Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 8

Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is G eimferðir vekja ekki jafn mikla athygli og í upphafi geimaldar; kapphlaupið milli risaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, ýtti þá mjög undir áhugann enda kalda stríðið á fullu. Síðan 1972 hafa menn auk þess látið duga að hringsóla í nokkur hundruð km hæð yfir jörðu en ekki siglt nokk- ur hundruð þúsund km leið um tómið til mánans eins og fyrst var gert 1969. En margir álíta nú að aðeins hafi verið um að ræða hlé, geimferðir muni aftur heltaka okkur öll: Mars verði næstur á dagskrá. Og heimspólitíkin er aftur farin að setja mark sitt á geiminn. Kínverjar eru orðnir þriðja geimferðaþjóðin og þeir ætla sér stóran hlut. Háþróuð geimferðatækni getur skipt sköpum fyrir stórveldin í framtíðinni, ekki síst ef hann verður vettvangur fyrir vopnuð átök. Er ótvírætt gagn að mönnuðum geimferðum, eru þær bara pólitískt áróðursbragð? Flest sem menn hafa afrekað með þessari aðferð hefði mátt gera með ómönnuðum geimför- um sem kosta minna fé og engin mannslíf. Vísindalegi og tæknilegi hagnaðurinn er takmarkaður, segja margir. En fáir Bandaríkjamenn taka samt í alvöru undir með þeim sem segja að óþarfi hafi verið að fara til tunglsins. Stoltið er mikið yfir því að hafa verið fyrstir til að láta gaml- an draum jarðarbúa rætast. Bandaríkjamenn eru langfremstir í geimrannsóknum en margar þjóðir sækja nú fram á þessu sviði. Al- þjóðlega geimstöðin, ISS, er umsvifamesta alþjóðlega verkefni sem nokkru sinni hefur verið ráðist í á sviði geimrannsókna. Þar eru gerð- ar rannsóknir á þyngdarafli, hita og þrýstingi með aðferðum sem ekki er hægt að beita á jörðu niðri, gerðar tilraunir með ný efnasambönd í iðn- aði og á sviði fjarskiptatækni, einnig læknisfræðirannsóknir. Alls eiga 14 ríki aðild að verkefninu auk Banda- ríkjanna og Rússlands. Geimferðir kosta mikið fé Ferð Armstrongs, Aldrins og Coll- ins árið 1969 var kostuð af ríkisvald- inu. En geimferðir eru dýrar fram- kvæmdir. Bent er á að ríkissjóður vestra verði svo skuldsettur eftir hjálparstarfið í kreppunni að gæta verði mikils aðhalds. Svo gæti farið að einkafyrirtæki (sem þegar eru farin að bjóða upp á geimferðir gegn greiðslu), kosti að einhverju eða öllu leyti fyrstu ferðina til Mars. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hyggst á næsta ári leggja geimferjunum og munu síðan líða fimm ár án þess að Bandaríkin ráði yfir geimfari sem flutt geti menn. Þangað til verða Bandaríkjamenn að fá far með rússneskum Sojuz- geimferjum til ISS sem einhvern tíma hefði þótt saga til næsta bæjar. En NASA hefur samið áætlun er nefnist Constellation og áætlað er að kosti um 100 milljarða dollara; liður í henni er að smíða ný geimför og eld- flaugar. Stofnunin gerir ráð fyrir að senda menn til Mars árið 2030 í fyrsta lagi. Áður verður komið á fót var- anlegri stöð á tunglinu árin 2020- 2025, m.a. til þess að hægt verði að þjálfa væntanlega Marsfara í að tak- ast á við óvenjulegar og erfiðar að- stæður. Finnist þar frosið vatn má nota það til drykkjar en einnig mætti vinna úr því súrefni og vetni til að framleiða bæði loft og eldsneyti á hreyfla geimfara er síðan færu til Mars. Ferð til tunglsins tekur aðeins fáeina daga en ætli menn til Mars tekur ferðin fram og aftur minnst sex mánuði. Tunglið óþarfa milliliður? En er þetta óþarfa fjallabaksleið, væri betra að fara strax að undirbúa ferð til Mars? Það telur Edwin Aldr- in, maðurinn sem varð annar í röð- inni til að stíga á tunglið árið 1969. Hann segir að áætlun NASA sé bruðl með peninga og tíma. Ætli menn að fara til tunglsins á undan Marsferðinni sé það aðeins „fegruð endurnýting á því sem við gerðum fyrir 40 árum“. Hann vill að stefnt verði að því að láta menn lenda á einu af tunglum Mars, Phobos, um 2025 og komið verði síðan upp var- anlegri stöð fyrir vísindamenn á Rauðu plánetunni. Numið verði land. Ýmsir taka undir með Aldrin og hvetja til þess að Marsferð verði þegar sett á dagskrána, menn ráði yfir nægilegri þekkingu til þess og ekki sé eftir neinu að bíða. Mars hef- ur þegar verið kannaður með