Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Side 11
ÍNGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR:
Börn bæjarstjórans
SKÁLDSAGA
Það er vor í lofti. Stórt strandferSaskip siglir hægt inn
Djúpafjörð. Á þilfari þess stendur Bragi Hansson læknir, og
horfir þögull yfir fjörðinn. Hann hefur verið skipaður hér-
aðslæknir í Djúpafirði og er á leið þangað til að taka við
embætti sinu. Læknirinn er ungur maður, og mjög fríður
sýnum, bjartur yfirlitum og festulegur á svip.
Hann virðir fyrir sér með aðdáun hið fagra, tignarlega
landslag umhverfis fjörðinn, en öðru hvoru bregður fyrir sárri
beiskju í augum hans, og hörkudrættir fara um hið fríða,
karlmannalega andlit unga læknisins. Fyrir tæpum tuttugu
og átta árum, þá barn í reifum, yfirgaf hann þennan svip-
tigna fjörð ásamt móður sinni, en sú saga hefur verið honum
að mestu ókunn, þar til nú fyrir nokkrum dögum, að móðir
hans sagði honum sögu þeirra. Iíún áleit það skyldu sína,
og honum fyrir heztu að vita nánar um ætt þeirra og upp-
runa, fyrst örlögin höguðu því svo til, að hann hlaut emhætti
f Djúpafirði.
Hann hefur alltaf unnað móður sinni mjög, og barn að
aldri fékk hann hugmynd um, að móðir hans ætti þunga
raunasögu að baki, sem hún kaus að dylja, þess vegna vildi
hann aldrci vera nærgöngull i spurningum sínum við hana um
uppruna sinn, þó langaði hann oft til þess, einkurn eftir að
hann fór að eldast, að vita eitthvað um faðerni sitt. En nú
er honum kunn hin raunalega saga, sem er á þessa leið: —
Sigríður, móðir lians, var fædd í Djúpafirði. Barn að aldri
missti hún báða foreldra sína með skömmu millibili og var
þá komið í fóstur til vandalausra hjóna þar í firðinum. Hjá
þeim ólst hún upp við lítið ástríki, en þrátt fyrir erfið kjör
var hún hráðger og tápmikil, og henni fóru snemma öll innan-
hússtörf sérlega vel úr hendi. í þá tíð var Djúpifjörður að-
eins lítið þorp. Ihúar hans næstum allir fátækir sjó- og verka-
menn, sem hjuggu við þröngan kost. Flestir áttu þeir að mestu
leyti fjárhagsafkomu sína undir Þorsteini kaupmanni, sem
rak stóra verzlun og útgerð í Djúpafirði. Hann var nokkurs
konar einvaldur fjarðarhúa, sem þeir lutu.
Þorsteinn kaupmaður bjó í stóru timburhúsi, sem stóð í
niiðju þorpinu og gnæfði eins og höll yfir hina lágreistu torf-
hæi umhverfis það. Kaupmaðurinn var kvæntur og átti einn
son, sem Björn hét. Hann var glæsilegur að vallarsýn og gáf-
aður, en ófyrirleitinn í æsku. Björn fór ungur að heiman til
mennta, en dvaldi jafnan á Djúpafirði yfir sumarið. Kona
Þorsteins kaupmanns heyrði talað um, hve Sigríður væri mynd-
arleg í húsverkum og dugleg, en það voru einmitt þeir eigin-
leikar, sem hún krafðist af vinnukonum sínum.
Hún fór á fund Sigríðar og réði hana til sín fyrir vinnu-
konu. Þá var Sigríður átján ára. Falleg, saklaus og lífsglöð
þrátt fyrir munaðarleysi sitt. Björn kaupmannssonur kom heim
frá námi hjartan vordag. Ilann sá ungu vinnukonuna fyrsta
daginn, sem hann dvaldi heima, og þótti hún falleg. Brátt
lagði hann sig fram til að kynnast henni, svo lítið bar á og
funn, að hún var hæði saklaus og góð. Björn notfærði sér
sakleysi hinnar munaðarlausu stúlku. Hann fullvissaði hana
um ást sina, og vann þegar traust hennar og hug allan, hann
nýtt KVENNABLAÐ
kom öllu svo haganlega fyrir, að engan grunaði kunningsskap
þeirra. Og sumarið leið. Seint um haustið ætlaði Björn aftur
að heiman til náms. Sigríður tók því með jafnaðargeði, en
óður en hann færi hlaut hún að segja honum leyndarmál, sem
snerti J>au hæði. Hann hafði alltaf verið henni svo undurgóð-
ur, og hún treysti honum fullkomlega fyrir framtíð sinni. —
Húmsælt haustkvöld hvíldi yfir Djúpafirði, Björn og Sigríður
áttu saman leynifund á afviknum stað. Ifann vafði hana örm-
um, og hún hallaði sér sæl og örugg að harmi elskhuga síns.
