Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 25
-
n
kvendi mannkynssögunnar; undirförul, fölsk og
miskunnarlaus. „Bag of shit“, eins og Brenda
nefnir fyrrverandi eiginkonu Pauls. „Hún náði
honum þegar hann var enn í sárum eftir Lindu og
gat illa varist,“ segir Marla. Það var greinilegt að
hann hafði misstigið sig í lífinu. Þær samþykkja
en Brenda bætti við: „Það hafa allir leyfi til að
gera ein mistök á ævinni en bara ein.“ Svo hefst
næsta lag, My Love (frá Wings-tímabilinu). Þær
vinkonur fallast grátandi í faðma. Þær eru búnar
að skrúfa frá vasapela með gini og snafsa sig inn á
milli skjálftakastanna.
Eftir Blackbird, sem Paul tileinkar kynþátta-
baráttunni, sérlega í Ameríku, syngur Paul mér
algjörlega að óvörum Here Today af Tug of War-
plötunni (Reiptog) sem kom út í ársbyrjun 1981,
aðeins nokkrum vikum eftir morðið á Lennon, og
er eins konar ástarjátning og hylling til Lennons
eftir áralöng átök og vináttu þeirra Pauls í millum
eftir upplausn The Beatles. Ég man að þegar ég
heyrði þetta lag úr grammófóni vinkonu minnar
Andreu Jónsdóttur (sem var frábær fararstjóri í
ferðinni) á heimili hennar brynnti ég músum. Nú
verð ég að berjast við tárin og tilfinningarnar þeg-
ar ég heyri Paul sjálfan syngja þetta áhrifamikla
lag þremur áratugum síðar. Ósjálfrátt verður mér
hugsað til þess hve stutt er síðan Martin Luther
King var myrtur. Og nú lifum við á tímum Obama,
þeldökks forseta Bandaríkjanna. Mynd af Obama
átti eftir að birtast á sjónvarpsskjá síðar á tónleik-
unum.
Hvað gerir það að verkum að Paul og gömlu
Bítlarnir höfðu og hafa þessi tök á okkur og af-
komendum okkar einnig? Svarið við þessari lyk-
ilspurningu er ekki einfalt.
Ótrúlegt úthald
Það kemur mér mjög á óvart hve Paul fer auð-
veldlega með að syngja háu nóturnar í erfiðum
rokklögum sínum. Hann syngur léttilega hið þrí-
skipta Band on The Run, Back in the USSR,
Drive my car, Lady Madonna og I saw her
standing there eins og í gamla daga. Sum þessi
erfiðu og hröðu sönglög syngur hann í röð án
þess að svitna hið minnsta. Stundum hallar
hann sér fram á flygilinn til að ná andanum í
nokkrar sekúndur, sussar á áhorfendur með
blaktandi vísifingri líkt og rúðuþurrku og set-
ur upp hvolpaaugun; eitt af vörumerkjum
hans.
Það vakti einnig undrun gesta, að Paul tek-
ur sér ekkert hlé heldur keyrir tónleikana lát-
laust áfram. Þeir sem ég ræði við eftir tón-
leikana voru flestir sammála um að hápunktur
kvöldsins hefði verið þol og úthald hins 67 ára Bít-
ils.
Tónleikarnir líða fram án mistaka. Þó ber að
nefna að í upphafi Paperback Writer hefur Paul
lagið á hljóðfæraleik og þar að auki í G-dúr en
ekki í A-dúr. Paul brosir breitt og tekur mistökin
öll á sig og biðst afsökunar. Þá segir Rusty lágt í
hljóðnemann: „It’s all right, it’s your tune Paul.“
Síðan byrjar lagið í A-dúr og aðeins sungið þrí-
radda í upphafi án undirleiks. Ég tek ekki eftir
öðrum mistökum. Ekki slæmt hjá 67 ára gömlum
manni sem þrumar rokk á sviði látlaust í þrjá
tíma!
