Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 9
Fdein kveðjuorð FRÓ KATRÍN PÁLSDÓTTIR Konan hún er stór og sterk, þaS stœrsta í huga mínum. Konan vinnur kraftaverk meS kœrleikanum sínum. Ég hef hlustað á nokkur kvennaminni, sem karl- menn hafa flutt og oftast fundist þau væmin og jafn- vel leiðinleg. En vísa þessi, tekin úr kvennaminni, sem kunningi minn í Dýrafirði flutti fyrir tveim tug- um ára, fær yfir sig fagran sannleiksljóma við kynn- ingu af lífsstarfi frú Katrínar Pálsdóttur. Hún var tólf barna móðir og það yngsta af níu, er hjá henni lifðu, var skírt þriggja vikna gamalt við líkkistu föð- Ur síns. Eftir því, sem ég hezt veit kom hún þessum hóp upp án opinbers styrks, því engar voru þá almannatrygg- ingar. Auk þess starfaði hún mikið að opinberum málum. Stofnaði Mæðrafélagið, og var formaður þess alla tíð. Sannarlega er ég þakklát fyrir að hafa kynnst nokk- uð þessari kvenhetju, sem átti djúpstæðar og háleitar mannúðarhugsjónir og einnig kærleika, vit og vilja til að fylgja þeim fram til nokkurs sigurs. Ég var við hina hátíðlegu kveðjuathöfn í dóm- kirkjunni 2. jan. 8.1., þar sem engin lofræða var flutt, en sungið mikið og fagurlega, og kirkjugestum bent á hinn óþrjótandi aflgjafa, guðstrúna, sem veitt hafði hinni merku konu hinn mikla og starfsfúsa kærleika. Ég minnist ekki að hafa séð jafn margar ekkjur og einstæðar mæður samankomnar við kirkjulega at- höfn. Það er sannfæring mín að kærleiks- og þakk- Iætishugsanir þær, er konur þessar sendu til frú Kat- rínar, yfir landamærin, á þessari kveðjustund, hafi verið henni yl- og ljósgjafi á hinu nýja tilverustigi. Þessum fátæklegu orðum lík ég með erindi því er kom í hug minn við lát hennar. Þú vannst hér mörg og vegleg kærleiksstörf. Þú vildir móðurhjartans kalli gegna. Þú barðist alltaf, brennheit, frjáls og djörf. Þú barðist alltaf réttlœtisins vegna. Lilja Björnsdóttir. Von, því ertu að vekja hlýju Vertu ekki áð þrá og þreyta, þér er bezt aíS hœtta aS leita. Óskasteininn aldrei finnur örþreytt barn, sem forlög hörS báru út á blásna jörS. Enginn gull úr grjóti vinnur, né glœSir eld viS fúinn svörS. Von, því crtu aS vekja hlýju, verSa til, og deyja að nýju. NÝTT KVENNABLAÐ Fyrr meS köldu kverkataki kœft þig hafa, svik og tál, búiS ástum banaskál. — Þó áS bros þilt biSji og vaki, brennur kvíSi' í þreyttri sál. En minning eina muninn geymir, meSan blóS í œSum streymir, eins og lítið Ijós í skugga, léttir sorgir, veitir þor, þýS og þ,lý sem þeyr um vor. LeiSarstjarna, lampi fóta, lýsir um hin dimmu spor. Sigrún frá Innsta-Landi.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.