Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Qupperneq 7

Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Qupperneq 7
UM DAGINN OG VEGINN Framh. af 2. kápusíðu. hafa' „í sig og á“, eins og komizt var að orði, þótt stritað væri í 16—18 kl.st. á sólarhring. Sumt kaup- staðarfólk virðist ekki skilja hið forna máltæki: „Mörg er búmannsraunin.“ I slæmu árferði ,þegar bú- peningur drepst, grasleysi og óþurrkar bætast þar við og það, að velþerikjandi sveitafólk getur ekki um- gengizt og meðhöndlað dýrin eins og dauða hluti. — Þjáningar málleysingjanna valda góðu fólki sárrar sorg- ar. Fóðurskortur, sem því miður var of líður í harðinda- vorum áður, gekk mörgum lil lijarta. „Nú fáið þið jórturtuggu, elsku hjartans vinurnar mínar“. Þessi orð leggur Guðmundur á Sandi einum sögumanna sinna í munn, þegar fjármaðurinn hefur náð í hey til að setja á garðann. Sannarlega er sam- búðin við dýrin mannbætandi, ef rétt er á haldið. Þá kem ég að vandamáli, sem ég lengi hef haft áhuga fyrir að ræða um, en það er öryggisleysi hinn- ar fæðandi konu fyrir og eftir barnsburðinn. Þó að deyfingar við barnsburð og önnur hjálparmeðöl séu dásamleg, þá er heilsu konunnar hætta búin, ef hún fáum dögum eftir fæðinguna á máski að fara að ann- ast stóran barnahóp hjálparlaust. í grein, sem ég las í dagblaði fyrir nokkru síðan, er skýrt frá því — sem ég raunar var búin að reyna sjálf — að návist barnsföður við fæðingu hjá konu sinni, verkaði sem ómelanlegt hjálparmeðal til þess að létta henni fæðinguna. Þess vegna hefur mér hugkvæmzt, að í sambandi við fæðingardeildina væri byggt hús, nokkurs konar upptökuheimili, þar sem feður gætu búið um tíma, (tækju til þess sitt sumar- eða ársfrí), og gegnt þrenns konar hlutverki. lenzka hispursleysis, sem mér er lagið. Ef ég hef gleymt mér í dansgleði minni og dansað með meira fjöri en dönsku stúlkurnar, hef ég heyrt þær pískra saman í hornunum eins og þær vildu segja: „Jæja, hún er þá svona!“ Og hvað tekur svo við? í sumar ætla ég til Græn- lands. Ég kem aftur til Danmerkur, en veit ekki hvað ég geri þá. Ef til vill mennta ég mig meira. Ég mundi gjarnan vilja ferðast um allt Grænland og mynda ýmis- legt, sem er að hverfa. Margt getur skeð. Ég er ákveðin að láta tækifærin ekki ganga mér úr greipum. Mér liggur ekkert á að komast í hjónabandið. Ég finn mann einhvern tíma. .. . eða hann finnur mig. Sigurlaug Björnsdóttir þýddi. Ég hef hugsað mér það J)annig: Giftir harnsfeður dvelji þar ásamt barnshafandi konum sínum, með yngstu hörnin ef þarf, og sinni um þau, séu síðan viðstaddir fæðingu hjá konunni í fyrrgreindum til- gangi, og annist hana síðan og aðstoði eftir þörfum, er hún aftur flyzt á upptökuheimilið, þar sem hún dvelur á ný meðan hún safnar kröftum. Hinir ábyrgðarlausu barnsfeður, sem víkja sér und- an þeirri skyldu að sjá um lífsuppeldi barna sinna eiga að annast alla vinnu við húsbyggingu þessa. Virðist mér úrbætur á þessu sviði og öðrum standa þjóð vorri nær en ijíróttavellir, sem kosta marga tugi milljóna og flest annað íþróttasport, sem fé hinna skattpíndu þegna, sem að nytjastörfum vinna, er notað til, að ógleymdum atomgrautargerðarmönnum, sem kalla sig ljóðskáld og klessumálurum og öðrum ónytj- ungum, sem fá laun frá barlómsbúri þjóðarinnar. — Nýlega hefur verið opnað hæli fyrir drykkjusjúkar konur, og verður að telja það gleðifregn, fyrst svona illa var komið, en æskilegra hefði verið, að konur hefðu getað bjargað hinum bágstöddu körlum, í stað ])ess að elta þá út á þessa grállegu glötunarbraut. íslenzka kona, sem lest Jæssar línur — en þær hef ég skrifað í þeim tilgangi að fá þig til að hugleiða þessi vandamál. — Vilt þú ekki stuðla að því, að synir þínir verði „karlmenni“, sem þora að starfa að hinum mest aðkallandi nytjastörfum á sjó og landi og að dætur þínar kunni að meta blessun hæfilegrar vinnu. — Já, innræta sonum þínum: í þraut til krafta þinna, átt þú með kæti að finna, hið stærsta tak, þarf sterkast bak og stórt er bezt að vinna. 1 stað vínnautnar og annarrar ómennsku á hinn glæsilegi æskuskari þessa lands að byggja upp og sækja fram í sólarlönd. Ég er sannfærð um, að ísland er bezta land á jörð og hefur möguleika til að verða öðrum þjóðum fyrirmynd, ef konurnar eru samtaka, virkir þátttakendur í því göfuga verki og reyna að fá skólana í lið með sér. Vinna á móti hinum skaðlegu niðurrifsöflum stjórnmálaflokkanna. í stað flokksblindu komi heilbrigð sannleikssýn. Það gefi oss Guð. Nú, þegar ég nýt hinnar heilögu kyrrðar, sem í fjallabyggð getur ríkt, hverfur mér varla úr huga fal- leg, velgerð vísa — man ekki hver er höfundur hennar — en vísan er þannig: Blómafríð er Barmahlíð bex-jum víða sprottin. Fræðir lýði fyrr og síð, fallega smíðar drottinn Þórsmörk i ágúst 1958, Lilja Björnsdóttir. NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.