Skosk arfleifð í Nova Scotia
Öllum að óvörum syngur Paul lagið sitt Mull of
Kintyre; skoska lagið sitt sem varð smellur í Bret-
landi og víðar. Brenda segir mér réttilega að þetta
lag leiki hann aðeins á tónleikum í Bretlandi og
stundum í Kanada. Það hentar vel á þessum tón-
leikum í Nova Scotia-sýslu þar sem rætur Skota
standa djúpt. Ekki þurrt auga Kanadamanna í
garðinum. Paul leikur einn undir sönginn á kassa-
gítar og hljómborðsleikarinn Wix aðstoðar með
lítilli harmonikku. En svo gerist hin óvænta uppá-
koma: Inn á sviðið marserar heil sekkjapípublás-
arasveit með sekkjapípum, bassatrommum og
blásturshljóðfærum og gefur laginu sömu áferð
og í upprunalegum flutningi Pauls: Heimasekkja-
pípuhljómsveit frá Nova Scotia. Samtímis birtist á
stórum sjónvarpsskjá mynd af skotaefni með hinu
stórköflótta mynstri Nova Scotia í bláu og grænu.
Undir beljandi sekkjapípum er þetta mörgum
skoskættuðum Halifaxbúum um megn. Margir
gráta og hrópa. Sumir verða að setjast í grasið.
Paul kann ekki bara að spila á hljóðfæri heldur
einnig á tilfinningar fólks. Þessi uppákoma gerist í
uppkallinu. Og svo hlaupa þeir félagar út ungir
eins og folöld. Alla vega Paul.
Hringt heim til Íslands
En látunum linnir ekki. Aftur koma þeir inn.
Paul þakkar fólkinu sem þakkar honum með dynj-
andi lófaklappi og blístrum. Og Paul heldur áfram
á braut tilfinninganna: Yesterday á kassagítarinn
einn. Svo Helter Skelter! „Hefur gamli maðurinn
rödd í þetta lag?! spyr krullaði gráhærði karlinn
áður en hann sprettur á fætur og fer að rokka við
aldraða húsfrú sér við hlið. Og Paul heldur áfram:
Beint yfir í Get back! Nú renna tvær grímur á
flesta. Paul hlýtur að fá hjartaáfall … En Paul lifir
þetta af. Nú eru miðaldra íslensk hjón sem sitja
tveimur röðum fyrir framan okkur staðin upp og
skekja sig í takt við lagið. Maðurinn tekur upp far-
símann sinn, tekur myndir og hringir svo í syni
sína á Íslandi og leyfir þeim að hlusta á herleg-
heitin. Áfram fjara tónleikarnir út: Paul og fé-
lagar spila eins konar syrpu af A Day in the Life,
Give Peace a Chance og Let it Be. Og alveg
óvænt: Live and Let Die úr samnefndri Bond-
mynd. Í miðkaflanum gjósa upp eldsúlur við svið
og flugeldum er skotið á loft. Þetta er sama sýning
og Paul notaði á tónleikum með Wings. En þessi
flugeldasýning slær öllu við í bleksvartri nóttinni.
Og loksins: Sgt. Pepper blandað snilldarlega
saman við The End sem lokar tónleikunum með
orðunum: THE LOVE YOU TAKE – IS EQUAL
TO THE LOVE YOU MAKE.
Þarf að segja meira? Loksins er mönnum ljóst
að þessum löngu tónleikum er lokið.
Ókunnugt fólk faðmast og kyssist um allan
garð. Galdramaðurinn Paul McCartney enn einu
sinni búinn að byggja brú kærleika og gleði milli
fólks. Þetta hafa örfáir aðrir getað gert í tónlistar-
sögunni: Mozart, Beethoven, kannski Bach. En
fyrst og fremst Paul McCartney.
Á leiðinni út rekst ég á vélstjóra á enskum kaf-
báti. Hann er hálfsextugur og flaug ásamt syni
sínum frá Bretlandi einungis á þessa tónleika.
„Þetta var þess sannarlega virði.“ Kannski vildi
hann heyra Yellow Submarine? Ég veit það ekki.
En hann er alla vega glaður. Annar maður sem ég
tek tali sagði við mig: „Það fer enginn af svona
tónleikum nema geislandi af mannúð og kærleika.
Maður vill bara gera öllum gott. Hver getur hat-
ast út í nokkurn mann eftir slíka uppákomu?“ Ég
er sammála.
