Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 2

Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 2
Wallis Simpson — hertogafrú af Windsor Hertogahjónin. Það ber stundum við, að karl eða kona koma fram í mannkynssögunni og svo að segja drottna yfir henni um stutta stund — en hverfa jafnskjótt aftur bak við blæju gleymskunnar. Heimsfræðin er hverful, og hjúpur gleymskunnar hylur jafnvel þá, sem berjast djarflega fyrir að halda í frægð sína. Þegar dauðinn tekur einhvern, sem eitt sinn átti heimsfrægð að fagna, hrökkva menn við af undrun. Fólk á erfitt með að sætta sig við, að sá sem um langan aldur hefur verið dauður á opinberum vettvangi, skuli hafa haldið áfram að lifa. Eftir þessu ætti hertogafrúin af Windsor að vera nú óþekkt og gleymd. Rúm það, er hún skipar í sögunni, er takmarkað við hina örlagaríku desemberdaga árið 1936, er náðu hámarki sínu, þegar Játvarður áttundi, Englandskonungur lagði niður völd hennar vegna. Sögulega séð hefur hún ekki látið á sér bæra síðan. Hún ferðast frá einum baðstað eða skemmtistað til annars, þögul og fjarlæg. Nafn hennar stendur á listun- um yfir bezt klæddu konur heimsins. Ógæfan, sem dunið hefur yfir heiminn, þar sem hún var eitt sinn glæsilegur miðdepill, hefur látið hana ósnerta. .. . Hún lifir í því andrúmslofti, er ríkti fyrir heimsstyrj- öldina. Og samt heldur hún áfram að vera eftirtektarverður persónuleiki. Geislahjúpur ódauðleikans ljómar um hana — og ef hún deyr á morgun, mun hún deyja eins og hún hefur lifað í hjónabandinu, sem ein hin mest umdeilda og merkilegasta kona vorra tíma. Einhver nærtækasta ástæðan fyrir því, að menn hafa enn áhuga fyrir hertogafrúnni af Windsor, er sú, hve lítið hún hefur breytzt við aldurinn. Ef fegurð hennar hefði fölnað með árunum, hárið gránað og vöxturinn misst glæsileik sinn, þá er líklegt, að hún væri ekki lengur í ljósmáli, en tíminn hefði þá sveipað minn- ingu hennar vorkunnlátri voð gleymskunnar. En hún hefur boðið lögmáli tímans byrginn og er enn sem fyrr ein glæsilegasta kona veraldar. Og hin átakanlega ástarsaga hennar mun aldrei gleymast. Ját- varður áttundi mun verða hetja í augum margra kom- andi kynslóða. Og þegar margir konungar aðrir og miklu duglegri verða aðeins nöfn og númer í langri röð, þá mun nafn hans og frú Simpson standa á spjöld- um sögunnar, sem einhver hin stærstu, rómantískra nafna mannkynssögunnar. Veturinn 1953 vakti frú Simpson enn á ný mikið um- tal og athygli. Vinkona hennar og hefðarfrú, Elsa Max- vell, hélt íhurðamikið samkvæmi í höll einni í New York, Windsordansleikinn, undir vernd hertogafrúar- innar, til heiðurs hertogahjónunum og til fjáröflunar fyrir örkumla hermenn. Hinn mikli danssalur var tjaldaður kóralrauðum reflum. Borðdúkarnir voru einnig rauðir og festir með stórum, rauðum silkislaufum. Borðin voru skreytt rauðum nellikum og í silfurstjökum logaði á rauðum kertum. Gestirnir greiddu 30 dollara hver til styrktar her- mönnunum, og jafnframt skyldu þeir á einn eða ann- an hátt hylla hina tvo rómantísku útlaga. — Borðið fyrir heiðursgestina stóð dúkað framan við dansgólfið gegnt hljómsveitinni. Sátu hertogahjónin þar, hvort á móti öðru ásamt 10—15 útvöldum gestum. Hertoga- frúin skartaði í snjóhvítum ballkjól, einum þeirra þriggja kjóla, sem hún átti að bera um kvöldið. Hið dökka hár hennar var eins og endranær skipt í miðju og bundið aftur með tveim litlum slaufum úr vínlitu flaueli. Hún var grennri en nokkru sinni, aðeins hrukkur á hálsinum báru þess vott, að þetta var 57 ára gömul kona. Ljósblá augu hennar ljómuðu, og andlitið geislaði af lífsfjöri. Hertoginn, sem nú var að verða sextugur, bar aldurinn einnig vel og hafði enn sitt drengjalega útlit. Hann drakk aðeins vatn og var eins fámálugur og frú hans var ræðin. Windsorvalsinn hafði verið saminn fyrir kvöldið, og var mælzt til þess við hertogahjónin, að þau dönsuðu hann ein. En því .neitaði hertoginn eindregið og kvað það ekki eiga við. Hámark kvöldsins var tízkusýningin. Þekktar, hátt- settar frúr New Yorkborgar voru sýningarbrúður og bjuggu sig beggja megin við leiksvið salarins.Hljóm- Framliald á bls. 8.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.