Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
29. júlí 1979: „Þrátt fyrir ýmiss
konar skattahækkanir segja mál-
gögn ríkisstjórnarinnar, að fólk sé
ánægt með skattana og vilji jafnvel
borga meira. Ástæðan fyrir því, að
greiðslubyrði skatta nú er ekki
eins þung og ætla hefði mátt að
verða mundi, þegar vinstristjórnin
var að hækka skattana sl. haust, er
einfaldlega sú, að verðbólgan hefur
orðið margfalt meiri en rík-
isstjórnin þá stefndi að. Verðbólg-
an æðir áfram og er að sumra
dómi þegar komin í 50% eða stefn-
ir í það. Þrátt fyrir ýmiss konar
skerðingu á kaupgjaldsvísitölu í tíð
vinstristjórnar hafa laun hækkað
verulega af þessum sökum. Þessi
mikla verðbólguhækkun launa
veldur því, að greiðslubyrði skatt-
anna er ekki jafn þungbær og orð-
ið hefði, ef ríkisstjórnin hefði náð
markmiðum sínum í verðbólgu-
málum.“
. . . . . . . . . .
30. júlí 1989: „Íslendingar hafa í
senn margt að gefa á sviði menn-
ingar og lista – og margt að þiggja.
Og listin tengir ekki aðeins saman
liðinn og líðandi tíma heldur og
þjóðir heims á hverri tíð. Merg-
urinn málsins er að menningarleg
samskipti þjóða þjóna því jákvæða
í tilverunni, efla skilning þeirra í
milli og stuðla að sátt og samlyndi
í heiminum. Ýmsar listgreinar,
eins og tónlistin og málaralistin,
takmarkast og lítt af landamærum
og tjá sig á „máli“ sem hvarvetna
verður numið og skilið, ef vilji og
viðleitni standa til.
Listin byggir brýr milli kynslóða
og þjóða. Gömlu meistararnir
halda hlut sínum, öld eftir öld. En
hver þjóð og hver kynslóð, sem
halda vill menningarlegri reisn,
verður að rækta sinn eigin garð í
samtímalist. Þess vegna ber að
hlúa að listsköpun og listtúlkun líð-
andi stundar, hvar sem við verður
komið. Þess vegna ber að fagna
framtaki stjórnenda Kjarvalsstaða
með Epinal-sýningunni, sem er í
senn gefandi og hvetjandi, jafnt að
því er varðar íslenzkar listsýningar
erlendis sem erlendar listýningar
hérlendis.“
Úr gömlum l e iðurum
Steingrími J.Sigfússynifjár-
málaráðherra er
mikið í mun að
halda því til
streitu að örlög Íslendinga í
Icesave-málinu hafi verið ráð-
in í október. Í „leiðréttingu“,
sem hann sendi frá sér í gær
vegna ummæla Ragnars H.
Hall lögfræðings um að í upp-
gjörssamningi milli breska og
íslenska innistæðutrygg-
ingasjóðsins hefði ríkið gengið
í ábyrgð vegna tveggja millj-
arða króna lögfræðikostnaðar
Breta við að ná fram rík-
isábyrgð Íslendinga, er eft-
irfarandi setning: „Hið rétta
er að íslensk stjórnvöld féllust
sl. haust á það að þeim bæri að
greiða innstæðueigendum í
Bretlandi og Hollandi hluta af
innstæðum þeirra í Lands-
banka Íslands (LÍ) í samræmi
við reglugerð Evrópusam-
bandsins um innstæðutrygg-
ingar.“
Er það svo? Um liðna helgi
kom Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, sem leiddi síðustu rík-
isstjórn ásamt Geir H.
Haarde, fram og sagði að í hin-
um svokölluðu Brussel-
viðmiðum, sem samið var um í
nóvember, hefðu stjórnvöld
einmitt losað sig úr snörunni
frá því í október.
Steingrímur var líka ann-
arrar skoðunar þegar hann
var í stjórnarandstöðu. 24.
janúar birtist eftir hann grein
í Morgunblaðinu þar sem seg-
ir: „Þó má segja að enn sé ör-
lítil vonarglæta eftir í málinu
því enn á Tryggingarsjóður
innstæðueigenda eftir að taka
við skuldunum og trygging-
arupphæðirnar eru því form-
lega séð enn á ábyrgð viðkom-
andi ríkja. Eins og
undirritaður lýsti
yfir við atkvæða-
greiðslu um málið í
þinginu 5. desem-
ber síðastliðinn lít-
ur þingflokkur
Vinstri grænna á samninginn
sem riftanlegan eða ógild-
anlegan nauðungarsamning.
