Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 4
ÞRJÁR ÍSLENZKAR ÓPERUSÖNGKONUR GuSrún Símonardóttir. ÞuríSur Páhdóttir GuSmunda Elíasardóttir. Listhneigð einstaklingsins verður æ stærri þáttur í h'fi hans og þjóðarinnar í heild. Söng- og tónlistar- konurnar okkar hafa unnið stóra sigra á árinu, sem leið. Fjórar konur hafa haldið sjálfstæðar málverka- og listsýningar í Reykjavík, fyrir utan þátttöku kvenna í öllum fjöldasýningum ársins. Bækur eftir þessa kvenrithöfunda komu út á árinu: Guðrún frá Lundi: Tengdadóttirin, fyrra bindi, El- ínborg Lárusdóttir: Miðillinn Hafsteinn Björnsson, Anna frá Moldnúpi: Förukona í París, Arnfríður Sig- urgeirsdóttir: Séð að heiman, æfisöguþættir, minni og ljóð, Ragnheiður Jónsdóttir: Dóra sér og sigrar, Eva Hjálmarsdóttir: Margt er smátt í vettling manns, Sóley í Hlíð: Maður og mold, önnur útgáfa, Ólafía Jóhannsdóttir: Daglegt ljós, önnur útgáfa, Margrét Jónsdóttir: sönglagatextar, við Tíu sönglög, eftir J. S. Bach, Undína (Helga Baldvinsdóttir) : Kvæði. — Þá má bæta við: Sendibréf frá íslenzkum konum. —- Þess- um konum öllum vill blaðið óska til hamingju með verk sín. — Fleiri konur hafa á öðrum sviðum unnið þrekvirki: Móðirin, sem óð út í sjóinn, ósynd, og bjargaði barninu sínu með fádæma snarræði, Ungu stúlkurnar, sem læra og vinna fyrir sér samtímis, svo og ýmsar konur innan félagasamtakanna, og allar þær, sem í kyrrþey iðja og biðja. i Gleðilegt-ár, íslenzka þjóð! . ... „Ég er svo íeimin, að nafn mitt er aðeins Sœrún" Yfir kalda feSra fold feta má ég lúin. Líkami minn leggst í mold, þá lífs er kraftur búinn. Mig hefur lífiS leikiS grátt, lamaS sálarþróttinn. Kysi ég helzt aS kœmi hrátt kvöld og hinzta nótdn. Þegar jarSlífs bresta bönd, búin er lífsins vaka. LjáSu mcr drottinn líknarhönd, lát mig ekkert saka. Sofna ég nú í sœlli ró, sorgir engar þjaka. Af þeim verSur eflaust nóg, er aftur byrjur vaka. Skömmtunamefndin (stofnauki 13) Flutt hefur nefnd sú flest úr skorSum, framlengdi enn, aS gömlum siS. Nú eigum viS eins og Eva forSum a&eins aS nota laufbláSiS. Sœrún. NtTJ-KVENNABtAf)

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.