Morgunblaðið - 26.07.2009, Qupperneq 28
28 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
FYRIR 15 til 20 ár-
um var að tilhlutan
sveitarstjórnarmanna
á Austurlandi skipuð
nefnd um jarð-
gangagerð í fjórð-
ungnum. Tækniþekk-
ing við gerð jarðganga
hefur aukist það mikið
að nú er fyrir hendi
verkkunnátta sem
kominn er til að vera
hvort sem stuðnings-
mönnum fjallveganna líkar það vel
eða illa.
Hér á landi velta fyrirtæki hundr-
uðum milljarða króna þegar íslensk-
ur banki aðstoðar við fjármögnun
vegganga erlendis sem eru 11 til 14
km löng. Gerð hafa verið nokkur
veggöng síðustu tvo áratugina milli
Dalvíkur og Ólafsfjarðar, á norð-
anverðum Vestfjörðum, undir Hval-
fjörð, Almannaskarð og milli Reyð-
arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
Nú er að koma til sögunnar nýr og
fullkominn tækjabúnaður sem mun
auðvelda heilborun jarðganga um
ókomna framtíð. Í framhaldi af
þessu viðurkenna enn fleiri lands-
byggðarþingmenn að tími fjallvega
sem standa í meir en 400 til 600 m
hæð sé nú liðinn. Fyrir síðustu kosn-
ingar kom þetta fram í viðtali við
fyrrverandi samgönguráðherra sem
sagðist hér eftir aldrei ætla að eiga
frumkvæðið að fjölgun fjallveganna í
þessari hæð yfir sjávarmáli þegar
framfarir í jarðgangagerð aukast á
komandi árum. Allar hrakspár sem
stuðningsmenn fortíðarinnar nota
gegn bættum samgöngum í formi
vegganga hafa nú runnið út í sand-
inn án þess að þeir
standi uppi sem sig-
urvegarar.
Uppbyggður vegur í
530 m hæð um Öxi sem
ekki yrði öruggur fyrir
þriggja til sex metra
háum snjóþyngslum og
miklum blindbyl getur
aldrei við þessar að-
stæður tryggt heils-
árstengingu Djúpavogs
við Egilsstaði og Aust-
ur-Hérað. Í þessari
hæð er Öxi alltof ill-
viðrasöm og ekki
hættulaus í 17% halla sem erfitt er
að minnka um 10% án þess að grafa
um leið tvenn stutt veggöng. Þá tek-
ur önnur fyrirstaða við ef hallinn í
brekkunni ofan við Hemru verður
minnkaður niður í 7% þegar komið
yrði inn á snjóþungt svæði. Þar geta
snjóflóðahættur sem enginn sér fyr-
ir hrellt vegfarendur. Víða um land
hefur það skeð á stöðum sem taldir
hafa verið 100% öruggir hingað til.
Annað vandamálið sem eftir stendur
snýst um hvort heppilegra sé að
leggja þennan heilsársveg alla leið
inn í Berufjarðardal og grafa þaðan
lengri göng upp í Skriðdal sem gætu
orðið 5 til 7 km löng. Án þeirra verða
snjóþyngsli og blindbylur á Öxi allt-
af til vandræða og sömuleiðis veð-
urhæð sem getur farið í 30 til 40
metra á sekúndu, jafnvel meira, án
þess að það sjáist fyrir. Að öllum lík-
indum mætti þá afskrifa styttri
göngin sem stæðu hærra yfir sjáv-
armáli.
Fullyrðingar um að byggðirnar
losni úr allri vetrareinangrun með
uppbyggðum vegum á snjóþungum
svæðum í meir en 400 til 600 m.y.s.
án jarðganga eru ótrúverðugar.
Þessir vegir hafa þveröfug áhrif
þegar samgöngur verða óöruggar .
Krafan um að loka Breiðdalsheiði
mun frekar koma af stað hörðum
deilum milli Djúpavogsbúa og Breið-
dælinga. Í þeirri hæð sem þessir
tveir þröskuldar milli Breiðdals-
víkur, Djúpavogs og Egilsstaða
standa eiga heilsársvegir ekki
heima. Besta fjárfestingin er að af-
skrifa þessa tvo fjallvegi með tvenn-
um göngum inn í Breiðdal til þess að
dæmið klárist strax.
