Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Qupperneq 10

Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Qupperneq 10
Wallis Simpson Framhald af 2- kSpusíðu. sveitin lék dramatiskt, og Obolensky, samkvæmishetja, rússneskur að ætt, nú hótelstjóri í New York, gekk hægt yfir hið auða dansgólf. Tjaldið var dregið til hliðar, og hertogafrúin af Windsor stóð þar klædd hvítum taft- kjól, alsettum kóralrauðum perlum og skreytingum. — Kjóllinn hafði verið saumaður handa henni í París og kostaði 1200 dollara. Þetta var óneitanlega áhrifamikið. Hún lagði hönd- ina á armlegg Obolenskys, og þau færðu upp dansinn. Windsorvalsinn var leikinn og á eftir þeim komu hefð- arfrúrnar í tízkubúningum. Frúin var alveg róleg, glæsileg og örugg. En bros hennar var þreytulegt. Dansinn hélt áfram, en hertogahjónin hurfu tiltölu- lega fljótt lil herbergja sinna, en samkvæmið stóð alla nóttina. Þetta var allt mjög ánægjulegt og eitt af því, sem hélt nafni hertogafrúarinnar á lofti. En það vakti líka allmikla gagnrýni. Margir efuðust um, að það hefði verið sæmandi af frúnni að koma fram sem sýningar- stúlka. Og af ýmsum persónulegum ástæðum olli þetta vinslitum milli hertogafrúarinnar og Elsu Maxwell, sem hafði staðið fyrir samkvæminu, en þær höfðu lengi verið vinir. Og sjálfsagt hefði það gleymst fljótt, ef heimurinn á annað borð gæti gleymt því, að hertoga- frúin er gift fyrrverandi konungi Stóra Bretlands. Það var veturinn 1931, sem fundum þeirra prins- ins af Wales og frú Wallis Simpson bar fyrst saman. f endurminningum sínum segir Játvarður frá þeim fundi á þessa leið: Það var veturinn eftir að ég kom heim frá Suður- Ameríku. Ég hafði farið til Melton Mowbray, ásamt Georg bróður mínum, til þess að fara á dýraveiðar. Herra og frú Simpson voru gestir í sama húsi og við bræðurnir. Frú Simpson hafði ekki gaman af að koma á hestbak, hafði auðsjáanlega engan áhuga fyrir hest- um, hundum eða dýraveiðum yfirleitt. Hún var auk þess kvefuð og þjáðist af höfuðverk. Þar sem það er siðvenja, að prins skuli hefja umræður og ávarpa ókunnuga að fyrra bragði — og ég vissi að frúin var amerísk, kom ég með þá athugasemd, að vafalaust mundi hún sakna miðstöðvarhitans. Það kom stríðnisglampi í augu hennar. — Mér þykir það leitt, herra, en þér hafið valdið mér vonbrigðum. — Hvernig þá? — Nákvæmlega sama spurning er lögð fyrir sér- hverja ameríska konu, sem kemur til lands yðar. Ég hefði gert mér vonir um eitthvað frumlegra hjá prins- inum af Wales. Ég hélt leiðar minnar, en setningin hélt áfram að hljóma í eyrum mínum. En sjálf hefur herlogafrúin sagt nokkrum vildustu vinurn sínum þannig frá fyrstu samfundunum: Simpsonhjónin voru kynnt fyrir prinsinum í höll hans, Fort Belvedere. Eftir fremur dauflegan miðdegis- verð settust sumir við spilaborðin og fóru að spila brigde, en aðrir tóku til við útsauminn, sem var ein eftirlætis dægradvöl prinsins. Kvöldið leið seint og hægt. Jafnvel lífsfjöri Wallis Simpson var nóg boðið. Loks stóð hún á fætur og mælti: — Hvers konar samkvæmi er þetta eiginlega? Vandræðaleg þögn fylgdi. — Getum við ekki dansað dálítið, hélt hún áfram. — Það var góð hugmynd, sagði prinsinn. Hann lagði nálina frá sér og hringdi bjöllu. Þjónn kom inn og flutli spilaborðin burtu og vafði upp gólfábreiðurnar. Fólkið leitaði að danslögum í hinu mikla plötusafni prinsins. Síðan liófst dansinn og stóð langt fram á nótt. .. . Ein af hefðarkonum Lundúna, frú Furness, stakk upp á því við Wallis Simpson, að hún yrði kynnt við hirð- ina. Frú Simpson hló að þessu í fyrstu og bjóst ekki við, að hún, sem var tvígift, fengi þar aðgang. En brátt- vaknaði áhugi hennar og metorðagirnd fyrir þessu, og allur hinn þrótlmikli viljakraftur hennar beindist nú að því að ná þessu takmarki. Og árangurinn varð sá, áð ameríski ambassadorinn samþykkti að setja nafn henn- ar á lista þeirra Ameríkumanna, sem skyldu kynnlir við hirðina 10. júní 1931. En hún veigraði sér við að kaupa kjól, er hún gæti notað aðeins við þelta eina tækifæii. Frú Furness lánaði henni ballkjól, og svo fékk hún blævæng úr þrem hvítum fjöðrum, en það var hið venjulega tákn prinsins af Wales. Á brjósti bar hún dýrmætan kross, er lrún hafði fengið í Kína, og sézt hann á myndum þeim, er voru teknar af henni í hirðbúningi. Danssalurinn ljómaði prýddur gulli og skarlati og geysi miklu blómaskrúði. Kóngur og drottning sátu í hásætum sínum og höfðu yfir sér hásætishimin, sem þau höfðu haft heim með sér frá Indlandi. Og á bak við hásætin stóðu prinsarnir í hirðbúningum skreytt- um glitrandi heiðursmerkjum. Það er vitað, að prinsinn af Wales veitti frú Simpson eftrtekt við þetta tækifæri, er hún hneigði sig djúpt íyrir kóngi og drotningu, sem af Wales veitti frú Sint])son eftirtekt við þetta tækifæri, að nema son þeirra á brott frá hans konunglegu skyldu og fá sterkasta konungsveldi veraldar til þess að skjálfa, svo að við sjálft lá, að það riðaði til falls. Þýtt og endursagt. Margrét Jónsdóttir. NÝTT KVBNNABLAÐ 8

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.