Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Síða 3

Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Síða 3
NÝTT KVENNABLAD 19. árgangur. 6. tbl. október 1958. l»Óltl \\ BlfiinBIISnÓTTIB F. 4. des. 1862 — D. 3. ág. 1958 Þórdís Þórunn Richarðsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, var fædd að Arnargerði í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar voru Richarður Þórólfsson og Guð- rún Guðinundsdóttir. Var faðir hennar smiður, cn móðir ljósmóðir. Þau voru bæði af góðum ættum. Faðir hennar kominn af Richard Lang, sem flutzt hafði til Austfjarða frá Skotlandi, líklega seint á 18. öld, eða snemma á 19. öld. Ná- skyld var Þórunn þeim kunnu Aust- firðingum, Ríkarði Jónssyni mynd- höggvara og Richard Bech prófessor. Þá var sýslumaður í Múlasýslu, Jónas Thorsteinsen, en kona hans var Þórdís dóttir Páls Melsted aml- manns, en systir Páls Melsted sagn- fræðings og þeirra mörgu systkina. Vinálta góð mun liafa verið milli Ijósmóðurinnar og sýslumannsfrúar- innar, og hlaut liin unga mær nafn sýslumannsfrúarinnar. Þau sýslu- mannshjónin voru foreldrar Elínar Stephensen landshöfðingjafrúar, og síra Jóns, prests á Þingvöllum. Tveggja ára fluttist Þórunn með loreldrum sínum upp á Fljótsdals- hérað og ólst þar upp til 18 ára aldurs, þá fékk hún illkynjað mein í annað hnéð, sem ekki fékkst bót á þar eystra. Fór þá mikið orð af lækningum Scherbecks, sem hafði þá fyrir skömmu tekið við landlæknisem- bættinu. Varð það að ráði, að nokkrir vinir skutu saman farareyri handa ungu stúlkunni, og hún var send til Reykjavíkur til lækninga. Þetta var á áliðnu sumri 1883. Lá Þórunn nokkrar vikur á sjiítala undir umsjá Scherbecks, en fékk lítinn bata. Þá hauð Þór- NÝTT KVENNABLAÐ dís Thorsteinsen henni til sín, en eins og áður er getið bar Þórdís Þórunn nafn hennar. Nú var svo mál með vexti, að sýslumannsfrúin vildi ekki að látið væri heita nafni sínu og kom því til leiðar að hætt var að nefna þennan unga skjólstæðing hennar Þórdísi, en tekið upp seinna nafnið, og var hún ávallt eftir það nefnd hér sunnan- lands Þórunn. Þórdísi munu þó vinir hennar í Skotlandi hafa nefnt hana árin, sem hún dvaldi þar. — Haustið 1887 fór Þórunn til Skot- lands til lækninga á Royal Infirmary fríspílala í Edinborg. Þar var hún í 14 mánuði undir lækna höndum og fékk þar loks fullan bala á hinu þráláta meini sínu. I Skotlandi dvaldi Þórunn hátt á íjórða ár. Vann hún þar fyrir sér með sauma- skap o.fl. Einnig ferðaðist hún víða um Bretland, sem herbergisþerna hefðarkvenna. Á þessum árum varð hún mjög vel að sér í enskri tungu, hafði liún lesið hana af kappi með- an hún var á spítalanum og fékk nú jafnframt tækifæri til að kynnast mællu máli frá ýmsum hliðum. Gáf- urnar voru skarpar og fjölhæfar. Kynntist hún nú mörgum gáfuðum og hámenntuðum mönnum, konum og körlum. Eignaðist hún meðal þeirra ágæta vini, sem lvéldu við hana tryggð, jafnvel skrifuðust á við hana með- an æfin entist. Bréf hennar voru óvenju skemmtileg og væri ekki fjarri sanni, að eitthvað kynni að leynast af þeim í fórum vina hennar. Var henni jafn auðvelt að rita á enska tungu og Norðurlandamálunum sem sitt móðurmál, þótt ekkert af þessum málum 'hefði hún Þórunn Richarðsdóttir. í

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.