Undir þetta sjónarmið hafa nú
tekið þeir Stefán Már Stef-
ánsson lagaprófessor og Lár-
us L. Blöndal hæstarétt-
arlögmaður (í grein í
Morgunblaðinu 8. janúar) með
þeim rökum að samningurinn
sé til kominn vegna þvingana
frá ESB, sem hafi sett það
sem skilyrði fyrir lántöku hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Í ljósi þessa er mesta ör-
lagastundin í Icesave-málinu í
raun enn eftir. Enn er hægt að
afstýra stórslysi fyrir íslenska
þjóð. Taki Tryggingarsjóð-
urinn hins vegar við skuld-
unum er ljóst að þá verður
ekki aftur snúið: Þá hefur
þjóðin endanlega verið skuld-
sett á grundvelli pólitískra
þvingunarskilmála sem rík-
isstjórnin hafði ekki dug í sér
til að standa gegn.“
Hvernig getur Steingrímur
nú sagt að komið hafi verið
bindandi samkomulag í haust?
Um tilefni „leiðrétting-
arinnar“ er það að segja að
með ummælum sínum hefur
Ragnar H. Hall kallað fram
upplýsingar, sem ekki átti að
gera opinberar. Eftir stendur
að Bretar geta rukkað Íslend-
inga um tvo milljarða króna
vegna kostnaðar breska inni-
stæðutryggingasjóðsins út af
greiðslum til þeirra, sem áttu
peninga á Icesave-reikn-
ingum, „án takmarkana“. Get-
ur verið að lögfræðikostnaður
sé þar með talinn þótt ekki sé
hann nefndur berum orðum?
Hvenær lokuðust
menn inni í Icesave-
málinu?}
Leiðrétting?
Þ
að framkallar alltaf vissa virðingu
að sjá stjórnmálamenn sem eru í
ólgusjó neita að gefast upp held-
ur halda ótrauða áfram að berj-
ast fyrir því sem þeir telja vera
réttast. Einmitt það hefur Steingrímur J.
Sigfússon verið að gera í Icesave-málinu og
fleiri erfiðum málum. Hann hefur ekki upp-
skorið sérstakt þakklæti allra flokkssystkina
sinna en öðlast virðingu fjölmargra annarra.
Steingrímur hefur sýnt ábyrgð og festu í erf-
iðum málum, hann mætir andstæðingum sín-
um óhræddur og hleypur ekki í felur þegar
fjölmiðlamenn nálgast heldur svarar spurn-
ingum þeirra án hiks.
Steingrímur gerir sér grein fyrir því að
hann er í ríkisstjórnarsamstarfi og veit að
það er skylda hans að sýna ábyrgð. Hann
getur ekki og má ekki stunda upphrópunarstjórnmál,
eins og hann og flokkur hans gerðu í stjórnarandstöðu.
Það eru stjórnarandstöðuflokkar einir sem komast upp
með að festa sig í slíkum stjórnmálum. Framsókn-
arflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru sannarlega vel á
veg komnir með það þótt þeir séu enn ekki orðnir jafn
hjákátlegir í málflutningi sínum og Borgarahreyfingin
en þar á bæ virðast menn fullkomlega lausir við allt
raunveruleikaskyn.
Af einhverjum ástæðum hefur sú staðreynd að
Vinstri græn eru í ríkisstjórn farið framhjá of mörgum
þingmönnum Vinstri grænna. Þeir haga sér eins og
þeir séu enn í stjórnarandstöðu, hamast á
ríkisstjórninni og leggja sig fram við að
reyna að fella brýnustu mál hennar á þingi.
Þetta gera þeir allt í nafni samvisku sinnar.
Og hin duttlungafulla samviska Vinstri
grænna sefur aldrei heldur er stöðugt á
vaktinni. Hún hnippir í þingmenn af
minnsta tilefni og minnir þá á að engin
ástæða sé til að starfa eftir ómerkilegu
plaggi eins og svokölluðum stjórnarsátt-
mála.
Einn daginn kann þingflokkur Vinstri
grænna að vakna upp við það að samviska
þeirra ákalli þá og segi þeim að þeirra stað-
ur sé ekki í ríkisstjórn heldur utan hennar.
Þá munu Vinstri græn vonandi taka jafn
mikið mark á samvisku sinni og þau hafa
gert hingað til.
Samfylkingin hefur tekið reglubundnum upphlaupum
Vinstri grænna af stóískri ró. Þetta kemur á óvart því
Samfylkingin hefur fram að þessu kippt sér upp við
minnstu hluti. Hún var til dæmis í stöðugri fýlu og
stórkostlegu uppnámi mestan þann tíma sem hún var í
stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn sem er þó
miklu skárri flokkur en Vinstri græn.
Ekki er ástæða til að ætla annað en hópur innan
Vinstri grænna eigi eftir að eflast í því ætlunarverki að
skaða ríkisstjórnina sem flokkurinn situr í. Þessi rík-
isstjórn mun sannarlega ekki lifa nema Steingrímur J.
haldi áfram að standa sig. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Steingrímur J. tekur slaginn
Blátt bann við akstri
og áfengisneyslu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Í
drögum nýrra umferðarlaga
er lagt til að leyfilegt há-
marksmagn vínanda í blóði
ökumanns verði lækkað úr
0,5‰ (prómillum) í 0,2‰.
Með þeirri breytingu verður það af-
dráttarlaus stefna yfirvalda að áfengi
og akstur fari ekki saman.
