Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAD 14. árgangur. 6. tbl. október 1953. Anna frá Moldnúpi: SANNLEIKURINN ER SAGNA BEZTUR Einn af okkar gömlu, góðu kjarnainálsháttum flyi ur okkur þann boðskap, að sannleikurinn sé sagna beztur, og það er eins og lesa megi milli þessarra fáu látlausu orða, að lýgin sé harla lítils virði, þótt hún gæti hljómað betur í eyrum fjöldans og klætt betur við aldarandann og tízku hverfandi stundar. Ég er dauðhrædd um, að þessi málsháttur sé að því kominn, að verða aðeins útslitið innantómt orð, sem hætti að hafa nokkurt gildi eða merkingu í málinu. Og að það reki að því, að málspakir menn megi taka sig til að þýða hann fyrir samtíð sinni og segja henni, að þetta orðatiltæki séu leifar frá þeim tíma, þegar heiðarlegu fólki þótti betur hlíta að segja sannleik- ann, heldur en að fara með uppgjörðar. orðagjálfur, þótt það væri betur fallið til þess að halda hylli múgs- ins við líði og byði uppá betri svefnværð, á kodda munaðar og andvaraleysis. Nú sem stendur virðist það vera ríkjandi tízka meðul leiðandi manna þjóðarinnar, að tala um tung- una og er að vissu leyti ekki nema gott um það að segja. Hver þjóð og einstaklingur hlýtur að urina sínu móðurmáli. Er það ekkj að undra, þar sem fæstum er annað mál tiltækilegt, til að láta í ljós allt það, sem innra með þeim brýzt og í hjartanu bærist. En það er hverri lífveru eiginlegt að varpa frá sér hljóði í sam- hljóðan við tilfinningar sínar. En það er ekki hægt að finna það í málshjali okkar vísu manna, að tungan sé verkfæri, sem aðeins aug- lýsir það, sem með manninum býr. Og að það, sem Orottinn Jesús Kristur sagði, að góður maður fram- ber gott úr góðum sjóði og vondur maður vont úr vondum sjóði standi alla tíma sem óhagganlegur sannleikur. Vissulega mun þó enginn kristinn maður undrast það. En vart, eða óvart, af skorti á manndómi og röksemdafærslu, fara okkar ágætu umbótafrömuð- NÝTT KVENNABLAÐ Anna frá Holdnúpi, rithöfundur. ir utan um innsta kjarna málsins, líkt því sem þeir vissu ekki neitt um tilveru hans. Það heyrast ekki orð um það, að málið sé að verða á vörum margra, meðal uppvaxandi kynslóðar, að til- gangslausum ruglingi, vegna þess að siðgæði og mann- dómur kristins uppeldis er að fjara út og líða undir lok meðal almennings. Hér verðúr ábyrgðarlausum kennurum mest um að kenna, því að börnin eru nú almennt falin skólamenningunni samstundis og þau fá þann þroska að geta gert greinarmun góðs og ills. Eft- ir það verða heimamenn þeirra víst að jafnaði haldn- ir smáherrar, þótt þeim dytti í hug að mæla eitt eða annað til umbetrunar. „Kennarinn segir það“, eru auðfundin og auðfengin svör meðal barnanna. Þetta gerii ábyrgð kennaranna ákaflega þunga. Það er hvorki meira né minna en heill og hamingja komandi kynslóða, sem hvílir á herðum þeirra. Engir eiga greiðari aðgang að mjúku og mótanlegu barnshjart- anu. Ég vildi ekki eiga að fela þeim manni fræðslu og uppeldisstarf, sem væri svo andlega sljór og órökvís, að hann teldi kristindómsfræðslu barna ó- þarft aukaatriði, sem skaðlaust mætti leggja á hill- una. En ég held einmitt að við höfum átt alltof marga fræðara barna og unglinga, er þannig hafa litið á málið. „Hvar á þinn sonur gott að læra?“ hevrði ég stund-

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.