Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 11
Guðrún jrá Lundi: ÖLDUFÖLL FRAMHALDSSAGAN „Það er nú kannske sama sagan nn:ð [iig eins og aðra krakka liérna í Víkinni, þið tilbiðjið þennan strák.“ „Það er lieldur ekki liægt annað um hann að segja en hann er duglegur. En svona lagað þrífst nú líklega ekki hérna, að standa upp í hárinu á höfð- ingjadótinu“, sagði Jóna og saup á kaffibollanum, sem systir hennar var búin að bera fyrir hana. „Ég er hrædd um, að Gréla í Móunum ætli að taka syni sín- um tak, þegar hann vaknar. Verst að hann er alveg að vaxa upp fyrir höfuðið á henni,“ segir hún síðan, síðan hann kynntist Bensa. Það hefst líklega eitthvað af þessarri kaffæringu á kaupmannsstráknum. Sjáið þið nú bara. Það er engin önnur en frú Ásthildur, sem kemur þarna innan að. Skyldi svo sem nokkuð vera um fyrir henni núna? Náttúrlega ætlar hún að skamrna Bensa“. Meira heyrði Sigga ekki. Hún hljóp í hend- ings kasti ofan í Bakkabúð. Bensi var kominn á fæt- ur og út, en Hallfríður var inni. Sigga sagði henni frá hvaða gestur væri væntanlegur. „Þú skalt bara fara upp á loft og láta aftur hlerann.“ „Ég skal loka hon- um,“ sagði hún. „Hvað svo sem heldurðu að hún sé að erinda hing- að,“ spurði Hallfríður og augu hennar urðu óvana- lega stór. „Hún ætlar að rífast út af Bensa. Hann hefur þó sagt þér, hvað kom fyrir í nótt. Hún er víst óttalegur skapvargur, heyri ég sagl,“ sagði Sigga, meðan Hall- fríður þokaðist upp stigann. Henni fannst hún gæti farið hraðara. Loks féll hlerinn aftur. Sigga flýtti sér út og lokaði hænum. Þá var frúin að beygja út af veg- inum. Það var svo sem auðséð, að hún ætlaði að heim- sækja Ilallfríði. Sigga þaut ofan í fjöru til þess að verða ekki á vegi hennar. Frúin fór heim að Bakkabúð og bankaði fínlega á dyrnar. Náttúrlega anzaði enginn. Þá bankaði hún aft- ur, og í þriðja sinn. Þá gafst hún upp og gekk út að Nausti. Þorbjörg var að hengja drifhvítan þvott á snúruna. Engin kona átti eins fallegan þvott og hún á Tanganum. Frúin bauð góðan dag. Þorbjörg lét sem hún væri hissa á því að sjá hana vera að „spásséra“ milli kofa fátæklinganna, það var óvanalegt. Þó hafði hún fylgst með ferðum hennar frá því, að hún lagði af stað frá sínu ríkmannlega heimili. „Góðan daginn frú Ásthildur, sagði hún, „þér eruð nýr gestur hér NÝTT KVENNABLAÐ útfrá.“ „Ójá, það er ég nú,“ sagði frúin, fálega. „En það liggja nú orsakir til alls. Er þetta ekki hreysið konunnar, sem flutti hingað í Víkina í vor. Hún á son, ég man ekki hvað liann heitir.“ „Þér meinið náttúrlega drenginn, sem bjargaði hon- um syni yðar í nótt,“ sagði Þorbjörg. „Hann heitir Benedikt. Ég þykist vita, að erindið hafi verið að vita hvernig honum líði. Hann er vel hress og meira að segja kominn í móvinnu. Það er duglegur piltur. Von- andi líður drengnum yðar sæmilega.“ Frúnni varð orðfall við slíkar undirtektir, en svo fékk hún málið: „Ég kom áreiðanlega ekki til þess að vitja um hann, þann pilt. Mér stendur nokkurn veginn á sama, hvernig honum líður. Ég ætlaði aðeins að tala um það við hana móður hans, að láta liann eitt- livað í burtu. Það er ekki hægt að hafa svona óknytta varga hér, sem maður getur ekki verið óhræddur um börnin sín fyrir. Ekki einu sinni á nóttunni.“ „Ef þeir héldu sig í rúmunum þyrfti ekki að óttast um þá,“ sagði Þorbjörg. Þeir hafa víst ekkert erindi átt suður á Höfða í nótt til að banna þeim að renna færi þar. Það hefur alltaf hver og einn mátt gera [>að,“ bætti hún við. „En það var búið að banna þeim það,“ sagði frúin. „Þér ættuð þó að virða það svolítið við Bensa, að hann draslaði stráknum yðar hálfa leið heim, eftir að þeir voru búnir að vera jafn lengi í baðinu. Það væri ólíkt höfðinglegra en að reka hann burtu úr kaup- staðnum. En þér skuluð láta það vera að slásl upp á móður hans. Hún er veikluð kona og þar skal vera mér að mæta, ef eitthvað á að ávíta hana,“ sagði Þorbjörg. Frúin var orðin dökkrauð í andliti af reiði.“ Ég hef hugsað mér að láta þetta mál koma fyrir rétt. Sjálf- sagt mætið þér þar fyrir þessa vinkonu yðar. Skeð gæti að þér yrðuð dálítið kurteisari í orðum þar,“ sagði hún og bjóst til brottferðar. „Ef það heitir ókurteisi að segja sannleikann. yrði ég ekki betri. Við erum margar konurnar, sem vinnum hérna á reitunum. Ég efast ekki um, að þær beri það með mér, að strákarnir yðar og félagar þeirra séu sí- fellt með einhverja hrekki og ógerðarhátt.“ Frúin rigsaði burtu án þess að kveðja, sagði aðeins: „Þér skuluð ekki vera að ómaka yður inneftir á mánu- daginn til að þvo þvottinn hjá mér. Ég fæ víst ein- hverja aðra.“ „Það er ágætt. Maður þarf nú að fara að hugsa um móinn,“ sagði Þorbjörg. Jóna frænka og Signý stóðu í bæjardyrunum í Bjarnabæ og hlustuðu á orðasenn- una við þvottasnúruna. „Mikill bölvaður orðhákur getur hún Þorbjörg verið, svarað frúnni svona fullum hálsi, það kostar 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.