Fyrir Djúpavogsbúa og Berufirð-
inga sem vilja heilsárstengingu við
Fljótsdalshérað um Öxi stendur val-
ið um tvennt, samhliða jarðgöngum
undir Breiðdalsheiði eru það göng
innar í Berufirði sem kæmu út í
Breiðdal eða neðansjávargöng undir
utanverðan fjörðinn. Kostnaðurinn
við snjómokstrana á fjallvegunum
sem íslenska ríkið forðast eins og
heitan eld skilar sér aldrei. Tvenn
veggöng inn í Breiðdal geta oddvitar
fortíðarinnar ekki heimtað eftir þrjá
til fjóra áratugi. Fyrir samgöngu-
ráðherra er varasamt að lofa vega-
framkvæmdum næstu þrjú árin á
ellefu stöðum á landsbyggðinni. Það
verður Vegagerðinni ofviða. Næst í
röðinni eru Dýrafjarðargöng, veg-
göng til Norðfjarðar, Seyðisfjarðar,
undir Vaðlaheiði og Lónsheiði.
Tími fjallveganna er liðinn
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Allar hrakspár sem
stuðningsmenn for-
tíðarinnar nota gegn
bættum samgöngum í
formi vegganga hafa nú
runnið út í sandinn…
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
ÞAÐ ER spauglaust
að rata úr þessu völund-
arhúsi græðginnar sem
við höfum verið hrakin
inn í af þjófum, kjánum
og öðrum siðblindum.
Úr þessu húsi komumst
við aldrei sofandi og
heldur ekki dottandi, við
verðum að vera vakandi
og á vaktinni og hafa þor
til að ráðast til atlögu við
landráðamenn íslenska
og bleyðibullur erlendar sem hafa
það eitt þor að stíga ofan á radd-
litla og lítilsgilda undir borðinu.
Þar sem menn eru augliti til auglit-
is við samningsborð, þá gildir eng-
in réttarmismunun, nema því að-
eins að samningsliðin séu af
mismunandi gæðum.
Svo sýnist sem íslensku samn-
ingamennirnir með hið uppvakta
hrokafulla talandi skegg í öndvegi
hafi verið úr lítt unnu hrágúmmíi í
þessu Icesave-máli Landsbankans,
gegn langþróuðum hjólbörðum
iðn- og herveldisins breska. Það er
ekki breskur almenningur sem er
óvinur okkar heldur nokkrir bresk-
ir stjórnmálamenn sem óttuðust
um stöðu sína á þann nákvæmlega
sama hátt og Jóhanna og jókerinn
hennar hér heima á Íslandi.
Þannig er það með græðgina, að
það er sama hver hún er, hún verð-
ur alltaf jafn siðblind. Jóhanna og
jókerinn hennar eru nú þegar orðin
okkur jafnvel hættulegri en útrás-
arflónin voru. Það stafar ekki endi-
lega af illvilja heldur mun fremur
af vitleysi. Þetta hörmulega vit-
leysi hefur nú tafið okkur í átta
mánuði. Allt púðrið hefur farið í
Evrópusambandskjaftæði með við-
límdri Icesave-þvælu. Gáfuparið
Jóhanna og jókerinn hennar skilar
okkur Evrópusambands-
samninganefnd með einstefnuloka
og án markmiða með sjálfumglöð
talandi skegg þau hin bæði í önd-
vegi.
Útrásarflónin
Fólk sem vinnur
með rassinum er
fylgjandi Evrópusam-
bandsaðild vegna
þess að þá fær það
púða undir rétt eins
og þeir guðirnir sem
vinna í Brussel. Með
Evrópusambands-
aðild fáum við sem
stöndum í lappirnar
og vinnum með hönd-
unum ekki neitt nema
þeir okkar sem læra á regluverkið
og hafa gaman af að krota á eyðu-
blöð og hafa geð til að hlaupa á milli
stofnana með tímasetningum réttum
til að sníkja aur. Bændur þeir ís-
lenskir til sjós og lands, hversu stolt-
ir sem þeir eru, verða ekki lengur
bændur ólseigir og ódrepanlegir,
heldur eyðublaðabændur á faralds-
fæti að sníkja aur, þar til þeir bogna
af óheiðri og annarri niðurlægingu.
Þá taka útrásarflónin við því svona
kerfi eru þeirra ær og kýr. Við sem
borgum skuldir óreiðuflóna fáum að
kaupa erlenda kjúklingavængi á
mógrillið okkar en hvorki læri né
bringur því við verðum á svörtum
skuldalista svo lengi sem á okkur
tórir sem nú lifum. Ef svo horfir sem
sér, þá verður ísaldarsauðfé íslenskt
geymt í genabönkum sem og kýr,
því það er hvergi hægt að ala þessar
skepnur án Íslendinga vegna van-
skilnings og þurftarleysis. Fiski-
menn, aðrir en íslenskir, verða feitir
um stund á meðan fiskast við Ísland.
