Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 12
ÍNGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR: BÖRN BÆJARSTJÓRANS FRAMHALDSSAGA Bæjarstjórinn hefur komið konu sinni til sjúkrahússins og varp ar öndinni léttar. Hann gengur inn á skrifstofu sína og læsir á eftir sér, einveran hentar honum l)ezt eftir síSastliðna athurði Hann hreyfir ekki aftur viS skjölum sínum né reikningum, en meinleg innri rödd krefur hann til nýrra reikningsskila við sína eigin samvizku, og hann stríðir við hana í einverunni. ... Tíminn líður. Meiðsli frú Láru hafast mjög vel við í liönd- um hins ágæta læknis, og ótrúlegur árangur næst á skömm- um tíma af starfi hans. Hildur heimsækir móður sína daglega og dvelur hjá henni eins lengi og reglur sjúkrahússins leyfa. En það er ekki eingöngu dótturumhyggja, sem knýr hana þang- að, heldur lika vaxandi þrá hennar eftir nánari kynnum við Braga lækni. Fundum þeirra ber daglega saman, og hann er mjög alúðlegur í framkomu við hana, en lengra nær það ekki. Hann veit meira um fortíðina en hún og heldur henni því í hæfilegri fjarlægð. líonum er það augljóst eftir framkomu Hildar, að auðvelt myndi verða fyrir hann að ná ástum henn- ar, og það væri mátuleg hefnd á föðurinn, að hann gerði það, en læknirinn er of drenglyndur til að koma þannig fram. Ekki á hún heldur neina sök á fornum yfirsjónum föður henn- ar, það væri því ranglæti að láta hana gjalda þeirra, hann á sjálfur að svara fyrir þær. Bæjarstjórinn kemur aldrei í heimsókn til konu sinnar, þrátt fyrir marg-ítrekaða beiðni Hildar. Hann lætur sér nægja þær fréttir, sem hún færir honum af sjúkrahúsinu, og honum þykir nóg um hinar tíðu ferðir hennar þangað. Hildi verður fram- koma föður síns stöðugt meiri ráðgáta, þar sem Bragi læknir á hlut að máli, og jafnframt þyngra áhyggjuefni, eftir því sem hugur hennar verður daglega fastar og fastar bundinn hjá hinum unga lækni. Frú Lára á aldrei nógu sterk lýsingarorð yfir mannkosti og snilli Braga læknis, þegar hún ræðir við dóttur sína, og samræður þeirra mæðgnanna snúast vanalega og pakkið því inn. Bezt er að nota sellófan — eða plastic- poka, sem lokað er loftþétt með volgu járni. Ef plast er straujað aftur má járnið aðeins vera ylvolgt og pappír er hafður milli járnsins og plastsins. Hafið pakkana ekki stærvi en svo, að þeir passi í eina máltíð. 7. Vefjið pakkana inn í hlífðarpappir og merkið. H. Komið grænmetinu strax í frysti. Nauðsynlegt er að grænmetið gegnfrjósi sem fyrst, þess vegna má ekki stafla pökkunum hverjum við hliðina á öðrum og ofan á hvern annan, heldur ef hægt er að hafa autt á milli þeirra og bezt ef hægt er að fá þá hraðfrysta á pönnum áður en þeim er staflað saman í hólfið. Suðutími grœnmetis íyrir frystingu. Blómkál heilt 4—6 mín. — Blómkál í hríslum 1—2 mín. — Gulrætur í sneiðum 2 mín. — Spínat 1/þ—-i mín. — Iivítkál í blöðum 4—5 mín. Hvítkál í bitum 2-—4 mín. — Rauðkál í strimlum 2—3 mín. Látið grænmetið ávallt frosið í pollinn. eingöngu um hann, það er þeim báðum kært umræðuefni. Hild- ur veit, að móðir hennar verður fús til að gera honum heim- boð, þegar hún er Jaus af sjúkrahúsinu, og jafnvel getur hún haft einhver áhrif á föður hennar í því efni, þó að Hildur hafi aldrei getað séð, að þau ættu samleið á neinn hátt. En þetta stóra áhugamál hennar tengir þær mæðgurnar nýjum