gervi- hnöttum sem myndað hafa yfir- borðið og með tækjum eins og Mars Rover sem hafa lent, tekið myndir og greint sýnishorn úr jarðveginum. En ólíklegt er að menn gefi nokkurn tíma upp á bátinn hugmyndir um að senda menn á staðinn. Draumar verða ekki kveðnir niður með rökum. Vonin um ný, vísindaleg afrek og spennan sem fylgir því að kanna ókunna stigu reka menn áfram, hvort sem það er við rannsóknir á hafdjúpunum, frumunni eða geimn- um. Aftur út í geiminn  Ferð til Mars yrði rándýr en einkafyrirtæki gætu lagt hönd á plóginn við fjármögnun  Frá 2010 til 2015 munu Bandaríkin ekki ráða sjálf yfir tæki til mannaðra geimferða  MENN hafa lengi velt fyrir sér hvort líf sé á öðrum hnöttum, vél- menni, sem send hafa verið til Mars, hafa ekki fundið neitt. Hugs- anlegt er þó talið að þar hafi ein- hvern tíma þrifist frumstætt líf. En hvað á að gera ef þar finnst enn, þrátt fyrir allt, einhvers konar frumstætt líf eða jafnvel líf af öðru tagi en á jörðinni, með allt aðra gerð erfðaefnis en hjá okkur? Ætti þá að friða svæðið eins og Suð- urskautslandið til að vernda það fyrir ágangi? Útsendari Opportunity-vélmennið hefur kannað stórt svæði á Mars. En hvað nú ef …?  GAGNIÐ af geimrannsóknum hefur reynst mikið; gervihnettir sem þjóna fjarskiptum og veður- stofum eru gott dæmi. Nútímalíf er óhugsandi án aðstoðar gervihnatt- anna sem fyrst litu dagsins ljós 1957 þegar Rússar skutu Spútnik á loft. Framfarir í rafeindatækni hafa gert þessa þróun mögulega og valdið því að til eru farsímar með meiri tölvugetu en allt sem búnaður NASA réð yfir þegar menn fóru fyrst til tunglsins 1969. Ómissandi gervihnettir  VISTIN um borð í geimfari hefur að sögn skánað frá fyrstu tunglferðinni og búningurinn er sagður mun þægilegri. Sal- erni er í geim- ferjum Banda- ríkjamanna en engin sturta; fólk verður að þvo sér í áföngum. Loftið er síað til að fjarlægja allan óþef. Í Alþjóðlegu geimstöðinni er allt vatn endurnýtt. Dvölin í Marsfari verður minnst þrír mánuðir hvor leið og því ekki gott ef ósætti kem- ur upp. Örsmár og lokaður heimur MARTIN Rees, lávarður og forseti Konunglega vísindafélagsins í Bretlandi ritaði nýlega grein í Gu- ardian um geimferðir en hann er prófessor í eðlisfræði í Cam- bridge. Rees segir að framfarir í gerð vélmenna minnki stöðugt þörfina fyrir mannaðar geimferðir en samt verði þeim haldið áfram. Þjóðarstolt og forvitni mannsins muni sjá til þess. En markmiðin og stíllinn muni breytast. Í Kína geti ofursterkt ríkisvald líklega fjármagnað hættulega og rándýra áætlun á borð við Apollo sem kom manni til tunglsins. Viðbrögð almennings í Bandaríkjunum þegar geimferj- urnar fórust bendi til þess að skattgreiðendur þar sætti sig ekki við að lífi óbreyttra borgara sé stofnað í umtalsverða hættu í geimferðum á vegum ríkisins. Og lífshættan verði enn meiri í vænt- anlegum Marsferðum en tungl- ferðum. Viðurkenna verði op- inberlega að mannaðar geimferðir séu hættulegar. „Mannaðar geimferðir myndu verða mun ódýrari ef þær væru ekki kostaðar af ríkinu eða liður í fjölþjóðlegum áætlunum heldur kostaðar af einkaaðilum,“ segir Ress. Hann minnir á að auðugir menn með góða þekkingu á tækni- málum eins og Jeff Bezoz hjá Amazon og Elon Musk, stofnandi PayPal, fjármagni nú fyrirtæki sem séu að þróa nýjar gerðir eld- flauga. Geimför framtíðarinnar gætu orðið þakin auglýsingum eins og kappakstursbílar og fólk gæti sest að í geimstöðvum sem tengdar yrðu við smástirni eða halastjörnu. Þær gætu líka verið á tunglinu eða Mars. „Kannski verða „vélmennastríð“ í geimnum gróðavænlegt afþreyingarefni. Kannski munu landnemar úti í geimnum lifa (og jafnvel deyja) með augu áhorfenda um alla jörð- ina á sér – þetta yrði hápunktur allra raunveruleikaþátta.“ „Hápunktur allra raunveruleikaþátta“ Rannsóknastöð Alþjóðlega geimstöðin, ISS, sem verið er að smíða með þátttöku sextán ríkja. Okkur vantar kraftmikið og hresst fólk, 20 ára og eldra, sem hefur frumkvæði og metnað, er fljótt að læra og tilbúið í slaginn. Sveigjanlegur vinnutími (vaktavinna) og árangurs- drifin laun í boði. Við leitum að sölufólki í símasölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.