Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 19

Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Allar götur síðan hafa karlmenn í ættinni forðast það eins og heitan eldinn að klæðast grænu. „Ég ólst upp við þetta. Afi minn, Ólafur Þor- steinsson, háls-, nef- og eyrnalækn- ir, hvatti menn óspart til að virða þessa hefð enda þótt hann væri bara giftur inn í ættina og pabbi, Ólafur Ólafsson lögfræðingur, hefur alltaf verið gallharður á þessu. Hann út- skýrði þetta snemma fyrir okkur bræðrunum og það hefur aldrei hvarflað að mér að virða þetta að vettugi. Ég veit svo sem ekki hverj- ar afleiðingarnar yrðu en sé enga ástæðu til að taka áhættuna. Hermt er að það boði ógæfu að klæðast grænu og hvers vegna í ósköpunum ætti maður að storka örlögunum?“ Einar upplýsir að faðir hans hafi þurft að gera skólastjórnendum grein fyrir þessu þegar hann var barn. „Ég veit ekki annað en menn hafi sýnt því skilning. Ég minnist þess alla vega ekki að reynt hafi ver- ið að troða mér í grænt.“ Sérvitur og skrýtinn Einar segir fyrstu viðbrögð fólks yfirleitt á þann veg að það haldi að hann sé að gera að gamni sínu. „Þeg- ar ég fer að útskýra málið skilja hins vegar flestir hvað ég er að fara en ef- laust þykir einhverjum ég sérvitur eða skrýtinn.“ – Ertu það? „Já, reyndar!“ Dátt er hlegið. Hjátrúin hefur vitaskuld ekkert með fegurðarskynið að gera en Ein- ar viðurkennir þó að sér þyki grænn fatnaður yfirleitt ekki fallegur. „Mér þykir græni liturinn bara fallegur í náttúrunni. Svo er ég grænmet- isæta, borða engar dýraafurðir. Grænt er því vænt, þannig lagað séð.“ Einar er Valsari í húð og hár og þarf fyrir vikið ekki að gæta sín þeg- ar hann fer á völlinn. Hann hefði lík- lega aldrei getað orðið markvörður! „Það er líka eins gott að fjölskyldan styður ekki Breiðablik. Það hefði getað haft voveiflegar afleiðingar,“ gantast hann. Frændi Einars, Ólafur Þor- steinsson Víkingur og viðskipta- fræðingur, var einu sinni valinn í Reykjavíkurúrvalið í knattspyrnu. Hann mætti glaðbeittur til leiks en brosið fraus þegar búningarnir komu upp úr töskunni. Þeir voru grænir. Ólafur þakkaði með það sama fyrir sig og kvaddi. Fór aldrei inn á völlinn. Hjátrúin nær bara til þess sem menn klæðast, þannig Einari er óhætt að leika knattspyrnu á græn- um velli. Honum er líka heimilt að „fara í“ grænklædda leikmenn. „Svo vítt skilgreinum við þetta ekki – sem betur fer,“ segir hann hlæjandi. Keypti frakka með grænu fóðri Einar hefur aldrei farið vísvitandi í grænt en það gerðist einu sinni ómeðvitað. „Það var þannig að ágæt frænka mín andaðist og mig vantaði góðan frakka til að klæðast við jarð- arförina. Ég hélt því sem leið lá í Sautján á Laugaveginum og fann þennan fína svarta frakka. Mátaði hann á staðnum og keypti. Þegar ég kom heim áttaði ég mig hins vegar á því mér til mikillar skelfingar að fóðrið var dökkgrænt. Birtuskil- yrðin voru þannig í búðinni að ég tók ekki eftir þessu þar. Ég rauk með það sama aftur í Sautján og sagði starfsfólkinu að skipta þyrfti um fóð- ur. Það hélt auðvitað að ég væri ruglaður. Lái því hver sem vill,“ seg- ir Einar og hlær. Það varð honum til happs að föð- ursystir Bolla Kristinssonar, kaup- manns í Sautján, heyrði á tal hans við afgreiðendur. Hún kannaðist við Reynistaðarættina og lét þegar í stað gera ráðstafanir til að skipta um fóður í frakkanum. Einar komst því í honum í útförina – eins og ekk- ert hefði í skorist. Hefðin tekur land í Finnlandi Hann kveðst ekki hafa orðið smeykur eftir að hann mátaði frakk- ann fyrst. „Þetta var ómeðvitað og tók ekki nema nokkrar sekúndur. Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið tæknilega ógilt!“ Einar á enga syni, þannig ekki hefur reynt á hann í því tilliti. Hann kveðst hins vegar forðast að kaupa græn föt á dætur sínar tvær. „Hjátrúin nær ekki til kvenna í ætt- inni en mér hefur eigi að síður aldrei verið vel við að gefa stelpunum græn föt. Ég er samt ekkert að amast við því þegar aðrir gera það.“ Bróðir hans býr í Finnlandi og á son með finnskri konu. Einar segir hana eiga mjög erfitt með að skilja þessa íslensku sérvisku. „En hún lætur sig hafa þetta. Þessi hálf- finnski frændi minn fer aldrei í grænt fremur en aðrir karlmenn af Reynistaðarættinni. Þessi ætt hefur alla tíð staðið þétt saman og ég er sannfærður um að hjátrúin á stóran þátt í því.“ en að styðja við bakið á fólkinu í land- inu.“ Þrjátíu kílóa heimili Enda þótt Einar eigi heimili í Bue- nos Aires er hann ekki nema hluta úr árinu þar. Bækistöð hans hjá Atlanta er í borginni Jeddah í Sádi-Arabíu. Þar er hann lungann úr árinu. „Strangt til tekið bý ég í ferðatösku. Heimili mitt vegur þrjátíu kíló.“ Hann hefur varið sjö árum samtals í Sádi-Arabíu og þekkir harðkjarna múslíma orðið býsna vel. „Trúin skiptir óvíða meira máli enda er hin sögufræga borg Mekka í landinu. Það er ekki auðvelt fyrir mann sem ekki aðhyllist íslam að vera á svona stað en mér hefur alltaf liðið ágætlega þarna. Lykillinn er að koma fram við þetta fólk af virðingu, þá sýnir það manni virðingu á móti.“ Reglur samfélagsins eru strangar í Sádi-Arabíu og gestir verða að gjöra svo vel að virða þær. Kvikmyndahús eru harðbönnuð, einnig neysla áfeng- is og menn gjalda fyrir neyslu fíkni- efna með lífi sínu. Hörð viðurlög eru einnig við þjófnaði og öðrum glæpum. „Þetta er í raun auga fyrir auga- lögmálið,“ segir Einar en opinberar aftökur eru nánast daglegt brauð. Spurður hvort hann hafi orðið vitni að slíkum atburði hristir hann höf- uðið. „Ég hef ekki geð í mér til þess.“ Sádi-Arabía er í dag stærsta bæki- stöð flugfélagsins Atlanta með sjö Boeing 747-vélar. Flogið er fyrir Saudi Arabian Airlines. „Atlanta er búið að vera þarna í tuttugu ár og Ís- lendingar hafa átt mjög góð sam- skipti við Sádi-Araba. Raunar er það mín upplifun að okkur gangi yfirleitt vel að vinna með öðrum þjóðum,“ segir Einar. Í því ljósi þykir honum undarlegt að Íslendingar séu á báð- um áttum um það hvort þeir eigi að ganga í Evrópusambandið. Túrar heiminn með dætrunum Einar er ókvæntur en á tvær dæt- ur. Sú eldri, Sigrún, 25 ára, var að ljúka BA-prófi í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri en sú yngri, Sara, 12 ára, býr hjá móður sinni í Washington. Hann er í góðu sam- bandi við dæturnar. „Við túrum heiminn saman, feðginin.