Ísland er harðbýlt
Og á því illbúandi nútímalífi ef
ekki nyti auðlinda þess. Auðlindir Ís-
lands eru það sem alla heillar og
Evrópusambandið vantar til að
styrkja innviði sína. Íslendingar
sjálfir heilla enga vegna óafgreiddra
mála sem nú fara með mestu ruglu-
dallar Íslandssögunnar, kosnir þó
með löglegum hætti og er það veru-
lega umhugsunarvert. Aðild að Evr-
ópusambandinu er óafturkræf að-
gerð, sérstaklega með þann
skuldahala sem á að hengja aftan í
okkur. Við hér í norðvesturhorni
Evrópu verðum aldrei mikilsgild
þar innan um milljónir. Hvers
vegna eru Bretar og ýmsir aðrir
svo lukkulegir með aðildarumsókn
frá Íslandi? Ekki aðildarumsókn
þeirra, er með skrokk sínum og án
rasssetu byggðu þetta land. Heldur
aðildarumsókn Jóhönnu sam-
anspyrt við Icesave-klúðrið. Þegar
samningurinn liggur á borðinu, þá
skuluð þið sanna til að okkur verð-
ur stillt upp við vegg og sagt að nú
sé ekki hægt að snúa við, of mikið
hafi verið unnið til að ná þessum
stórgóða samningi. En samningur
verður það ekki því að í möppunni
verða bara skilyrði Evrópusam-
bandsins með rykrósum til nokk-
urra ára.
Rassatkvæði duga ekki
Þingmenn eiga að sjálfsögðu að
greiða atkvæði eftir sannfæringu
sinni og það er hafið yfir gagnrýni,
nema sú sannfæring sé öndverð við
gefin fyrirheit fyrir kjör. Við þær
aðstæður og þau málefni sem nú
eru uppi á Íslandi þá er það flónlegt
að leggja ekki lóð sitt á og gefa
skýrt í ljós skoðun sína. Þeir þing-
menn sem nenna ekki eða eru svo
viti skroppnir að halda að rass-
greitt atkvæði dugi við þær að-
stæður sem nú eru ættu að finna
sér annað að gera eða prófa hið
minnsta að biðjast afsökunar á mis-
tökum sínum. Atkvæði verður það
að vera með lóði sem vigtar, er við
sem litlu ráðum liggjum undir áföll-
um.
Völundarhús græðginnar
Eftir Hrólf Hraundal » Þannig er það
með græðgina,
að það er sama hver
hún er, hún verður
alltaf jafn siðblind.
Hrólfur Hraundal
Höfundur rekur vélsmiðju úti á landi.
RANNSÓKNIR
sýna að gæði hjúkr-
unar hafa mikil áhrif
á lífsgæði og heilsu
fólks. Ljóst er að þörf
fyrir hjúkrunarfræð-
inga eykst verulega á
komandi árum og því
nauðsynlegt að mæta
þeirri þörf. Þá er
brýnt að heilbrigð-
isyfirvöld, heilbrigðis-
starfsfólk og landsmenn allir leiti
nýrra leiða til að efla heilbrigði
þjóðarinnar og minnka kostnað í
heilbrigðiskerfinu með öryggi,
gæði og hagkvæmni að leiðarljósi.
Minni skortur
á hjúkrunarfræðingum?
Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga gerði nýverið könnun á mann-
eklu í hjúkrun og svör komu frá 50
stofnunum, sem ráða yfir 65%
stöðugilda hjúkrunarfræðinga í
landinu. Spurningar í könnuninni
voru sambærilegar spurningum
sem notaðar voru í yfirgripsmikilli
könnun félagsins um sama efni frá
2007. Niðurstöður könnunarinnar
nú gefa vísbendingar um mikla
breytingu því skortur á hjúkr-
unarfræðingum miðað við metna
þörf er nú 3,84%, en sú tala var
21,5 % árið 2007. Bent er á að fé-
lagið gerir fyrirvara um áreið-
anleika þessara talna því um
óformlega könnun er að ræða.
Ástæður þessa eru m.a. að vegna
efnahagsþrenginga hefur heilbrigð-
isþjónusta verið skert á ýmsum
sviðum; stöðugildum fækkað, dreg-
ið úr yfirvinnu, ekki ráðnir hjúkr-
unarfræðingar í afleysingar, tiltek-
inni þjónustu lokað tímabundið,
mannfrekar vaktir styttar og næt-
urvaktir lengdar. Sums staðar hafa
minna menntaðir starfsmenn kom-
ið í stað meira menntaðra. Slíkt
getur haft í för með sér að erfiðara
er að veita flókna hjúkrunarmeð-
ferð, t.d. á hjúkrunarheimilum og
getur því þurft að flytja sjúklinga
á sjúkrahús, þar sem kostnaður er
meiri. Augljóst er að framangreind
atriði hafa áhrif á gæði þjónustu
og jafnvel öryggi en Landlækn-
isembættið fylgist með þeim þátt-
um. Þá má benda á að hjúkr-
unarfræðingar hafa hækkað
starfshlutfall sitt og þeir sem unn-
ið hafa í einkageiranum hafa hætt
þar störfum og flutt sig í opinbera
geirann.
