Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 6
eýningu, hvað sem hver segði, og við fórum og sóttum tvö stór koffort, sem hún hafði meðferðis. Ekki vissi ég, og hvernig átti hún að vita, að bannað væri með öllu, nema með leyfi frá Kungl. Majestát að koma með út- lendan heimilisiðnað inn í Svíþjóð. Við vorum báðar jafn ærlegar og svöruðum að verðmætið væri að minnsta kosti 2000 ísl. krónur, u.þ.b. 1000 sænskar. Ég, sem eiginlega var afskaplega hrædd við að tala við hátl- setta embættismenn, vogaði mér alla Ieið inn til hins æðsta og lagði fyrir hann mál okkar, titrandi af spenningi. Hefði hann ekki þekkt föður minn, hefði hann sjálfsagt undir eins vísað mér á dyr, en nú sagð- ist hann lofa okkur að taka dótið, með því skilyrði, að allt færi út aflur, umfram allt mátti ekki selja neitt. Ég fullvissaði hann um, að fröken Halldóra ætlaði að sýna e.t.v. bæði í Stocholmi og Oslo, svo að ekki mundi hún fara að selja. En ég varð að setja 1000 krónur sem pant, og þar sem ég átti ekki svo mikið var faðir minn ábyrgur fyrir þessu þangað til hún væri farin úr landinu. Fyrst varð ég að koma fröken Halldóru fyrir og tókst það allvel og ódýrt var það. En hvernig ætti ég að geta útvegað henni sýningarstað? Alls staðar fékk ég nei, nema hjá stóru sýningarfyrirtæki, sem vildi fá 100 krónur á dag. Ég hafði sótt um sýningarleyfi og fengið það, en ekki mátti taka inngangseyri og ekkert selja. Ég hafði orðið að tala við lögregluyfirvöldin, og var ég allan tímann á meðan á samtalinu stóð skjálf- andi á beinunum, eins og ég hefði gert eitthvað af mér, en þannig var uppeldi okkar á þeim dögum, að manni stóð stuggur af öllu, sem hét lögregla. Loksinns gat ég talið foreldra mína á, að lána stofu heima til sýningar, allt var tekið úl og fröken Halldóra var látin hengja upp sína sýningarmuni. Var þetta mjög fallegt og blíðkaðist mamma svolítið við að sjá hvað þetta var fallegt, en hún hafði í raun og veru verið mjög ófús að leyfa ókunnugu fólki að ganga um í íbúðirmi, sem von var. Ég sendi út boðskort til margra manna, )>að var óhugsandi að auglýsa sýn- ingu, en hoðsgestir komu margir og voru flestir hrifn- ir af því, sem sýnt var, og vildu margir gjarnan kaupa, en það var sem fyrr er frá skýrt ekki leyfilegt, en ekki þekktu þeir lögin frekar en ég eða fröken Hall- dóra og voru mjög hissa. Sýnt var í tvo daga. En nú fór Halldóra að tala um að sig vantaði stærra sýningarhúsnæði. Fór hún til danska konsúlsins, sem líka var konsúll íslands um þessar mundir, en hann ráðlagði henni eindregið að láta sér þetta nægja, sagðist vera búinn að reyna það sem hann gæti, árangurlslaust, og efast ég ekki um að hann sagði satt, því þetta var sérstaklega elskulegur Þann 17. júní s.l. var Monika Helgadóttir, Merki- gili sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar. Um frú Mon- igu var skrifað í nóv.hefti Nýs kvennablaðs í fyrra. maður. Ég fór aftur á stúfana, og nú heppnaðist mér að fá lánaðan sýningarsal með stórum gluggum í nýju liúsi, þar sem verið var að innrétta sýningarglugga fyrir hjólhestaframleiðanda, sem ég þekkti vel. Hann vildi lána húsnæðið ókeypis í heila viku og lét hann taka til og lánaði okkur sendisvein til hjálpar. Þetta var við mjög fjölfarna verzlunargötu og í alla staði vel til fallið. Nú fékk ég blaðamenn til að koma heim til mín og haia viðtal við fröken Halldóru, og þegar sýningin opnaðist, birtist bæði mynd og viðtal í, að mig minnir, öllum blöðum bæjarins. Ég varð að sjálfsögðu að sinna starfi mínu, svo að ekki gat ég alltaf verið með, allan daginn, en þar kom ógrynni fólks, og veit ég ekki betur en að allir væru ánægðir, sérstaklega vöktu sjölin, silkimjúku og fögru aðdáun allra og vildu flestir gjarnan kaupa, en þar sem ekki var verzlunarleyfi, var ekki leyfilegt að kaupa og selja, og ekki heldur að taka upp pantanir. Svona var að halda sýningu fyrir 30 árum, en það var árið 1923, sem fröken Halldóra Bjarnadóttir með þrautseigju og óbifandi trú, við lítil efni og sjálfsagt af mestu fórnfýsi tókst á hendur að halda sýningu í Svíþjóð, löngu áður en nokkur félagsskapur var til, sem gæti greitt fyrir. Flestir myndu hafa gefist upp, en ekki hún. Eru ennþá til í fjölskyldu minni mjög fallegir vettlingar, sem ég fékk sem þakklætisvott, þegar við skildum. Voru þeir ekki meðal sýningar- munanna, heldur í tösku Ilalldóru, svo að ég gat þegið þá án þess að fremja lögbrot. Hver gat vitað, hvort hún hafði leyfi til þess að gefa? 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.