Allir sem Morgunblaðið ræddi við
voru sammála um að lækkun refsi-
marka væri af hinu góða. Ölvun-
arakstur er nú önnur algengasta or-
sök banaslysa í umferðinni á Íslandi,
16%, á eftir hraðakstri sem er 19%.
„Andi laganna bannar alla áfengis-
neyslu fyrir akstur, en svo eru refsi-
mörk og þau eru 0,5‰. Það þýðir þó
ekki að menn megi keyra með áfengi
að 0,5‰ í blóðinu,“ segir Guðbrandur
Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðar-
deildar Lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu. „Við [lögreglan ] myndum
fagna því að þessi vikmörk sem fólk
telur sig hafa verði fjarlægð.“
Í flestum ríkjum Vestur-Evrópu er
miðað við 0,5‰ sem leyfilegt há-
marksmagn áfengis í blóði. Í viðauka
með frumvarpinu er þess getið að að-
eins tvö ríki V-Evrópu hafi farið með
refsimörkin niður í 0,2‰, Svíþjóð ár-
ið 1990 og Noregur árið 2000. En
rannsókn sænskra umferðaryfirvalda
bendir til þess að umferðarslysum
hafi fækkað í kjölfarið
Ágúst Mogensen, forstöðumaður
Rannsóknarnefndar umferðarslysa,
var einn þeirra sem leitað var álits
hjá við gerð laganna. Ágúst telur
svigrúmið eiga að vera lítið, en hann
er að ljúka við doktorsritgerð um
ölvunarakstur. „Ökumenn eru byrj-
aðir að búa til sínar eigin skilgrein-
ingar á því hvað er í lagi og hvað
ekki,“ segir hann. Guðbrandur stað-
festir að lögreglan þekki þá tilhneig-
ingu vel. Núverandi refsimörk veiti
svigrúm sem fólk vinni með. „Það eru
ýmsar mýtur í gangi. En hvað felst í
0,5‰ ? Það getur verið mjög mis-
munandi, t.d eftir þyngd eða kyni,“
segir Ágúst. Betra sé að hafa mörkin
nálægt núlli, „Þá er þetta alveg skýrt
– það er ekkert svigrúm.“
Mörkin víða lægri
Þó miðað sé við 0,5‰ refsimörk í
flestum ríkjum Vestur-Evrópu eru
mörkin einnig víða lægri og vissulega
líka hærri. Þannig miða fjölmörg lönd
Austur-Evrópu við 0,0‰, en þjóðir á
borð við Breta og Íra við 0,8‰.
Stefna ESB er samt sú að þjóðir sam-
bandsins skuli stefna að því að hafa
refsimörk undir 0,5‰, enda hafa
margar rannsóknir á ökuhæfni þeirra
sem neytt hafa áfengis sýnt fram á að
0,5‰ áfengis í blóði hafi veruleg áhrif
á aksturshæfnina.
Sigurður Helgason hjá Umferðar-
stofu fagnar hugmyndum um lækkun
refsimarka. „Ég tel að menn hljóti að
taka jákvætt í þessa tillögu,“ segir
hann.
Sænskar, ástralskar og bandarísk-
ar rannsóknir hafa sýnt fram á að
með hertum reglum um áfengismagn
í blóði ekur fólk síður af stað eftir að
hafa neytt áfengis. Sigurður telur að-
hald ekki síður geta skilað góðum ár-
angri hér. „Mjög fáir þeirra sem
hljóta akstursbann og þurfa að fara á
námskeið aka t.d. drukknir aftur.
Með því að lækka refsimörkin er eng-
inn vafi, menn eru alltaf komnir yfir
mörkin ef þeir drekka eitthvað.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öndunarsýni Núverandi umferðarlög veita svigrúm sem sumir nýta sér til
að búa til sínar eigin skilgreiningar á því að einhver áfengisneysla sé í lagi.
Ísland verður þriðja ríki Vestur-
Evrópu sem lækkar hámarks-
magn áfengis í blóði úr 0,5‰
niður í 0,2‰ samþykki Alþingi
drög að nýjum umferðarlögum.
Í FRUMVARPSDRÖGUM nefndar
sem samgönguráðherra skipaði í
nóvember 2007 vegna gerðar nýrra
umferðarlaga er að finna ýmis ný-
mæli auk lægra refsimarks við ölv-
unarakstri.
Þannig er m.a. gert ráð fyrir að
sviptingartími við áfengis- og vímu-
efnaakstur verði þyngdur. Menn
missi t.a.m. skírteinið í eitt og hálft
til tvö og hálft ár sé vínandamagn í
blóði 1,2‰ til 2‰ í stað eins til
tveggja ára nú. Fari vínandinn síð-
an yfir 2‰ missi þeir skírteinið í
þrjú ár og sé um ítrekaðan ölvunar-
akstur að ræða vari svipting í þrjú
til fimm ár eftir alvöru brots.
Þá er gert ráð fyrir að ráðherra
geti í reglugerð ákveðið, að fengn-
um tillögum ríkissaksóknara, sektir
að upphæð allt að 750 þúsund kr.
fyrir brot á lögunum. Hámarks-
upphæð sekta í dag nemur 300.000
kr.
ÞYNGRI
REFSING
››
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/