Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Page 13
tvö ein í bílnum? — Já, og honum þykir fallegt hér. — Það er
ágætt, hann er vonandi starfi sínu vaxinn, og þá er allt fengið.
— Þú verður að bjóða honum bráðlega heim pabbi, hann er
öllum ókunnugur hér. — Ég ætla að sjá hvernig hann reynist
í starfinu fyrst, ég er aldrei mjög fljótur að kynnast. — En
mig langar til að bjóða honum heim, mér lýzt svo Ijómandi
vel á lækninn, pabbi. Hildur brosir glettnislega. En faðir henn-
ar er óvenjulega þurrlegur i viðmóti við hana.
— Við látum það heimboð bíða fyrst um sinn, segir hann.
Þau eru komin heim að húsi bæjarstjórans, og stíga út úr
bílnum. Bæjarstjórinn verður eftir úti, en Hildur gengur inn i
húsið með hina glæstu mynd unga læknisins greypta í vitund
sína. j
Bragi Hansson er tekinn við héraðslæknisembættinu í Djúpa-
firði. Hann unir hag sínum vel þrátt fyrir hið framandi um-
hverfi og vinnur brátt traust og vináttu sjúklinga sinna og
samstarfsfólks, enda er hann mjög vel fær í starfi sínu, og til
fyrirmyndar í allri framgöngu. Hinu eldra fólki í Djúpafirði
finnst mörgu hverju sem það kannist við lækninn, en enginn
rennir grun í hið rétta um uppruna hans og enginn gerist svo
djarfur að spyrja hann um slíka hluti. Hinn ungi, ókunni
læknir ræðir heldur ekki um sín einkamál við neinn, hið fórn-
andi liknarstarf er honum allt.
Heit júnísól baðar i gulli hinn bláa, lognkyrra fjörð. Þjóðhá-
tíðardagurinn seytjándi júní er runninn upp. Djúpfirðingar hafa
undirbúið útisamkomu í tilefni dagsins, þar eiga að fara fram
ræðuhöld, söngur og dans. Björn bæjarstjóri skipaði nefnd til
að sjá um undirbúning samkomunnar. Sjálfur ætlar hann að
flytja aðalræðu dagsins, en án þess að ráðfæra sig við hann
hafa umsjónarmenn samkomunnar gengið á fund unga læknis-
ins og fengið hann til að tala fyrir minni Jóns Sigurðssonar
forseta á afmælisdegi hans. Bæjarstjóranum er þetta tiltæki
nefndarinnar Ijóst orðið, hann lætur sér fátt um finnast, en því
atriði samkomunnar verður ekki breitt úr því sem orðið er.
Stór, fánum skreyttur samkomupallur, með liáum ræðustóli rís
móti hinni björtu vorsól, samkomugestir streyma inn á pallinn.
Formaður skemmtinefndar segir samkomuna setta, og því næst
stígur Björn bæjarstjóri í ræðustólinn. Hann er fyrirmannlegur
að vallarsýn, þar sem hann stendur ofar fjöldanum, og flytur
ræðu sína. Hinn mildi vorblær leikur í hæruskotnum lokkum
hans og lyftir þeim frá hvelfdu enni og hvössum brúnum, og
augun skjóta gneistum af eldlegum áhuga fyrir málefni dags-
ins. Hann flytur ræðu sína af mikilli mælsku og þrótti, aðal-
efni hennar er lýsing á frelsisbaráttu íslendinga og glæstum
sigri. Að lokum hvetur liann áheyrendur sina til þjóðhollustu og
baráttu fyrir enn víðtækari frelsi.
Hann hefur lokið máli sínu og stígur niður úr ræðustólnum.
Næsta atriði er söngur. En að honum loknum stígur Bragi
Ifansson læknir upp í ræðustólinn. Allra augu hvíla á hinum
unga, gjörvulega lækni. Hann stendur nú í sömu sporum og
Björn bæjarstjóri stóð fyrir stuttri stundu síðan og hefur mál
sitt. —
Háttvirtu samkomugestir! Á þessum bjarta vordegi erum við
hér saman komin til þess að minnast og fagna. Minnast þess
er landið okkar hlaut fullt frelsi og sjálfstæði eftir margra
alda áþján og kúgun, minnast hinnar sönnu þjóðarhetju Islands,
Jóns Sigurðssonar forseta, en þetta tvennt, frelsi íslands og
nafn Jóns Sigurðssonar forseta hlýtur alltaf að fara saman í
iNÝTT KVENNABLAÐ
okkar helgustu þjóðlífsminningum. Jón Sigurðsson var fæddur,
íslandi gefinn 17. júní 1811.
