Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Page 10

Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Page 10
Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir: Sultugerð «g geymsla graenmetis TTaustið er sá tími ársins, sem húsmæður eru í sem A A mestum önnum við að draga að mat til heimilisins, matbúa hann og ganga írá honum á ýmsan hátt í geymslu til vetrarforða: Það er suItugerS og saft, slát- urstörf og niðursuSa. En með breyttum aðstæðum breytast líka geymsluaðferðir. Nú er mun minna soðið niður af kjöti og grænmeti en áður var, en það þess í stað fryst. Frysting og 'Joá eink- um hraðfrysting er mjög örugg og góð geymsluaðferð á alls konar mat s.s. kjöt, innmat, slátur, fisk, græn- meti og ber. — Auðveldar það konum mikið að víðar er nú hægt, bæði til sjós og sveita, að fá leigð geymslu- hólf í frystihúsunum. En af því að þetla er tiltölulega ný geymsluaðferð eru þessi liólf ekki nýtt lil fulls. — Þau eru aðallega notuð til geymslu á kjöti og öðrum sláturafurðum, en ekki er síður gott að geyma þar grænmeti og alls konar berjategundir, sem geymist þar sem nýtt, meðhöndlað á réttan hált fyrir frystinguna. Þó nú sé hægt að fá keypt í stórum dunkum ýmiss konar sultu frá efnagerðunum, ættu konur ekki að láta freist- ast lil að nota hana eingöngu og hætta að nýla sjálfar hinar ýmsu berjategundir, sem hér vaxa eða liægt er að rækta í görðum, því það er langtum hollari fæða. — Það er c-vitamínið í grænmeli, berjum og ávöxtum, sem hefur svo mikla þýðingu fyrir okkur að fá. — Þess vegna verðum við að safna því saman og geyma, sem hægt er að fá eflir hið stutta sumar til vetrarforða. Það eru þó ekki einungis vitamín, sem gera neyzlu ávaxta og berja svo mikilvæga, heldur einnig lilirnir og hin fínu ilm- og bragðefni. — Þau verka örvandi á matarlystina, auka fjölbreytni og gleðja augað. Sultugerð. Þegar soðin er sulta eða annar malur, sem geyma á lengi, þarf að viðhafa ýtrasla hreinlæti til þess að sem beztur árangur náist. Ef þess er ekki vandlega gælt myglar sullan eða gerjast og eyðilegst. Byrjið æfinlega á að þvo öll áhöld, sem nota á við sultugerð- ina, vandlega úr heitu sódavatni og sjóða helzt. . . . Þvoið niðursuðuglös og krukkur úr vel heitu sóda- vatni og skolið þau úr miklu hreinu vatni. Hvolfið þeim á hreinan klút, en þurrkið þau aldrei að innan. Áður en glösin eru fyllt eru þau skoluð innan með 8 rotvarnarefni s.s. Bensosúru natroni (2 gr. soðin í 1 I. vatni) eða Betamon eða þau eru gerilsneydd með suðu. —- Fyllið sultukrukkurnar alveg, þá geymist sult- an betur, því meira Ioft, sem er undir pappírnum því betur þrífast myglu- og gersveppir í sultunni og c vitamínið eyðist fyrr. — Vætið pappírinn, sem látinn er yfir krukkurnar úr rotvarnarefni áður en hann er látinn yfir.— Sé heitri sultu hellt á niðursuðuglös er þeim lokað heitum, þá sogast hringirnir fastir, þegar krukkan kólnar og sultan geymist loftþétt. — Gott er að 'hella bræddu vaxi yfir krukkurnar, en þá verður sullan að vera orðin köld áður .Munið að vax er eld fimt, bræðið það því ætíð í vatnsbaði. Merkið krukk- urnar, hvað í þeim er og hvenær búið til. Rabarbarasulta með sveskjum. 1 kg. rabarbari — 200 gr. sveskjur — 1 kg. sykur. • Brytjið rabarbarann og látið hann liggja með sykr- inum til næsta dags. — Lálið sveskjurnar liggja í bleyti í vatni yfir nótt, komið upp á þeim suðunni og takið úr þeim steinana. Látið koma vel u])ji suðuna á sykrinum og rabar- baranum og hakkið það síðan í hakkavél ásamt sveskj- unum. Sjóðið sultuna í 10—20 mín. eða þar til hún er hæfilega þykk. (Hafið hitann vægan, svo að syk- urinn brúnist ekki í sultunni). í staðinn fyrir sveskjur má nota gráfíkjur. Sólberjasulta. 1 kg. sólber — 2 kg. sykur —11. vatn. Sjóðið berin í vatninu í luktum potti s.s. 10 mín., eða þar til berin eru meyr. Látið sykurinn út í og sjóðið áfram í 15 mínútur. Bldberjasulta í súpur og grauta. 1 kg. bláber — 150 gr. sykur — rotvarnarefni. Sjóðið berin í 5 mín, eða þar til þau eru sprungin. Blandið sykrinum í og látið suðuna koma vel upp. Hellið sultunni strax í heitar flöskur. Látið strax tappa í flöskurnar og lakkið yfir. Ribsberjahlaup. 1 kg. ribsber — 2—3 dl. vatn — 600—800 gr. syk- NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.