Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 6
Uflgfrú Brill eftir KATHERINE MANSFIELD Þó að veörið væri yndislegt — blár himinninn staf- aður gulli og ljósdeplum, sem væru eins og hvítvíns- slettur — var ungfrú Brill samt glöð yfir því, að hún hafði afráðið að hafa refinn sinn. Það var logn, en ef maður opnaSi varirnar mátti finna örlítiS kul, líkt og af glasi með kældu vatni, áður en maður bergir á því, og við og við feyktist hjá laufblað, eins og utan úr geimnum. Ungfrú Brill lyfti höndinni og strauk refinn. Kæri litli rebbi! En hvað það var gam- an að strjúka hann aftur. Hún hafði tekið hann upp úr kassanum sínum um hádegið, hrist úr honum möl- duftið, burstað hann vandlega og nuddað litlu, óskýru augun, þangað til þau voru aftur orðin glampandi. .,Hvar hef ég verið niðurkominn," sögðu litlu dapur- legu augun. Ó, hvað það var indælt aS sjá þau aftur líta á hana leiftrandi af rauðu sængurdýnunni! En trýniS, sem var úr einhverju svörtu efni, var ekki alveg fast. Það hlaut að hafa fengið högg einhvern veginn. Sleppum því — það var hægt aS laga með svolítilli klessu af svörtu lakki, er þar að kæmi — þegar ekki yrSi lengur hjá því komizt .... Hrekkja- lómurinn litli! Já, það nafn hæfði honum einmitt Hrekkjalómurinn, sem beit í skottið á sér bak við vinstra eyraS á henni. Hún hefSi getað tekiS hann af sér, lagt hann í kjöltuna og klappaS honum. ÞaS fór fiðringur um hendur hennar og arma, en hún hélt, aS þaS kæmi af göngunni. Og þegar hún dró andann, fannst henni eitthvaS ljúfsárt — nei, ekki beinlínis sárt, heldur eitthvað angurblítt bærast í barminum. ÞaS var margt fólk úti þennan dag, langtum fleira en síðasta sunnudag. Og hljómsveitin lék hærra og 'fjörugra. Það var af því að gestatímirfn var byrj- aður. Þó að hljómsveitin spilaði á sunnudögum allt árið um kring, þegar ekkert var um að vera, var hún aldrei eins góð. Henni var sama, hvernig hún lék, ef enginn ókunnugur hlustaði. Það er eins og þegar ein- hver spilar aðeins fyrir fjölskylduna. Var ekki hljóm- sveitarstjórinn líka í nýjum jakka? Jú, það var á- reiðanlegt. Hann dró annan fótinn aftur fyrir hinn og baðaði út handleggjunum eins og hani, sern ætl- ar að fara að gala, • og hljóðfæraleikararnir sátu á græna hringpallinum, blésu út kinnarnar og ein- blíndu á nótnabækurnar. Nú kom stutt lag fyrir flautu — undurfagurt — eins og keðja af skínandi dropum. Hún var viss um, að það yrði endurtekið. Það varð; hún leit upp og brosti. Það var ekki nema tvennt fyrir á bekknum „henn- ar", gamall maður, glæsilegur sýnum með hendurnar spenntar um geysistóran, útskorinn göngustaf og öldr- uð kona, stórvaxin, meS ísaumaSa svuntu og band- hnykil og prjóna í kjöltunni. Þau þögSu bæSi. Ung- frú Bill varð fyrir vonbrigSum, því aS hún hlakk- aSi alltaf til þess aS heyra samtal. Henni fannst hún vera orSin hreinasti snillingur í aS hlusta eins og hún tæki ekki eftir og kynnast þannig á stundar- korni lífi fólks, meðan þaS talaSi saman í kringum hana. Hún skotraði augunum til gömlu hjúanna. Ef til vill færu þau bráðlega. Á sunnudaginn var hafði heldur ekki verið eins gaman og venjulega. Þá höfðu verið á bekknum Englendingur og kona hans, hann meS hræSiIega Ijótan stráhatt og hún á leggjastígvél- um. Og allan tímann hafSi hún veriS aS nudda um, aS hún ætti að notá gleraugu; hún vissi, aS hún þyrfti þess, en þaS væri ekki til nein's fyrir hana aS fá sér þau; þau mundu ábyggilega brotna og' þau mundu aldrei tolla á henni. En hann hafSi veriS þolinmæSin sjálf. Hann hafSi stungið upp á öllu, gullumgjörð meS spöng aftur fyrir eyrun, smá klemmum viS nef- iS. Nei, hún var ekki ánægS meS neitt. „Þau mundu alltaf renna niður af nefninu á mér", sagSi hún. Ung- frú Brill hafSi langaS til aS taka í lurginn á henni. Gömlu hjúin sátu á bekknum kyrr og þögul eins og steingervingar. Ekki þýddi aS fást um þaS, hún gat þó skemmt sér viS aS horfa á mannfjöldann. Fyr- ir framan blómabeSin og hljómsveitarpallinn gekk fólkiS fram og aftur tvennt og tvennt saman eSa í smáhópum, nam staSar til þess aS heilsast og tala saman eSa kaupa blómvönd af gamla beiningamannin- um, sem hafði tyllt körfunni sinni á rimlagirðinguna- Lítil börn hlupu um, galsafengin og hlæjandi; dreng- snáðar með stóra, hvíta silkislaufu undir hókunni, smátelpur, sem minntu á franskar brúður, klæddar flaueli og knipplingum. Og stundum kom svolítill sveinstauli kjagandi frá trjánum fram á bersvæðí, nam staðar, glápti út í loftið og hlammaði sér síðan niSur Katherine Mansjield er mebal fræguslu smásagna- höfunda eftir aldamót. Hún fœddist í Wellington á Nýja-Sjálandi áríS 1888, en var ung send til Eng- lands til náms. Hún dó úr tœringu 35 ára d8 aldri. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.