Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 5
Wi«l|| fórunn LJidar, tónskáld 3, Jórunn Viðar. Jórunn Viðar er fædd í Reykjavík, dóttir þeirra "jóna, Katrínar og Einars Viðar. Hún nam píanóleik hjá móður sinni strax barn, gekk síðan í Tónlistar- skólann í Reykjavík, var þar nemandi Árna Krist- jánssonar. Jafnhliða námi í Tónlistarskólanum tók hún stúd- entspróf frá Menntaskólanum. Arið 1937 fór hún til Berlínar á Tónlistarháskól- ann, og 1942 til New York og stundaði þar píanó- 'eik hjá Helenu Morszyn, en tónfræði í Julliard skól- anum. Kennari hennar í tónfræði var hið fræga tón- skáld Itala, prófessor Giovanni. Þegar Jórunn kom fyrst fram opinberlega á nem- endatónleikum Tónlistarskólans hér heima, duldizt engum er á hlýddu að þar var listamannsefni á ferð. Hún hefur ekki brugðizt þeim vonum, því það má segja að við hverja tónleika, sem húh hefur haldið síðan, finnur maður hvað hún þrozkast svo mjög í ust sinni, að hún kemur manni næstum alltaf á óvart. Jórunn er ein íslenzkra kvenna, sem við getum kallað tónskáld. Hún hefur samið tónverk fyrir nljómsveit, píanó og söng. Ballettinn „Eldur" var fluttur á Listamannaþing- mu 1950 í Þjóðleikhúsinu. Annar ballett hennar, Ól- aftur Liljurós" var fluttur af Leikfélagi Reykjavíkur i Sól hœkkar á lofti Botnið þennan fyrripart. Undan röðli rökkrið flýr, rósir spretta' í högum. 1952. Tónlistina við kvikmyndina „Síðasti bærinn í dalnum", samdi hún einnig Sönglög hennar hafa verið flutt í útvarp af Guðmundu Elíasardóttur óperu- söngkonu, bæði hér heima og erlendis. Það er engum vafa bundið að hér er um að ræða mjög fjölhæfa listakonu, sem bæði túlkar og skapar. Hún er alveg sjálfstæð í list sinni, fer aldrei troðnar götur. Hún semur i nútíma stil, en ívafið í þeirri uppi- stöðu er bæði lifandi og litauðugt. Jórunn er gift Lárusi Fjeldsted verzlunarmanni. Eiga þau þrjú börn. Giftar konur hafa yfirleitt ekki ástæður eða tíma til að vera annað en eiginkonur og mæður. Frá því sjónarmiði er það enn furðulegra hversu hún hefur áorkað í list sinni. Sigrún Gísladóttir. P»MP^«#fc<»* Gleðitíðindi. Gleðitíðindi mega það teljast að á yfirstandandi þingi hefur komið fram tillaga til þingsályktunar um undirbúning heildaráætlunar í þeim tilgangi að skapa og viðhalda jafnvægi í byggð landsins, borin fram af sjö alþingismönnum. Efni tillögunnar er: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hefja nú þegar undirbúning að heildar- áætlun um framkvæmdir í þeim landshlutum, sem við erfiðasta aðstöðu búa •sökum erfiðra samgangna og skorts á raforku og atvinnutækjum. Að slíkum undir- búningi loknum, skal ríkisstjórnin leggja fyrir Al- þingi tillögur sínar um nauðsynlegar framkvæmdir. Skulu þær stefna að því að skapa og viðhalda jafn- vægi í byggð landsins og tryggja sem mest fram- leiðsluafköst þjóðarinnar. Fiskifélag íslands, Búnaðarfélag Islands og Lands- samband iðnaðarmanna skulu vera rikísstjórninni til aðstoðar við starf þetta. Finnst okkur að fleiri þyrftu að koma til greina, þegar um svo mikilvægt málefni er að ræða, t. d. Kvenfélagasambandið o. fl. Það er hver seinastur að reyna það sem hægt er, svo heilir landshlutar leggist ekki í auðn og órækt. , Framh. á 12. sí'ðu. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.