Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 13
happafleyta, og þaft getur vel verið, að hamí geti feng- ið J)ó nokkurt innlegg í sumar, ef hann fær einhvern duglegan mann í félag með sér. Þetta er dugnaðar- strákur, hann Bensi, enda á hann Jmð ekki langt að sækja, þar sem faðir hans er. En ég er hræddur um að þú verðir engin sérstök sjóhetja Sigga mín. En ekki væri það mikið, að lofa þér að fara hérna fram á vík- ina einhvern tíma.“ „Hvað skyldi það vera, sem þú lætur ekki eflir dófl- ur }>inni,“ hnusaði í Signýju. „Hún yrði þá víst upp- litsdjörf á morgnana, ef hún ætti að vaka fram á næt- ur. Ég reyni að koma henni í rúmið á réttum tíma, nógu erfilt er að vekja liana samt. Ég liefði víst látið liana hugsa um drenginn á nóttunni, þegar ég verð að vinna allan daginn, en ég veit ]>að, að hún gæti aldrei vaknað til barns.“ „Það er víst nóg að hún basli með hann allan daginn, þó hún liafi fullan svefn, anginn litli,“ sagði Jónas. ,Ég gæti sjálfsagt þegið að hafa fullan svefn líka,“ sagði Signý, beiskjulega. ..En ]>að vorkenna mér fáir að bera minn þunga kross.“ „Við verðum að reyna að bera hann. fyrst hann er á okkur lagður,“ sagði hann. Gréta stakk kollinum inn um gáttina. ,,Mér dalt í hug að Signý væri búin að hella á könnuna. Ég gat ekki stillt mig tim að líta inn til Hallfríðar, til að sjá hvernig lægi á henni yfir útgerðarmennskunni í stráknum. Mér sýndist hún svo sem ekkert mjög sæl, alltaf þessi móðursýkissvipur á henni, garminum,“ sagði hún. „Komdu að fá þér sopa,“ sagði Signý. „Hann sækir ekki uppvöðsluháttinn til hennar hann Bensi. Hann livað vera duglegur ])essir faðir hans. Jón- as þekkir hann.“ „Hefur hún ekki þurrkað fisk eins og ]>ið hinar í vor, konutetrið,“ sagði Jónas. Það er vanalegt, að karlmaðurinn leggi konunni til. „Hún var í félagi með Þorbjörgu, þessarri árans ekki sen ham- hleypu og svo strákurinn bráðskarpur,“ sagði Gréta. „Mér hefur sýnst hún svona frekar hægfara slundum,“ bætti Signý við frekar fálega. Þá glotti sjómaðurinn út í annað munnvikið og óskaði eftir að fá ofurlítinn dreilil í bollann sinn aftur, teygði sig eftir silfurbú- inni tóbaks])ontu lil að hafa hana við hendina sér til hressingar á eftir kaffinu. „Jæja,“ sagði Gréta með vaxandi forvitni. „Þekkirðu hann föður hans Bensa? Ég líef heyrt, að hann va>ri myndar maður.“ ,.Já, hann er myndarlegur maður og efna bóndi, en ég þekki hann ekkert.“ „En hvernig stendtir á því, að hann hefur ekki alið strákinn upp heima hjá sér, heldur en láta hana fbækj- ast með hann í vinnumennsku,“ sagði Gréta. „Það er líklega af ]>ví, að fleslar mæður langar lil NÝTT KVENNABLAÐ að hafa börnin sín hjá sér. Svo ætti heldur ekkert barn að komast í stjúpmóður höndur. Þá væri betra að kæfa þau í fæðingunni,“ sagði Jónas, hörkulega. „Ósköp er að heyra, hvað ])ú lætur út úr þér. mað- ur,“ sagði Gréta með vandlætingar svip. Svo bætti hún við, með talsverðri þykkju. „Og áreiðanlega tek ég ekki þessa sneið til mín, þó ég hefði stjúpsonirin hjá mér í nokkur ár, hefur víst hvorki þú eða aðrir séð, að ég gerði mun á honum og mínum börnum.“ „Eg var heldur ekki að skera neina sncið lianda þér,“ svaraði hann. „Ég talaði bara af eigin reynslu, því mitt hlutskipti varð það að alast upp hjá stjúp- móður. Þú þurftir ekki að grípa svona fljótt til handa- þvottsins. En hvernig þú liefur verið við Stebba litla veit ég ekki, en mikill munur var á því, hvernig hann gekk til fara eða bróðir hans. Atlætið þekkti ég ekki." „Þetta var nú líka sá dauðans jarðvöðull, strákgrey- ið,“ anzaði Gréta, sótrauð af gremju og þakkaði i flýti fyrir kaffið og fór út og kom ekki í Bjarnabæ í marga daga. — Framhald. S ★ LANDSÞINGI KVENFÉLAGASAMBANDSINS er nýlokið. Á þinginu voru rædd m.a. heimilisiðnað- ar- heilbrigðis-, áfengis- þjóðernis- og menningarmál. Þrjár tillögur þingsins fara hér á eftir: Hússtjórnarmál. 10. þing Kvenfélagasambands íslands sam- þykkir að fela stjórn sambandsins að skipa í samráði við fræðslnmálastjóra nefnd kvenna, sem vinni að því að rannsaka starfsfyrirkomulag húsmæðraskóla og verknámsdeild stúlkna i gagnfræðaskólum landsins í sambandi við þau nýju viðhorf, sem skapaz:. liafa við minnkandi aðsókn til húsmæðraskólanna. Uppeldisheimili fyrir ungar stúlkur. Landsþing Kvenfélaga- samhands fslands, haldið í Reykjavik dagana 7.—12 sept. 1953, leggur áherzlu á, að konrið verði á fót uppeldisheinrili fyrir ungar stúlkur, sem fjarlægja þarf úr mhverfi sinu vegna úti- vistar, lauslætis eða annarra siðferðilegra annmarka. Telur þingið, að stofnun slíks heimilis rnegi með engu móti skjóta á frest og skorar því á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að samþykkt verði j)egar á næsta Alþingi fjárveiting i i þessu skyni, enda sé þá jafnframt gert ráð fyrir, að starfræksla heim- ilisins geti hafizt á árin 1954. Rafmagnsmál. 10. landsþing Kvenfélagasambands Islands skorar á Alþingi og rikisstjórn að auka að miklum mun á næstu fjárlögum framlög ríkissjóðs til rafmagnsframkvæmda i sveitum og kauptúnum landsins, þar eð sýnt er, að það fé, sem ríkið hefur hingað til lagt fram, er langt frá því að vera nægi- legt. Ilinsvegar er auðsætt að afkoma sveitanna veltur á því, að rafmagn komist inn á livert heimili. 6. Bindindisþing norrænna kvenna var haldið i Reykjavík um mánaðarmótin júli og ágúst. 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.