Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 6

Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 H-SPENNA góð raftæki á lægra verði í sumarbústaðinn og ferðalagið GERÐU FRÁBÆR KAUP Í HÚSASMIÐJUNNI SKÚTUVOGI,GRAFARHOLTI, REYKJANESBÆ, SELFOSSI, BORGARNESI, AKUREYRI. Ísland Bretland Jersey Guernsey Alderney Frakkland Íslenska fjármála- eftirlitið (FME) KAUPTHING SINGER & FRIEDLANDER (KSFIOM) KAUPTHING SINGER & FRIEDLANDER (KSF) Breska fjármála- eftirlitið (FSE) Fjármála- eftirlitið á Mön (FSC) Írland Mön Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is I nnistæðutryggingar eru á allra vörum enda eitt stærsta hags- munamál þjóðarinnar tengt út- komu viðræðna um innistæðutrygg- ingar vegna Icesave- reikninganna. Margar mis- munandi skoðanir hafa komið fram og því verið haldið á lofti að Íslend- ingum beri að greiða skuld- irnar þar sem íslenskir bankar hafi stofnað til þeirra eða að Íslendingum beri ekki að greiða skuldirnar þar sem þær hafi verið einka- skuldir óreiðumanna. Ekki síður hefur siðferðilegum rökum verið haldið fram, að Íslendingar verði að borga, vilji þeir vera með í samfélagi þjóðanna og að orðið hafi að bjarga innistæðutryggingakerfi Evrópu, þó sá kross sé þungur að bera. Það eru ekki margir sem hafa spurt sig að því af hverju Íslendingar þurfa að bera þann kross til að bjarga kerfi annarra, en þó hafa komið fram and- mæli þar sem lagaleg sjónarmið eru höfð frammi – að Íslendingum beri alls ekki skylda til að borga tjón sem hlýst af gölluðu innistæðutryggingakerfi. Eftir bankahrunið eru sífellt að koma fram fleiri upplýsingar sem benda til þess að Íslend- ingar hafi í það minnsta verið beittir óréttlæti í samningaviðræðum. Hvað þetta varðar hefur því verið haldið fram að Bretar hafi mismunað inni- stæðueigendum á Mön, á sama hátt og Íslend- ingar mismunuðu innistæðueigendum í íslensku bönkunum með neyðarlögunum. Sitt sýnist hverjum Rætt er um að Íslendingar geti með fullum rétti eingöngu ábyrgst innistæður á Íslandi. Minna hefur hinsvegar farið fyrir umræðu um það að Bretar hafi beitt svipuðum brögðum og Íslendingar. Hér er átt við meðferð breskra yf- irvalda á eigin þegnum á eyjunni Mön í Írska hafinu, en bresk yfirvöld fluttu allar innistæður í Kaupthing Singer & Friedlander (KSF) yfir til stórbankans ING við bankahrunið á Íslandi en létu slíkt vera hvað varðar starfsemi Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM), sem einnig er breskur banki. Þetta leiddi til þess að Kaupþing á Íslandi varð á sömu stundu tæknilega gjaldþrota. Breska fjármálaeftirlitið, FSA, hafði eftirlit með útibúum KSF og þar kemur Mön inn í myndina þar sem aðgerðir Breta gagnvart KSF höfðu bein áhrif á hagsmuni innistæðueigenda KSFIOM. Bresk yfirvöld björguðu nefnilega innistæðum KSF í Bretlandi, en ekki á Mön (KSFIOM). En hver skyldi ástæðan vera fyrir þessu? Sambærilegt og leyfilegt? Málið allt virðist umlukið mikilli óvissu. KSF í London var dótturfélag Kaupþings og því undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins, FSA, en ekki hins íslenska FME. Ian Pearson, þingmaður Verkamannaflokksins og ritari efnahagsmála breska fjármálaráðuneytisins, hefur haldið því réttilega fram að það sé á ábyrgð stjórnvalda á Mön, að bæta fyrir innistæður