skatts allt að helmingur tekna hins, en þó aldrei hærri upphæð en 25000 kr., miðað við meðalvísitölu ársins 1952, né heldur meira en svo að tekjur þess fari fram úr tekj- "m hins. Breytist meðalvísitalan, skal fyrr nefnd upp- hæð hækka eða lækka í samræmi viS það .: . Tillaga til þingsályktunar um takmarkanir varSandi samskipti varnarliSsmanna og lslendinga. — Flm.: Rannveig Þorsteinsdóttir, Gísli GuSmundsson. Alþingi ályktar aS skora á ríkisstjórnina aS koma því til leiSar, aS dvöl hermanna varnarliðsins hér á landi verSi framvegis takmörkuS viS þá staði, sem liðið hefur til afnota, enda verði hindruð ónauðsynleg ferðalög hermannanna utan þessara staða. Jafnframt verði komið í veg fyrir óþarfar ferðir íslendinga til bækistöðva varnarliðsins. Frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt. Flm.: Rannveig Þorsteinsdóttir. Giftri konu, sem aflar heimili sínu skattskyldra tekna, er heimilt að draga frá skattskyldum tekjum, er hún aflar, jafnháa upphæð (kaupgjald og fríSindi) og þaS kostar samkvæmt meSalútreikningi Hagstofu islands eSa annarrar slíkra stofnunar aS hafa heim- ilishjálp jafnlengi og samtímis því, aS tekjuöflunin stendur yfir. Frádráttur fyrir heimilishjálp vegna öflunar skattskyldra tekna má þó aldrei vera hærri en vinnulaun konunnar. Frumvarp til laga um almannatryggingar, og viSauka við þau. Flm.: Gylfi Þ. Gíflason, Kristín Sigurðar- dótlir, Helgi Jónasson, Jónas Árnason. Heimilt er tryggingaráSi aS greiða auk barnalíf- eyris mæðralaun til ekkna, fráskilinna kvenna og ó- giftra mæðra, sem hafa tvö börn eða fleiri innan 16 ara á framfæri sínu, enda séu börnin á heimili móð- urinnar. • Nokkur eintök eru til af blöðunum meö mynztrunum: >,Skálholt við Sólsetur" og „Hólar" (með litamerkjum). — Gegn tíu krónum (10 kr.) verða bæði mynztrin send hvert á land sem er. — NÝTT KVENNABLAÐ, Fjölnisvegi 7. NtTT KVENNABLAÐ Þetta fallega vegg- teppi fæst með lita- skýringum og öllu efni á vefnaðarstofu Korólínu Guðmunds- dóttur, Ásvallag. 10 Stærð jafans er HOx 190 cm., — góbelin saumur yfir 2 þræði — Einnig hefur vefnaðarstofan feng- iið annað teppi, 20 cm. styttra. EPLAKAKA 250 gr epli, 180 gr. hveiti, 3 tsk. sléttfullar lyftiduft, 90' gr. smjör eða smjörlíki, 90 gr. sykur, 1 egg — 1 til 2 matsk. vatn. Ný epli eru flysjuð, skorin í sundur og raðað í eld- fast mót. Hveiti og lyftidufti er sáldrað saman. Eggi, sykri og bræddu smjörlíki hrært saman, heitu vatninu hellt út í. Með þeirri blöndu er vætt í hveitinu. Deig- inu hellt í mótið, yfir eplin. Bakað vað góðan hita í þrjú kortér. ! EGGJAHVÍTU KÖKUR 250 gr. strásykur, ekki grófur, 5 eggjahvítur. Hvíturnar þeyttar alveg stífar, þeim síðan hrært í sykurinn. Kökurnar eru bakaSar næstum hvítar, viS mjög vægan hita. Frekar er aS ræSa um þurrkun en bökun. Ef ofninn er of heitur, verSa kökurnar gular og seigar. Bezt er aS hafa ofninn opinn og snúa plöt- unni við og við. ! VAFIÐ STEIKT KJÖT. Beinin eru skorin úr lærinu (eða bóg og síðu) inn- an frá, þannig að kjötiS sé heilt utan. Salt, pipar og sykri er stráS innan í kjötiS og þaS vafiS þétt saman, saumað cg varið e'ns og rúllupylsa. Láta má sveskjur, epli eSa smábita af reyktu svínsfleski innan í. Steikt eins og venjuleg steik. Ekkert þarf að krydda kjötið soðiS, fergt dálítið. PrýSilegt kalt til niSurskuxðar. 18 L

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.