Það er ekki ætlun min með þessari stuttu ræðu að rekja ævi-
sögu hinnar miklu frelsishetju, Jiað hefur vafalaust oft verið
gert áður hér á þessum stað, en ég vildi benda ykkur, háttvirtu
áheyrendur, á hið glæsta aðalsmerki Jóns Sigurðssonar forseta,
scm allir íslendingar þurfa að tileinka sér í baráttu sinni fyrir
sannri þjóðarheill á hvaða vettvangi sem er, en það aðalsmerki
er drengskapur.... Um leið og læknirinn ber fram orðið dreng-
skapur Htur hann skarpt á Björn bæjarstjóra, og augu þeirra
mætast. Hið skarpa, einarðlega augnatillit læknisins snertir bæj-
arstjórann óþægilega. Honum finnst hann lækka í sæti sínu, og
siga saman fyrir valdi þess, og hann lítur undan. En læknir-
inn heldur máli sínu áfram.... Drengskapur var kjörorð og
aðalsmerki Jóns Sigurðssonar íorseta. Hve mikla blessun hann
hefur leitt yfir þjóð vora er engin vog né mælir til að vega,
þau verðmæti verða aldrei metin að fullu. Jón Sigurðsson for-
seti var maður, sem ekki hreykti sér, heflaður á yfirborðinu,
með drengskapinn aðeins að yfirskini, hann var sannur. Þess
vegna þurfti hann heldur aldrei að óttast að falin myrkraverk
gægðust fram í dagsljósið og sviptu burt falsaðri drengskap-
ardulu, en svo hlýtur að fara fyrr eða síðar fyrir öllum þeim,
sem bregðast skyldum sínum, svíkja málstað þess sanna og rétta,
hvort heldur er á opinberum vettvangi eða í einkalífi... . Björn
bæjarstjóri ræskir sig hátt, honum líður allt annað en vel undir
ræðu læknisins, og honum finnst henni helzt vera beint til
sin. Hann langar til þess að skipa lækninum að hætta, en hér
verður hann að gæta virðingar sinnar og sýnast rólegur. Augu
hans hvíla ósjálfrátt á ræðumanninum, og þar er sem hann
sjái sjálfan sig ungan i annað sinn. Honum getur ekki dulizt
það, vöxturinn sá sami, háraliturinn eins og andlitsfallið steypt
í sama mót, en læknirinn er ennþá fríðari maður.
Gömul óvelkomin atvik þrengja sér fram i vitund bæjarstjór-
ans. Getur það átt sér stað? Hnefar hans kreppast ósjálfrátt,
þar sem þeir hvila í skauti hans. Nei, svo meinleg geta örlögin
ekki verið. Ilann heyrir sem í leiðslu lokaorðin af ræðu læknis-
ins.... Jón Sigurðsson forseti var fæddur að vori, hann var
sannur vorboði frelsis og manndáða, hann lifði og starfaði undir
merki hins gróandi vors, þess vegna varð hann frelsishetja
og óskasonur íslands. Og að lokum er það ósk mín, að allir
íslendingar á öllum tímum mættu fylkja sér í orði og athöfn
undir hið glæsta aðalsmerki Jóns Sigurðssonar forseta, dreng-
skapinn, þá verður ísland frjálst um aldir.... Læknirinn hefur
lokið máli sínu og stígur niður úr ræðustólnum. Dynjandi lófa-
klapp samkomugesta kveður við. Hinn ungi læknir hefur vaxið
að manngildi í augum Djúpfirðinga meðan hann stóð í ræðu-
stólnum og flutti mál sitt, en jafnframt hefur hann orðið
þeim sumum hverjum enn meiri ráðgáta en áður....
Hinn bjarti, þjóðhelgi júnídagur er hniginn að vestrinu og varp-
ar gullnum töfrabjarma yfir hinn fánumskreytta samkomupall
Djúpfirðinga. Dans er hafinn. Bragi Hansson læknir stendur
við pallinn og fylgist af athygli með þeim þætti gleðinnar,
sem þar fer fram, enn hefur hann sjálfur ekki tekið þátt í
dansinum. En skyndilega er hann ávarpaður. — Komið þér
sælir Bragi læknir. Hann lítur snöggt við. Hildur Björnsdóttir
stendur brosandi við hlið hans. — Komið þér sælar, Hildur.
Hann hneigir sig kurteislega. Hún horfir brosandi á hann. —
Hvernig hafið þér skemmt yður í dag, Bragi læknir? — Þakka
yður fyrir, alveg ágætlega. Það er gott að heyra, hér hefur
líka verið heilmikið líf og fjör. Dansið þér ekki? — Jú, ekki
neita ég því, má ég biðja yður um dans? — Já, sannarlega.
11