Ég kveð Brendu og Mörlu með kossum og
knúsi. All you need is love! Okkur og tugþús-
undum annarra hefur tekist ætlunarverk okkar:
Að sjá Paul McCartney. Fyrir tæpum tvö þúsund
árum flykktust menn í Gyðingalandi um Jesú
Krist til að heyra hann tala um kærleikann. Við
erum búin að fljúga alla leið frá Íslandi til Halifax
að hlusta á Paul flytja sama boðskap á nútíma-
máli. Og það var þess virði. Við, þessir 32 Íslend-
ingar, erum öll sammála um að þessi ferð hafi ver-
ið þess virði að fara hana.
Verður maður ekki að trúa á ástina og kærleik-
ann? Á Bítlana og Paul McCartney?
Come Together! Right now!
Reuters
Engu gleymt Tugþúsundir manna mættu á tónleika Pauls McCartneys í Commons-almenningsgarð-
inum í Halifax. Gamli Bítillinn virtist engu hafa gleymt.
Höfundur er rithöfundur og einn helsti Bítla-
sérfræðingur þjóðarinnar.
25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
Pauls, einkum um nýjan
umboðsmann. Árið 1969
leystist hljómsveitin end-
anlega upp.
Paul McCartney ogeiginkona hans,Linda, fluttu til
Skotlands þar sem hann
hóf sjálfstæðan feril sem
tónlistarmaður og tón-
skáld. Í fyrstu gaf hann út
tvær sólóplötur, McCart-
ney og Ram. Þær urðu
báðar vinsælar. Fljótlega
stofnaði hann hljómsveit-
ina Wings sem naut al-
þjóðlegrar hylli og hélt
hljómleika um heim allan.
Wings skipti um áhöfn
þrisvar sinnum en foring-
inn Paul og kona hans
Linda stóðu í brúnni allan
tímann. Wings snerist
mikið um persónu Pauls;
hann samdi flestöll lög
hljómsveitarinnar og var
listrænn stjórnandi henn-
ar og andlit út á við. Eftir
að Wings leystist end-
anlega upp hóf Paul sóló-
feril sinn að nýju. Hann
gerði langt hlé á hljóm-
leikaferðum eftir að John
Lennon var myrtur 1980,
af ótta við að verða skot-
inn.
Af Bítlunum var Paul
McCartney sá sem náði
lengst á tónlistarbraut-
inni hvað varðar frægð og
vinsældir.
Árið 1998 lést hinheittelskaða eig-inkona Pauls,
Linda, úr brjóstakrabba.
Paul féll í alvarlegt þung-
lyndi og átti við hjartat-
ruflanir að stríða. Árið
2000 hitti hann fyrrver-
andi fyrirsætuna Heather
Mills og giftist henni síð-
ar. Þau skildu. Paul hefur
lifað síðan sem pipar-
sveinn, sennilega eftir-
sóttasti og vinsælasti
ekkill í heimi, en er ennþá
laus og liðugur. Paul og
Ringo eru einu Bítlarnir
sem enn eru á lífi.
Líkt og Bítlarnir hefur
Paul McCartney haldið á
lofti í lögum sínum og lífi
baráttu gegn hinu illa í
heiminum – kynþátta-
fordómum, stríði – og
barist fyrir friði og kær-
leik. Þessir straumar ein-
kenna hann meira en ann-
að og tónlist hans og
persóna draga dám af
þeim straumum. Paul er
ekki síst elskaður af
aðdáendum sínum fyrir
þessar áherslur. Líkt og
eiginkona hans Linda er
hann grænmetisæta og
berst gegn drápum á feld-
dýrum.
Paul hefur marg-sinnis farið í hljóm-leikaferðir um
heiminn; sem meðlimur í
The Beatles og Wings en
einnig sem einstaklingur.
Hann er ríkasti maður í
Bretlandi í dag. Hann á
fimm börn; þrjú með
Lindu og eina stjúpdóttur
sem Linda átti frá fyrra
hjónabandi og dótturina Beatrice með
Heather Mills.
Tónleikarnir í Halifax í júlí sl. eru upp-
hafið að sumartónleikaferð Pauls um
N-Ameríku. Margir telja það verða hinstu
tónleikaferð Pauls McCartneys um
N-Ameríku. Kannski þá hinstu yfirleitt.
Paul er nú 67 ára.
Það skyldi þó enginn vanmeta gamlan
Bítil. Kannski hann eigi eftir einhver ár á
sviðinu. Tónleikarnir í Halifax bentu til
þess.