sem kunna að hafa tapast við hrun KSFIOM þar sem bankinn var undir eftirliti FSC. Hinsvegar heldur Ian Pearson því ranglega fram að bresk yfirvöld geti Þrýstingur án innistæðu? aðstoðað yfirvöld á Mön við að sækja rétt sinn á Íslandi – því Ísland hefur ekkert með málið að gera vegna eftirlits FSA á KSF annarsvegar og FSC á KSFIOM hinsvegar. Misskilningurinn er að FSA hafði ekki umsjón með KSFIOM, heldur var það FSC. Bretar hafa hinsvegar gerst sekir um að bjarga innistæðum annarra banka á for- ræði FSC. Takmörkuð réttindi þegna Mörgum þykir þetta skjóta skökku við; meðal annars vegna þess að túlka má þetta sem mis- munun innistæðueigenda, svipaða þeirri sem fram- kvæmd var á Íslandi með neyðarlögunum í október. Með öðrum orð- um þá séu Bretar að tryggja innistæður í Stóra-Bretlandi fyrst og fremst en ekki í af- landseyjunum eins og Mön, Guernsey og Jers- ey, sem sé sambærilegt við neyðarlögin sem tryggja að- eins innistæður á Íslandi að fullu. Ársæll Valfells ritaði grein í Forbes um hvernig Bretar hafa valið að mismuna sínum eigin þegnum. Íbúar á Mön eru breskir ríkisborgarar, enda er talað um eyjarnar í Írska hafinu og á Erm- arsundi sem „Crown Dependencies“ sem þýðir að eyjarnar eru eign bresku krúnunnar. „Ef Bretum bar ekki að greiða út inni- stæður í KSFIOM,“ segir Ársæll „vegna þess að eftirlitið var á höndum FSC, þá hefðu menn átt að spyrja, af hverju björg- uðu Bretar innistæðum í Northern Rock og Bradford & Bingley á Mön? Bretar hafa svarað að innistæðum í KSFIOM hafi ekki verið bjargað þar sem þeir fengu ekki fjármagnstekjuskattinn af innistæðunum. Niðurstaðan er að breskur banki á Mön, með hlutafé í eigu Íslendinga, fær aðra meðferð en aðrir breskir bankar á Mön. Útskýring Breta stenst ekki, því fjár- magnstekjuskatturinn stöðvaði Breta ekki í að bjarga hinum bresku bönkunum. Breskir og mönskir innistæðueigendur á KSFIOM hafa skotið þessu máli til drottningarinnar. Stofnanirnar fylgja bresku laga-, reglugerða- og eftirlitsumhverfi og það er ekki hægt að hringla með meðhöndlun á þeim bara vegna þess að hlutabréfin eru í eigu Íslendinga. Björg- un hinna bankanna tveggja er fordæmisgefandi og Kaupþing hefði átt að nýta sér þetta í mál- sókn.“ Það má því segja að aðgerðir Breta sjálfra sýni að mismunun innistæðueigenda átti sér stað hjá þeim sjálfum, sem geri rök um að ekki megi gera slíkt hið sama með íslensku neyðarlögunum fremur máttlaus. Aðför Breta að KSF í London vegna þess að hann var í eigu útlendinga olli miklum titringi og m.a. nokkrum fjármagnsflótta frá fjármála- hverfi London þegar þetta kom í ljós.  Bretar eru taldir hafa mismunað innistæðueigendum á eyjunni Mön þegar Kaupthing Singer & Friedlander féll  Mismununin er þó annarskonar en margir gætu haldið Í samtali við Guðna Th. Jóhann- esson, höfund bókarinnar Hrunið, kom fram að Bretar hefðu neitað að ábyrgjast innistæður KSFIOM þrátt fyrir að hafa ábyrgst innistæður breska bankans KSF. Hins vegar sé misskilningur að sú mismunun hafi snúið að ábyrgð Breta á innistæðum í KSFIOM því sá banki hafi verið undir eftirliti fjármálaeftirlits Man- ar, FSC, og því ekki á forræði Breta. „Ég vitna á blaðsíðu 247 í grein eftir Ársæl Valfells um að Bretar hafi neitað að ábyrjast inneignir vegna þess að þeir