Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 13

Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 13
af Icesave 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Daniel Gros, fram- kvæmda- stjóri Center for European Policy Studies í Brussel. 1Íslendingar eru mjög harð-ger manntegund. Þeir geta þraukað jafnvel þennan samning. En það dregur mjög mikið úr lífsgæðum.“ 2Ísland mun lifa á „jaðr-inum“ (en á annan hátt en fyrr) vegna þess að varanlegur aflabrestur eða samdráttur í álframleiðslu getur valdið því að þeir standa ekki undir skuldbindingum sínum.“ 3Það myndi ekki breytamiklu. Erlendar skuldir verða áfram erlendar skuldir og það er ekki stór munur á því hvort stjórnvöld greiða þær með sköttum eða úr líf- eyrissjóðum.“ 4Einfalt: Meiri erlendarskuldir = minni lífsgæði = færri frí erlendis, færri bílar og aðrar innfluttar neysluvör- ur.“ 5Endurreisnin mun líklegaganga hægar þar sem skattar verða mun hærri.“ DREGUR MJÖG MIKIÐ ÚR LÍFSGÆÐUM Gunnar Tómasson hagfræðingur starfaði hjá Alþjóða- gjaldeyris- sjóðnum 1966-1989. 1 Icesave-reikningarnir eru aðeinshluti af erlendum heildar- skuldum þjóðarbúsins og samsvar- andi greiðslubyrði á komandi tíð. Við hrun bankakerfisins sl. október voru allar spár um hugsanlega skulda- stöðu og skuldaþol Íslands óvissar. Viðmiðin fyrir lausn Icesave- deilunnar sem samið var um fyrir til- stilli Evrópusambandsins sl. nóv- ember byggðust m.a. á því mati ís- lenzkra stjórnvalda og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins að heildarskuldir þjóðarbúsins í árslok 2009 myndu vera um 160% af vergri landsfram- leiðslu. Framkvæmdastjórn AGS hafði þetta mat til hliðsjónar við um- fjöllun sína á lánabeiðni Íslands ásamt öðrum gögnum þar sem m.a. kom fram mat starfsmanna AGS að skuldsetning upp á 240% af vergri landsframleiðslu væru augljóslega óviðráðanleg (e. clearly uns- ustainable). Sjálfur tel ég hættu- mörkin liggja nær 200% þar sem hagvöxtur mun væntanlega vera í lágmarki næstu misserin. 2Óviðráðanlegar skuldbindingarógna farsælli útfærslu aðgerða- áætlunar stjórnvalda og AGS og ganga þvert á umsamin viðmið studd af Evrópusambandinu. Málefni Ís- lands verða rædd af framkvæmda- stjórn AGS á fundi í byrjun ágúst og ný spá um skuldsetningu þjóðarbús- ins mun liggja fyrir. Ég vænti þess að fulltrúi Íslands í stjórninni undir- striki að horfur um skuldsetningu og skuldaþol séu mun verri en talið var á fundi framkvæmdastjórnarinnar um málefni Íslands sl. nóvember. Það er gífurlega mikið í húfi fyrir AGS jafnt sem íslenzk stjórnvöld að vel takist til um útfærslu sameig- inlegrar aðgerðaáætlunar þeirra. Endurskoðun og aðlögun hennar að breyttum aðstæðum er lykilatriði í því sambandi. Allar málefnalegar forsendur eru til endurskoðunar á Icesave-samningum Íslands við Bretland og Holland á komandi tíð. 3Fjárhagslegur styrkur íslenzkulífeyrissjóðanna er mikill. Nú- verandi lífeyrissjóðskerfi okkar – svonefnt uppsöfnunarkerfi – er ætl- að að tryggja afkomuöryggi þjóð- félagsþegna við aðstæður gjörólíkar þeim sem nú endurspeglast í at- vinnu- og tekjumissi vinnufærra manna og kvenna og yfirvofandi greiðsluþroti fjölmargra launþega. Fyrirheit um lífeyrissjóðsgreiðslur eftir 70 ára aldur skiptir engu fyrir ungan fjölskylduföður eða einstæða móður sem geta ekki innleyst lífeyr- issjóðseign sína á aðsteðjandi ögur- stund. Róttæk kerfisbreyting á þessu sviði er erfið og viðkvæm, en eignahrun lífeyrissjóðanna vegna uppnáms á fjármálamörkuðum inn- anlands og utan síðustu tvö árin gef- ur tilefni til athugunar á hugs- anlegum kostum gegnumstreymiskerfis. Það fyrir- komulag hefur reynst öðrum þjóðum vel. Við slíka kerfisbreytingu – þjóð- nýtingu – myndu eignir núverandi lífeyrissjóðsfélaga breytast í fram- tíðarkröfur á ríkissjóð gegn framsali erlendra og innlendra eigna sjóð- anna. Þær mætti síðan nota til að fjármagna endurreisn hagkerfisins og styrkja gjaldeyrisforða þjóð- arinnar. 