Nú gat hún ekki dregið það lengur að segja honum leyndar-
málið þeirra og hvíslaði því við vanga lians. Hún gekk með
harni. Um leið og hún sleppti orðinu var sem höggormur hefði
hitið Björn. Ifann hratt henni frá sér og sagði ískaldri röddu:
— Ég á' ekki ]>að barn.
í fyrstu varð hún svo undrandi yfir framkomu hans, að hún
gat ekkert sagt, en áttaði sig þó brátt, og stundi upp. — Van-
treystir þú mér Björn? — Ég get ekki gengist við braninu,
það yrði til að kollvarpa öllum mínum framtíðaráætlunum,
skilur þú það? — Ætlar þú þá að bregðast mér Björn? —
Hann þagði um stund og hugsaði málið, en sagði svo að lok-
um. — Ég skal fá hann Stefán, vinnumanninn hans pabba, til
að gangast við krakkanum ,svo að hann verði ekki föðurlaus.
Þú hlýtur að samþykkja það.
Svo þú vilt láta mig skrökva til um faðerni barnsins, nei,
aldrei, ég skal feðra það rétt. Björn færði sig nær henni og
horfði ógnandi á hana. — Ég gengst aldrei við barninu þínu, það
þýðir ekkert fyrir þig að kenna mér það, þú átt heldur engan
að, sem stendur með þér í því máli. Það vottaði fyrir sigur-
hreirn í rödd hans. Sigríður starði um stund á elskhuga sinn,
og nú sá hún hann fyrst í réttu Ijósi. Svo sagði hún með
ískaldri ró. — Ég veit það vel að ég á engan að, fyrst þú
hefur hrugðizt mér, Björn. Ilingað til hef ég elskað þig, og
treyst þér takmarkalaust, og þú ert eins sannur faðir að barn-
inu mínu, og ég er móðir, það veiztu fyrir þinni eigni sam-
vizku. En hér eftir finnst mér það niðurlæging að nefna þig
föður að barninu mínu. Ég skal eiga það ein og fórna mér
fyrir það. En guð sér um dóminn í máli þínu, Björn. Vertu
sæll. Svo gekk hún í hurtu — en það voru þung spor.
Tveim dögum siðar fór Björn að heiman án þess að koma
á fund Sigríðar. Húsmóðir Sigríðar sá brátt, hvernig ástatt
var fyrir henni, og leit ó það með van]>óknun. Hún kærði sig
ekkert um vinnu hennar lengur, og vísaði henni hurt úr vist-
inni. Sigríður átti hvergi athvarf, en hún var hraust og dug-
leg, og komst því strax í vist hjá hjónum þar i firðinum. Hjá
þeim dvaldi hún, þar til harn hennar var fætt, sem var stór og
fallegtir drengur. Sigriður gaf ekkert upp um faðerni barnsins,
en nú gat hún ekki hugsað til að eiga heima í Djúpafirði.
Hún réði sig fyrir vinnukonu með drenginn á afskektan
sveitabæ langt frá átthögum sínum, allslaus og eiumana. Þannig
yfirgaf hún Djúpafjörð. Hið fyrsta misseri í nýju vistinni leið
stórtíðiiidalaust. Sigríður lét skíra drenginn sinn, hann hét
Bragi Hansson. Á hæ skammt frá, þar sem Sigríður var vinnu-
kona, bjuggu fátæk hjón. Konan lagðist á sæng og ól fjórða
harn þeirra, en eftir barnsburðinn veiktist hún alvarlega. Hús-
hændur Sigríðar lánuðu liana til að annast um heimilið í veik-
inda forföllum konunnar, og hún var fús til að gera það. —
Sigríður reyndist börnunum svo góð, að þau máttu ekki af
lienni sjá, en konunni Jiyngdi stöðugt, og henni var sjálfri ljóst
að hverju dró. Hún bað Sigríði að koma að rúmi sínu, og Sig-
riður gerði það. Hin deyjandi móðir tók um hönd hennar og
hvíslaði lágt og biðjandi. — £g er að deyja, yfirgefðu ekki
9