Hann heitir fullu nafniJames Paul McCart-ney og fæddist 18.
júní 1942 í Liverpool. Móðir
hans, Mary, var hjúkrunar-
kona og ljósmóðir en faðir
hans, Jim, var bómullar-
sölumaður og píanisti og
hljómsveitarstjóri í djass-
hljómsveitinni Jim’s Mac
Band í Liverpool. Paul fékk
frjálslegt uppeldi í sam-
hentri fjölskyldu. Hann átti
góða æsku og uppvöxt með
yngri bróður sínum, Micha-
el. Hann var einn besti nem-
andi síns barnaskóla og var
löngum með afbragðs-
einkunnir.
Líf Pauls tók afgerandi
stefnu þegar hann hitti John
Lennon á sumarhátíð í borg
þeirra Liverpol. Lennon varð
hrifinn af söngrödd Pauls og
færni hans á gítar. John
bauð Paul að ganga í stráka-
hljómsveit sína The Quarry-
men. Sú hljómsveit fékk síð-
ar nafnið The Beatles.
Nokkrir heltust úr lestinni
en inn í hljómsveitina komu
þeir George Harrison og
Pete Best. Það var George
Martin sem fékk þá félaga
til að reka Pete Best úr
hljómsveitinni en þeir réðu
Ringo Starr í hans stað. Árið
1962 gáfu The Beatles út
sínar fyrstu plötur og sex
ára sigurganga The Beatles
hófst. Þeir Paul og John
voru höfundar flestra laga
og nefndu sig í sameiningu
Lennon/McCartney og urðu
eitt þekktasta og vinsæl-
asta tónlistartvíeyki sög-
unnar. Paul naut þeirra for-
réttinda að vera mun betur
menntaður í tónlist en John.
Paul hafði lært bæði á píanó
og gítar í æsku, sem gerði
hann bæði betri og dýpri
lagasmið, en John þykir vera
betri textahöfundur. Á 7.
áratugnum lögðu The Beat-
les undir sig heiminn og
urðu meira en popp-
hljómsveit; þeir urðu einnig
boðberar mikilla félagslegra
umbreytinga og breytts lífs-
stíls unga fólksins. Paul,
sem aðallega lék á bassa,
gítar, hljómborð og píanó og
var liðtækur trommari, var
einnig með gífurlega góða
söngrödd. Talið er að hann
geti leikið á um 40 hljóð-
færi. Það er ekki síst þess-
um hæfileikum að þakka að
hann er eins gott tónskáld
og útsetjari og raun ber
vitni.
The Beatles höfðu gíf-urleg áhrif á heiminn;ekki aðeins breyttu
fjórmenningarnir tónlist
samtímans heldur endurnýj-
uðu listir og menningu og
voru leiðtogar nýrrar kyn-
slóðar sem gerði félagslega
og menningarlega byltingu.
Breytingarnar sem urðu í
heiminum á tímum Bítlanna
á 7. áratugnum eru senni-
lega þær mestu á 20. öld-
inni. Paul McCartney samdi
flest af vinsælustu lögum
The Beatles. Lagið Yester-
day er talið vinsælast allra
laga í tónlistarsögunni og
ekkert annað lag hefur verið
leikið jafn oft af öðrum hljómsveitum og
hljómlistarmönnum.
The Beatles sömdu 240 lög og hljóðrit-
uðu fjölda LP- og minni (45) platna. Þeir
gerðu einnig fjórar kvikmyndir í fullri
lengd og fjölda sjónvarpsmynda og út-
varpsþátta. Allt sem þeir snertu varð að
gulli. Þegar Epstein lést, árið 1967, tók
Paul McCartney við forystu The Beatles. Í
kjölfarið og með persónulegri þróun hvers
og eins tók að hrikta í stoðum hljómsveit-
arinnar. Ekki síst urðu deilur milli Johns og
Paul McCartney
Gifting Linda og Paul gengu í
hjónaband árið 1969
Heiðraðir Elísabet Englands-
drottning heiðraði Bítlana
með MBE-orðu breska heims-
veldisins 1965.
Je, je, je . . . Á hápunkti bítla-
æðisins á 7. áratugnum.
1967 Sgt. Peppers Lonely He-
arts Club Band kom út 1967.
Umdeilt Aðdáendur voru ekki
allir ánægðir þegar Heather
Mills kom í spilið.
Bítill Í upphafi ferilsins.