4Útrás íslenzkra fjármálamanna/stofnana, innstreymi gjaldeyris og óraunhæft krónugengi, innlend útlánaþensla og lánsfjármagnaðar framkvæmdir fyrirtækja og opin- berra aðila hófu almenn lífskjör í hæstu hæðir um langt árabil. Krepp- an er samheiti allra þessara þátta með öfugum formerkjum. Endur- reisn íslenzka hagkerfisins á traust- ari grunni er eina færa leiðin út úr kreppuástandinu. Þar er um tvennt að velja – leið samvinnu og samflots með vinaþjóðum Íslands í Evrópu og handan Atlantshafs, eða leið Bjarts í Sumarhúsum. Leið farsældar eða leið fátæktar. 5 Það er mikilvægt að Icesave-deilan verði til lykta leidd á grundvelli umsaminna viðmiða. Í þeim felst að Ísland viðurkennir að tilskipun ESB um innstæðutrygg- ingar gildi á Íslandi jafnframt því sem Bretar og Hollendingar skuld- binda sig til að taka tillit til „hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsyn þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt“. Sjálf endur- reisnin er þó skammt á veg komin og erfið viðfangsefni blasa við á kom- andi tíð. Vinnu við endurskipulagn- ingu bankakerfisins hefur miðað vel áfram en gjaldeyrishöft, hávaxtastig og verðtrygging útlána eru flókin vandamál sem bíða úrlausnar. Leið samvinnu eða Bjarts í Sumarhúsum Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. 1 Já, en það nær engri átt að ríkis-stjórnin og Alþingi skuli ekki hafa markað sér stöðu við hlið al- mennings andspænis þeim sem stofnuðu til skuldbindinganna. Sá gjörningur Landsbankans að leggja þessar skuldbindingar á skattgreið- endur þeim að óvörum virðist brjóta gegn 249. grein almennra hegning- arlaga um umboðssvik og geta varð- að allt að sex ára fangelsi. Banka- stjóra og bankaráðsmenn Landsbankans hlýtur að þurfa að draga til ábyrgðar að lögum, það hefði átt að gerast fyrir löngu en enginn talar um það á Alþingi nema Borgarahreyfingin og einn og einn þingmaður Vinstri grænna. 2 Já, innan marka. Þessar skuld-bindingar vegna IceSave- reikninganna byrja ekki að bíta fyrr en að sjö árum liðnum, þegar greiðslufresturinn rennur út, og þær eru ekki nema tiltölulega lítill hluti þeirra erlendu skulda, sem þjóð- arbúið þarf að bera. Hitt er meira áhyggjuefni að upphaflegt mat seðlabankans og AGS frá í nóv- ember 2008 á erlendum skuldum þjóðarbúsins reyndist ekki standast. Miklu skeikar. Nýja matið nálgast viðtekin hættumörk og gæti átt eftir að hækka enn meira. Skýrsla seðla- bankans um málið handa Alþingi er ófullnægjandi, enda báðu þingmenn um að hún yrði lögð í dóm óhlut- drægra aðila. Eigi skuldamatið eftir að hækka enn frekar og reynist ríkið bera ábyrgð á umtalsverðum hluta þeirra skulda, sem komu í leitirnar eftir nóvember 2008, eykst hættan á, að ríkið geti ekki staðið skil á skuld- bindingum sínum. Greiðslufall rík- isins virtist vera fjarlægur mögu- leiki, þegar efnahagsáætlun stjórnvalda með stuðningi AGS var lögð fram í nóvember 2008, en hætt- an getur orðið raunveruleg, haldi skuldabyrðin áfram að þyngjast. 3 Það væri óðs manns æði að þjóð-nýta lífeyrissjóðina og varla heldur löglegt. Menn leysa ekki fjár- hagsvanda sinn með því að ganga á eigur annarra, þótt eigendur og stjórnendur bankanna og banda- menn þeirra í viðskiptalífinu og víð- ar hafi leyft sér slíkt. 4 Lífskjör landsmanna munurýrna um skeið með aukinni skuldabyrði og af öðrum ástæðum en IceSave-ábyrgðirnar eru ekki að- alorsök þess. Aðrar erlendar skuldir þjóðarbúsins vegna þyngra. 5 Svo virðist sem Norðurlöndinhafi bundið stuðning sinn við efnahagsáætlun stjórnvalda við ásættanlega niðurstöðu IceSave- málsins af sjónarhóli Evrópuland- anna, það er við staðfestingu Alþing- is á samningnum við Breta og Hol- lendinga. Verði samningnum hafnað virðist því líklegt að Norðurlöndin leggi stuðning sinn við áætlunina á ís. Þá kemst áætlunin í uppnám því að AGS getur ekki vænzt þess að önnur lönd hlaupi undir bagga ef Norðurlöndin ganga úr skaftinu. Fari svo dregst önnur innborgun AGS til Íslands – sú, sem átti að ber- ast í febrúar, og á nú að berast í ágúst – um óákveðinn tíma. Þá verð- ur Ísland aftur statt á berangri líkt og í október 2008 svo sem fjár- málaráðherra hefur lýst. Og þá get- ur ríkissjóður lent í vandræðum með endurgreiðslu gjaldeyrisláns frá 2006, sem fellur í gjalddaga 2011. Þarna liggur öðru fremur hættan á að ríkissjóður geti ekki staðið skil á skuldum sínum. Það væri afleit nið- urstaða. Lífskjörin rýrna um skeið  16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.