hafi ekki fengið fjármagnstekjuskatt af innistæð- unum. Við þetta má bæta að Mön, Guernsey og Jersey eru ekki hluti af Bretlandi, heldur hluti af breska konungsveldinu. Þetta eru skatta- paradísir og ef innistæðueigendur á Mön hefðu lesið smáa letrið í samn- ingum sínum hefðu þeir vitað að þeir væru ekki tryggðir með breska innistæðutrygg- ingakerfinu,“ segir Guðni. „Það risu deil- ur um það líka hvort fé hefði verið fært frá KSFIOM yfir í KSF þegar sá síðarnefndi var að hrynja en þessu hafi Bret- ar staðið fyrir og afleiðingin af því er sú að minna er til skiptanna í þrotabúinu fyrir innistæðueigendur á Mön. Grunnatriðið til að muna í þessu er að Ermarsundseyjarnar og Mön eru ekki stjórnskipunarlega hluti af Stóra-Bretlandi og lúta því öðrum reglum. Þar er sérstakt fjár- málaeftirlit t.d. og menn freistast til þess að geyma innistæður sínar á þessum eyjum sem eru skatta- paradísir.“ Það má því vera ljóst að þótt innistæðueigendur KSFIOM hafi margir hverjir talið sig vera að skipta við breskan banka með sama nafni (KSF) hafi þeim inni- stæðueigendum sem athugað hafi málin átt að vera ljóst að eftirlit með bankanum var ekki á hendi breska fjármálaeftirlitsins, FSA. Bretar voru því í fullum rétti til að neita að ábyrgjast innistæður KSFIOM á Mön hvað þetta varðar þótt vissulega sé röksemdafærsla þeirra með að það sé vegna þess að Bretar hafi ekki notið fjármagns- tekjuskatts af inneignunum athygl- isverð fyrir Íslendinga eins og Ár- sæll Valfells kemur inn á. Til að gera málið enn flóknara tryggðu þó Bretar innistæður í bönkunum Northern Rock og Bradford og Bingley sem líka höfðu útibú á Mön – og þannig var innistæðueigend- um klárlega mismunað. Mismunun og misskilningur Guðni Th. Jóhannesson Bresk yfirvöld eru sökuð um aðstuðla að góðu lánshæfismati KSF þrátt fyrir að hafa svo skömmu síðar þvingað bankann í gjaldþrot. Þá er það einnig ljóst að margir inni- stæðueigendur KSFIOM töldu sig örugga í viðskiptum við gamlan breskan banka (KSF). Þá voru 550 milljón pund flutt frá KSFIOM yfir til KSF vegna beiðni sem barst frá FSA til FSC en forstjóri FSC á Mön, John Aspden, segir að sá flutningur hafi farið fram í góðri trú, en valdi nú skaða þar sem minna sé til skipt- anna fyrir innistæðueigendur á Mön. Íbúar á Mön eru breskir þegnar oghafa bresk vegabréf. Það, og sú staðreynd að bresk yfirvöld hlupu undir bagga með Northern Rock þegar sá banki var ríkisvæddur í febrúar 2008 og einnig með Brad- ford & Bingley, hefur hleypt illu blóði í innistæðueigendur á Mön sem saka bresk yfirvöld um mis- munun. Mismununin felst í að inni- stæðueigendum í Northern Rock og Bradford & Bingley var forðað frá því að tapa sínum innistæðum á Mön með yfirfærslu inneigna, á meðan innistæðueigendur Kaup- thing Singer & Friedlander voru skildir eftir í lausu lofti. Aðgerðir breskra yfirvalda í þáguNorthern Rock og Bradford & Bingley þjóna breskum hagsmunum því bresk yfirvöld bregðast við til að forða bresku móðurfélagi frá áhlaupi á dótturfélög, og þar af leið- andi á móðurfélag, á meðan slíkt var látið liggja á milli hluta í tilfelli KSF þar sem móðurfélagið var íslenskt segja sumir. Áhlaup var þegar hafið á KSF áður en FSA tók bankann yfir. Molar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.