Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Blaðsíða 3
NYTT
KVENNABLAD
15. árgangur.
2. tbl. febr. 1954.
Frú Steinunn S'gríSur Magnúsdóttir er fædd á Gils-
bakka í BorgarfirSi 10. nóv. 1894. Foreldrar henn-
ar voru hinn þjóðkunni merkisprestur og alþingis-
maður séra Magnús Andrésson og kona hans Sigríð-
ur Pétursdóttir Sivertsen bónda í Höfn í Melasveit.
Hún var hálfsystir Sigurðar prófessor Sivertsen en
dóttir Sigríðar Þorsteinsdóttur prests í Reykholti
Helgasonar hins mikla glæsimennis er Jónas orti eftir
hið fræga kvæði — Hvarmaskúrir harmurinn sári —.
Móðir Péturs í Höfn en langamma biskupsfrúarinn-
ar var Guðrún Guðmundsdóttir systir Helga biskups
Thordersen.
Frú Steinunn giftist frænda símim séra Ásmundi
Guðmundssyni frá Reykholti 27 júní 1915. Hún var
prest^kona í Stykkishólmi um nokkurra ára skeið,
síðan tíu ár skólastjórafrú á Eiðum og gat sér hinn
bezta orðftír.
Síðan 1928 hefur maður hennar verið prófessor í
guðfræði viS Háskóla íslands, unz hann var kjörinn
biskup. Þau eiga sjö börn öll uppkomin.
Eins og sjá má af ofanrituSu er frú Steinunn Magn-
úsdóttir ættstór kona og hefur af hendi leyst mikiS og
veglegt starf, en auk þess er hún falleg kona, ungleg,
og ekki aSeins tiginborin heldur líka tíguleg og ástúS-
leg.
Ljúfmennska herra biskupsins, Ásmundar GuS-
mundssonar er alkunn, og ekki síSur en talaS er oft
um hjónasvip, mætti líkja saman viSrnóti og gerS bisk-
upshiónanna.
GuSbjörg frá Broddanesi segir í síSustu bók sinni
frá dagstund er hún átti i fylgd meS biskupnum, þá
Ásm. GuSmundssyni prófessor viS Háskóla íslands.
Leyfum viS okkur aS taka upp kafla úr frásögn henn-
Frú Stoinunn Magnúsdóttir.
ar: „Ég gat ekkert annaS sagt en þetta: „GóSa (það
er frú Guðrún Erlings), er það ekki of mikið í borið
að biðja einn prófessorinn að sýna mér Háskólann?
En henni fannst það ekki. Nokkru fyrir klukkan tvö
um daginn kemur prófessor Ásmundur til þess að taka
mig með sér í þessa ferS, og frú GuSrún sagði viS mig
á eftir, aS sér hefSi þótt reglulega vænt um þegar hún
sá okkur ganga saman niSur götuna. En þó hefur henni
ekki dottið í hug að þessi ferS mundi hafa eins gleði-
ríkar afloiðingar fyrir mig og raun hefur á orðið.
Auðvitað þótti mér gaman að sjá Háskólann, þó aS ég
hafi ekki vit á aS meta þvíh'k listaverk og þar getur
aS líta. En mér þótti samt miklu skemmtilegra að tala
við þennan göfuga leiðsögumann minn, og jafnvel nú
í myrkri skuggadalsins vitja mín bjartar minningar frá
iþessum sólríka degi. AuSvitaS á ómenntuð sveitakona
enga samleið með lærðum manni í þessa orSs fyllstu
merkingu, en það er hægt að hjálpa grasinu til að
gróa, jafnvel á öræfum, og það gerði þessi veglyndi
maður."
Það er einmitt veglyndið, sem sérstaklega auðkennir
biskupshjónin, herra Ásmund Guðmundsson og frú
Steinunni, og hefur biskupsfrúin þannig alltaf verið
til fyrirmyndar.
NÝTT KVENNABLAÐ