“ Einar viðurkennir að hann sé að fjarlægjast Ísland enda hefur hann verið hálfa ævina í burtu. „Ég er allt- af með lögheimili mitt og banka- viðskipti á Íslandi enda vinn ég fyrir íslenskt fyrirtæki. Í seinni tíð kem ég samt bara hingað sem túristi, til að dást að náttúrunni og drekka í mig orkuna. Það spillir heldur ekki fyrir að veðrið er alltaf að batna. Ég á ekki von á að setjast aftur að á Íslandi. Ég er og verð sígauni alheimsins.“ ’ Þá sem telja að forset- inn eigi að líta vel út í gallabuxum, bið ég af- sökunar. Barack Obama Banda- ríkjaforseti var gagnrýnd- ur fyrir að klæðast „púka- legum mömmu-buxum“. Allir vita að Ísland er mun þróaðra ríki en nokkurt annað ríki sem vill komast inn í Evrópusambandið. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, í viðtali á ZDF-sjón- varpsstöðinni. Ég var eini maðurinn í Svíþjóð sem ekki hafði lesið bækur Stiegs Larssons, ég er svo snobbaður og hélt að þetta væri ekkert fyrir mig. Sænski leikarinn Michael Nyqvist fer með hlutverk nafna síns Blomkvists í kvikmynd- inni Karlar sem hata konur. Við höfum allar forsendur til að vinna okkur út úr þessu í byrjun vetrar en veld- ur hver á heldur. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, telur ekki jafnskýrt að hér sé versta kreppan afstaðin eins og á alþjóðavett- vangi. Ég sé mikil vandkvæði á samstarfi við fólk í þinghópnum, sem bæði gengur á móti stefnu Borgarahreyfingarinnar við atkvæðagreiðslu og gengur á bak orða sinna. Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgara- hreyfingarinnar, íhugar framtíð sína innan þingflokksins. Það er mikill ábyrgðarhluti af ráðherra í ríkisstjórn í mjög viðkvæmu máli að fara út í svona loftfimleikaæfingar til heima- brúks. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um ummæli Maxime Verhagen, utanríkis- ráðherra Hollands, þess efnis að samþykki Alþingi ekki Icesave-samninginn geti það seinkað inngöngu Íslands í ESB. Von mín er hins vegar sú að umræðan á Íslandi verði siðaðri. Út frá því litla sem ég veit um íslensku umræðuna er ég hins vegar ekki alltof vongóður um það. Frank Rossavik, yfirupplýsingafulltrúi já- hliðarinnar fyrir atkvæðagreiðsluna um ESB-aðild í Noregi 1994. Ég áttaði mig varla á því hve laufa- brauðið er merkilegt fyrr en ég hafði bú- ið í útlöndum. Hugrún Ívarsdóttir hönnuður í Laufa- brauðssetrinu á Akureyri. Maður fær mjög skrítna tilfinningu fyrir yfirvöldum í rekstri strætó, þar sem svarið við fækkun farþega er að hækka verðið og fækka ferðum. Cecilía Þórðardóttir, sem hefur verið bíllaus í tvö ár og hjólar í vinnuna. Ég get sagt það hér að leikreglurnar eru slíkar að mig hefði aldrei órað fyrir því að hægt væri að bjóða upp á slíkar trakt- eringar sem þar eru fram komnar. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, á mál- stofu um nokkur álitaefni í Icesave- samningunum, sem fram fór á vegum HÍ. Þannig er að á endastöð kallar vagnstjóri leiðanúmer og leið sex gæti hljómað sér- kennilega í eyrum útlendinga. Stefán Baldursson, forstöðumaður Stræt- isvagna Akureyrar, þar sem engin stræt- isvagnaleið er sem heitir og segir sex. Þetta frumvarp er pópulismi og til þess ætlað að slá augum í ryk almennings. Tryggi Þór Herbertsson, þingmaður, í um- ræðum á Alþingi. Ummæli Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.