Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 12
12 Þjóðarbúið
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
Um það er deilt hvort Íslendingar
standi undir skuldbindingum
vegna Icesave-samningsins og
hvaða afleiðingar slíkar skuld-
bindingar hefðu á daglegt líf
landsmanna. Leitað var svara
hjá hagfræðingum við fimm
spurningum um Icesave.
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
HART er tekist á um Icesave-samninginn á Alþingi, jafnt
innan flokka sem á milli þeirra. Álitamálin sem eru til
skoðunar eru lagaleg og hagfræðileg. Auðvitað pólitísk.
Og það fer ekkert á milli mála að gríðarlegir hagsmunir
eru í húfi fyrir íslenskt þjóðarbú.
– En hversu miklir?
Hér verður rætt um greiðsluþol íslenska ríkisins – hvort
Íslendingar geti staðið undir þeim skuldbindingum sem
felast í samningnum. En ekki síður hvaða þýðingu slíkar
skuldbindingar hefðu fyrir lífskjörin í landinu.
Samkvæmt umsögn seðlabankans er gert ráð fyrir að
erlendar skuldir þjóðarbúsins verði 2.953 milljarðar króna
árið 2010 eða 200% af landsframleiðslu og að efnahagsleg
áföll þurfi til að Ísland ráði ekki við skuldbindingar sínar.
Eins og einn nefndarmanna í fjárlaganefnd orðar það:
„Það er nú bara svona að ég held að það megi ekki skeika
einum tannbursta, þá er allt komið upp í loft.“
Það hefur verið gagnrýnt að útreikningar á greiðsluþoli
íslenska ríkisins hafi ekki legið fyrir áður en skrifað var
undir samninginn. Seðlabankinn hafi ekki komið að málum
fyrr en eftir undirskriftina, fengið takmarkaðan tíma til að
vinna sitt álit og stjórnarandstaðan í framhaldi af því ósk-
að eftir óháðu áliti frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.
Það kom hinsvegar fram hjá Hagfræðistofnun að það
tæki að lágmarki tíu daga að vinna slíkt mat. Hér er leit-
ast við að varpa ljósi á þetta flókna úrlausnarefni með því
að leita til nokkurra hagfræðinga sem hafa haft Icesave til
skoðunar og óska eftir svörum í stuttu og hnitmiðuðu
máli.
Afleiðingarnar
1
Geta Íslendingar
staðið undir
skuldbindingum
vegna Icesave?
2
Ef við tökum á okkur
þessar skuldbindingar,
megum við þá við áföllum,
svo sem aflabresti?
3
Hver eru áhrifin
á lífskjör í landinu
– daglegt líf
landsmanna?
5
Hver eru áhrifin á þá
vinnu sem stendur
yfir um viðbrögð
við kreppunni?
SPURT UM ICESAVE-SAMNINGINN
Yrðu lífeyrissjóðirnir
þjóðnýttir?
4
Jón
Daníelsson,
prófessor
í hagfræði
við London
School of
Economics.
1 Það er alls óvíst. Það veltur á þvíhversu miklar heimtur verða á
eignasafni Landsbankans, hagvexti
á Íslandi næsta áratug og endan-
legum skilmálum samningsins. Ég
held að líklegasta niðurstaðan sé sú
að við getum það, en við getum
sannarlega ekki útilokað mögu-
leikann á því að við ráðum ekki við
það.
2 Íslenskt efnahagslíf verður mjögberskjaldað og jafnvel þótt allt
gangi vel, þá getur smááfall komið
af stað óheillavænlegri þróun. Af
þeim sökum er það nauðsynlegt að
setja skilyrði í samninginn, sem fel-
ur í sér, að ef forsendur, sem gefnar
eru í greinargerð Seðlabanka með
samningnum um hagvöxt og inn-
heimtu á eignum Landsbankans,
nást, þá verði allt lánið greitt. Ef
verr gengur greiðum við minna. Ef
allt fer á versta veg og hagvöxtur
verður að meðaltali enginn eða nei-
kvæður á samningstímanum yrði
allt lánið fyrirgefið.
3 Ég vona ekki. Ef til vill mun rík-isstjórn í framtíðinni komast í
þá stöðu að eina leiðin til að afstýra
þjóðargjaldþroti verði að þjóðnýta
lífeyrissjóðina. Það yrði sorgleg nið-
urstaða, ekki síst ef efnahags-
aðstæður verða svo slæmar, því þá
eru lífeyrissjóðirnir eina vörn fólks-
ins og þeim á ekki að fórna á altari
lánardrottnanna.
4 Ef vel fer mun almenn trú áefnahagslífið og framtíðina
aukast bæði hérlendis og erlendis.
Það leiðir til aukinna fjárfestinga,
hagvöxtur verður mikill, gengi krón-
unnar styrkist, og verðbólga verður
lítil.
Búist almenningur og markaðs-
aðilar við því að Ísland, sem er veru-
lega skuldsett fyrir, greiði töluverð-
ar upphæðir í framtíðinni í erlendum
gjaldeyri, þá er slæm lending, jafn-
vel brotlending, líklegri niðurstaða.
