Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Blaðsíða 7
Sjá nú, hvað ég er beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar, eldsteyptu lýsa hraunin hér hörðum búsifjum ævi minnar. Kóróna mín er kaldur snjúr, klömbrur hafísa mitt aðsetur, þrautir mínar í þúsund ár þekkir guð einn og talið getur. Hjálmar var furðuglöggur á mein sín og annarra. Sjálfur hefur hann kveðið upp sannastan dóm um skáldskap sinn. I formála fyrir framan kvæði sín segir hann: „Máttattu, góðfús lesari, undarlega við horfa, þótt lýtum séu Iömuð ljóð hins ósnjalla, en það hugðag, að á flestum stöðum mundi íslenzka vor lítt spélluð (þ. e. spjölluð), og yrkisefnum svo fylgt sem fæst orð gilti og þrek leyfði.“ Nú fór að halla undan fæti fyrir Hjálmari. Munað- arleysinginn, sakborningurinn og einstæðingurinn, sem hvorki hafði beygt sig fyrir guði né mönnum og glímt við erfiðleikana, beygði nú kné sín fyrir ellinni. Hægri Itönd hans hnýtti, og varð hún honum lítt nýt, svo að binda varð pennastöngina við fingur hans, er hann vildi skrifa, og síðustu árin var hann næstum heyrnar- laus. Líðan sinni lýsir hann á þessa leið: Heyrn ég missti og handastyrk í hitt ið fyrra, svangur er ég sem í fyrra, seint vill mæðustorminn kyrra. Um svipað leyti orti hann þessar vísur: Lífdaga því lækkar sólin, lúrast vinnukraftur minn. Ekkert til að eta um jólin eg á nú í þetta sinn. 011 eru slitin iðjutólin, ellin hrukkar gráa kinn. Færa mig i feigðarkjólinn forlög manna skilgetin. Þegar lionum verður hugsað lil ádeilukvæða sinna, yrkir hann: Oft hef eg sáran illa kveðið, svo út af réttum vegi ber, fær mig blindað funageðið, fyrirgef þú, drottinn, mér. Síðustu árin dvaldist hann á ýmsum bæjum í Skaga'- firði við illa líðan, og síðasta sumarið var hann hjá 'góðgjörnúm hjónum, er dvöldust í beitarhúsum frá Brekku, sem er næsti bær við Víðimýri. Undir lokin orti hann þessa gullfallegu vísu, þar sem hann líkir sér við hermann, sem beðið hefur ósig- ur í lífsbaráttunni: Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Eg kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, suadrað sverð og syndagjöld. Tvær næstu vísur eru einnig ortar, eftir að Bólu- Hjálmar fann feigðina nálgast. Mér er orðið stirt um stef og stílvopn laust í höndum, í lamgnættinu lftið sef, ljós í myrkri ekkert hef, kaldur titra, krepptur gigtarböndum. Húmar að mitt hinzta kvöld, horfi eg fram á veginn. G'röfin móti gapir köld, gref eg á minn vonarskjöld rúnir þær, sem ráðast hinum megin. 5. ág. 1875 fann Hjálmar til þreytu og vanmáttar. Þá mælti hann: „Bregður hverjum á banadægri, enda eru nú ekki nema fáar stundir eftir.“ Hann andaðist í svefni sama dag. Engin mynd var til af Hjálmari í lifenda lífi, en hann var sagður með hæstu mönnum, jarphærður, ekki ófriður, en ferlegur, svo að börnum stóð stuggur af honum. Augun voru snör og leiftrandi. Þegar við stöndum andspænis örlögum þessa við- kvæma stórmennis, finnst okkur þau mvrk og torskilin. Við getum fylgzt með þeim, en fáum ekki skilið þau, þau eru eins og rúnir, sem ráðast hinum megin. Guðrún P. Helgadóttir. Haft er eftir Brynjólfi biskupi, að ekki vildi hann koma á bæi, þar sem hundarnir væru horaðir, eða börnin hrein. Þótti honum börnin mundu sjaldan pastursmikil, ef þau óhreinkuðu sig aldrei. €t af „Bollaleggingum“ í janúarheftinu, var blaðinu skrifað um konu, sem ekki tók þeim „næst bezta“, heldur sagðist hafa tekið þeim tuttugasta — og þeim skítlegasta. X. SPURNINGAR Hvaða íslenzk kona hefur hlotið doktorsnafnbót? Hverjir þrír ísl. bændur hafa hlotið bráðan dauða fyrir að berja konu sína? Hver orti þetta: Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn. Svör á bls. 12. NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.