böndum. Bragi læknir beitir til hins ítrasta kunnáttu sinni og kröftum til að bæta heilsu frú Láru. En hún er meira en líkamlegur sjúklingur, hún er engu að síður andlega niður- brotin kona, sem þarfnast einlægrar vináttu og skilnings. Hún hefur sagt honum í trúnaði frá kjörum sínum, og hann finnur að hún ber fyllsta traust til hans. llann ætlar heldur ekki að bregðast trausti hennar. Hann hugsar með þungri gremju um framkomu eiginmannsins gagnvart henni, og nú fagnar hann því, að slíkt varð ekki hlutskipti móður hans. En þeirra reikn- ingar skulu gerðir upp síðar. Heilsa frú Láru er orðin það góð, að læknirinn telur sig ekki mega festa rúm hennar lengur, þar sem eftirspurn nýrra sjúklinga um sjúkravist er margfalt meiri en hann getur uppfyllt. Hann ákveður því að gefa frúnni heimfararleyfi.... Heit morgunsól sendir bjarta geisla og lýsir upp vistarverur sjúkrahússins. Bragi læknir gengur inn í stofuna, þar sem frú Lára hefur aðsetur. Frúin er klædd og situr í stól. Hann hneigir sig fyrir henni og býður brosandi góðan dag. — Góð- an daginn, Bragi læknir. Ilinn dapurlegi svipur frúarinnar ljómar af gleði við komu hans. Læknirinn gengur til frú Láru og tekur sér sæti á stól hjá henni. Honum er það vanalega fagnaðarefni, þegar hann getur veitt sjúklingum sínum heim- fararleyfi, en að þessu sinni hikar hann við að bera það fram. Um stund ríkir algjör þögn, en svo unir hann því ekki lengur og segir hressilega. — Jæja, hvernig er heilsan í dag, frú mín? — Þakka yð'ur fyrir, hún er bara góö. — Það gleður mig. N*ú er ég kominn til að veita yður það, sem vafalaust allir sjúkl- ingar þrá, heimfararleyfi af sjúkrahúsinu. Glcðiljóminn hverfur skyndilega úr svip frú Láru. — Jæja, segir hún dapurlega. Læknirinn lítur á frúna og mætir augum hennar, en í þeim les hann að fullu þau áhrif, sem hann kveið fyrir, að orð sín mundu valda. — Eg vonaði, að það myndi gleðja yður að losna héðan segir liann þýðlega. Augu hennar fyllast tárum, og hún segir titrandi röddu. — í yðar umsjá hef ég fundið það öryggi, sem ég hef þráð árum saman, en nú er kannske einhver annar, sem þarfnast þess sama. Fyrirgefið þér veik- lyndi mitt, Bragi læknir. Hún réttir fram höndina, hann tek- ur hlýtt í hönd hennar. — Það er ekkert að fyrirgefa góða frú. En hingað berast margfalt fleiri beiðnir um sjúkrahús- vist, en hægt er að uppfylla, þess vegna megum við ekki festa rúm að óþörfu. — Það skil ég vel, og ekki óska ég eftir að vera öðrum til meins. Ég á engin orð yfir þakklæti mitt til yðar, og ég vonast til að eiga vináttu yðar í framtíðinni, Bragi læknir. — Já, frú Lára, geti vinátta mín orðið yður einhvers virði á komandi dögum skal hún ekki bregðast. Þau þrýsta innilega hönd hvors annars. Hildur er komin á sjúkrahúsið til að verða móður sinni sam- ferða heim, en hún er allt annað en glöð yfir brottför hennar þaðan. Hún færir það í tal við móður sína að bjóða Braga lækni að koma í heiinsókn hið bráðasta, og frúin játar því fúslega. Henni kemur engin andstaða frá hendi manns síns til hugar. Ilonum hlýtur að verða það sönn ánægja að kynnast hinum gáfaða og góða lækni, sem svo fljótt og snilldarlega hefur grætt meiðsli hennar. Hún hefur að vísu aldrei boðið neinum gestum á heimili þeirra hjóna, en hún vonast til að hafa þau 10 NfTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.