Þá munu almenningur og fyrirtæki
missa trúna á Íslandi, fjárfestingar
verða litlar og til lítils, en fjármagn
og fólk leita utan. Hagvöxtur verður
lítill, ef til vill neikvæður, gengið
lækkar, og verðbólga verður mikil.
Hættan við slæman samning um
Icesave er að það er kveikjan að síð-
arnefndu niðurstöðunni.
5 Óleystur ágreiningur um Ice-save getur truflað viðreisn efna-
hagslífsins. En ef samningurinn um
Icesave er það besta sem við eigum
von á frá stjórnvöldum, þá vakna
efasemdir í mínum huga um að hún
sé fær um að takast á við vandann.
Ef til vill er mesti skaðinn þegar
skeður, sem afhjúpar vangetuna í
glímunni við kreppuna.
Efnahagslífið berskjaldað
Snorri
Jakobsson,
hagfræðingur
hjá IFS,
ráðgjöf og
greiningu.
1 Samkvæmt okkar mati mun nú-virtur kostnaður vegna Icesave-
samningsins liggja á bilinu 100 til 300
milljarðar kr. miðað við 70 til 100%
endurheimtuhlutfall. Ljóst er því að
mikil óvissa er um endanlega upp-
hæð. Einnig er óvissa um framtíð-
artekjur ríkissjóðs; því meiri sem
hagvöxtur verður því léttara verður
að greiða skuldbindingarnar. Miðað
við að um 75% af eignum Landsbank-
ans endurheimtist má gróflega áætla
að tekju- og eignaskattar þurfi að
hækka um 15% til 20%. Það þýðir að
tekjuskattur þyrfti að fara úr um
37,2% upp í um 43 til 44%. Áður hefur
SÍ reiknað að virðisaukaskattur
þyrfti að hækka um rúmlega 12%.
Stóra spurningin er hins vegar hvað
kostar að skrifa ekki undir. Einungis
er hægt að reikna gróflega kostn-
aðinn við semja en mun erfiðara er að
meta hugsanlegan kostnað við að
hafna samningnum.
2Áföll líkt og aflabrestur hafa nei-kvæð áhrif á getu ríkisins til að
greiða af Icesave. Getan til að standa
við samninginn fer eftir tvennu; geta
til að auka tekjur ríkisins líkt og getið
var um í fyrri lið og hins vegar geta til
að afla afgangs af vöru- og þjónustu-
viðskiptum til þess að greiða vexti og
afborganir samningsins án þess að
það leiði til umtalsverðrar lækkunar
á gengi krónunnar.
Mánaðarlegar afborganir af Ice-
save munu nema á bilinu 1,1 til 3,4
milljarða á mánuði. Til að standa
undir núverandi skuldum og vaxta-
greiðslum til útlanda þarf afgangur
af vöru- og þjónustujöfnuði að vera
um sex milljarðar á mánuði sam-
kvæmt okkar mati. Ef við sam-
þykkjum Icesave þarf afgangur af
vöru- og þjónustujöfnuði að aukast til
jafns á við afborganir af Icesave eða
vera um 7 til 9,4 milljarðar. Mikill af-
gangur þarf að vera af vöruskiptum á
næstu árum ef gengi krónunnar á
ekki að veikjast. Þess má geta að SÍ
metur að afgangur verði af vöru-
skiptum öll árin 2009 til 2018, sem
væri nýmæli í íslenskri hagsögu.
Greiðslur af Icesave munu líklega
draga úr svigrúmi krónunnar til að
styrkjast og ytri áföll eru líkleg til að
setja þrýsting á gengi krónunnar til
veikingar.
3 Sú spurning liggur á borði stjórn-málamanna og höfum við ekki
nokkrar forsendur til að svara þeirri
spurningu.
4 Samanber framangreind svör við1. og 2. lið munu lífskjör versna.
Annaðhvort þarf ríkið að hækka
skatta eða draga úr útgjöldum, en
líklegast er þó að hvort tveggja verði
niðurstaðan.
5Nánast forsenda fyrir endurreisnhagkerfisins er að einhvers kon-
ar samningur náist um Icesave, hvort
sem það er núverandi samningur eða
einhver annar. Næsta greiðsla af
lánasamningi AGS við íslenska ríkið
og lánafyrirgreiðsla frá hinum Norð-
urlöndunum velta á því hvort samið
verði um greiðslur af Icesave. Af aug-
ljósum ástæðum myndi óvissan í
efnahagsmálum aukast verulega ef
samningurinn hlýtur ekki náð fyrir
augum alþingismanna. Slík óvissa
gæti sett aukinn þrýsting á gengi
krónunnar og skuldabréfamarkað til
skamms tíma. Fátt gott má þó segja
um Icesave-samninginn sem slíkan.
Óvissa um endanlega upphæð
Lækkun á vöxtum um 1% hef-
ur sömu áhrif og ef heimtur
aukast um 2%, samkvæmt
útreikningum IFS.
Kostnaður eykst eða dregst
saman um 15 milljarða við
1% hækkun eða lækkun
vaxta.
Áhætta vegna endurheimtu
eigna Landsbankans liggur
öll á Íslendingum.
Ljóst er að mesta áhættan
liggur í endurheimtu-
hlutfallinu en sú áhætta ligg-
ur öll á Íslendingum.
Áhugaverðir
punktar