Góð menntun
– betri heilbrigðisþjónusta
Íslendingar hafa verið svo lán-
samir að búa við mjög gott heil-
brigðiskerfi og í erlendum sam-
anburði á gæðum
heilbrigðisþjónustu hefur oft komið
fram hve gæði þjónustu hérlendis
eru mikil. Enginn vafi leikur á því
í okkar huga að ein aðalástæða
þess er góð menntun heilbrigð-
isstarfsmanna. Íslendingar hafa
verið í framvarðarsveit hvað varð-
ar menntun hjúkrunarfræðinga en
nú eru 70% íslenskra hjúkr-
unarfræðinga með B.Sc-próf og sí-
vaxandi hluti þeirra með fram-
haldsmenntun. Námskrár í
hjúkrunarfræðinámi eru í stöðugri
mótun og úttektir sýna að námið
stenst fyllilega alþjóðlegan sam-
anburð. Sífellt flóknari heilbrigð-
isþjónusta krefst vel menntaðs
starfsfólks sem tryggt getur gæði
þjónustu og öryggi sjúklinga.
Rannsóknir sýna að betri mönnun
og meiri menntun hjúkrunarfræð-
inga hefur áhrif á lengd legutíma
sjúklinga, dánartíðni, fjölda fylgi-
kvilla, hættu á óhöppum og gæði
eftirlits með sjúklingum. Fari
mönnun undir öryggismörk getur
það haft í för með sér ómældar
þjáningar og aukið kostnað umtals-
vert.
Þörf fyrir fleiri
hjúkrunarfræðinga
Brýnt er að mennta nógu
marga hjúkrunarfræðinga til þess
að geta mætt þörfum samfélags-
ins. Ýmsar breytingar krefjast
enn fleiri hjúkrunarfræðinga, t.d.
hækkandi meðalaldur þjóðarinnar
og fjölgun alvarlegra og lang-
vinnra heilsufarsvandamála.
Hjúkrunarfræðingar skipta miklu
máli hvað varðar forvarnir og
heilsuvernd. Þá eykur styttri
legutími á sjúkrahúsum þörf fyrir
hjúkrunarþjónustu utan þeirra.
Áhyggjuefni er hve stórt hlutfall
hjúkrunarfræðinga lætur af störf-
um vegna aldurs næstu árin en
tæplega fjórðungur starfandi
hjúkrunarfræðinga er á aldrinum
55-64 ára. Einnig er áhyggjuefni
að í núverandi efnahagsástandi
leita fleiri hjúkrunarfræðingar
starfa erlendis, þar með taldir
nýútskrifaðir hjúkrunarfræð-
ingar, en það getur leitt til þess
að fagþekking flyst úr landi sem
verður ekki auðveldlega byggð
upp aftur. Á undanförnum árum
hafa útskrifast að meðaltali rúm-
lega 100 hjúkrunarfræðingar ár
hvert. Áætlað er að útskrifa þurfi
130-170 hjúkrunarfræðinga ár-
lega til að halda í horfinu. Aðsókn
að hjúkrunarfræðinámi hefur nú
aukist verulega og því er brýnt
að háskólum sé gert fjárhagslega
kleift að taka við fleiri hjúkr-
unarfræðinemum.
Heilsa – ein besta
fjárfesting sem völ er á
Heilbrigðisþjónusta hefur af-
drifarík áhrif á heilsufar og lífs-
gæði. Sagt er að kostnaður við
hana sé mikill, en hafa ber í huga
að verið er að fjárfesta í heilsu.
Tryggja þarf að fé sem varið er
til heilbrigðismála nýtist sem
best. Því þarf að forgangsraða og
móta heildræna stefnu um hvaða
þjónusta skuli veitt af ríkinu. Ár-
íðandi er að koma í veg fyrir að
mikilvæg þjónusta skaðist í nú-
verandi ástandi með þeim afleið-
ingum að byggja þurfi hana upp
á ný með ærnum tilkostnaði. Þó
að aðstæður séu þannig nú að
flest stöðugildi hjúkrunarfræð-
inga séu mönnuð er líklegt að
skortur á hjúkrunarfræðingum
muni aukast aftur af fyrr-
greindum ástæðum ef ekkert er
að gert. Því er mikilvægt að
horfa til framtíðar og mæta aukn-
um áhuga ungs fólks á hjúkrun
sem endurspeglast í aukinni að-
sókn að hjúkrunarfræðinámi.
Stöndum vörð um
heilbrigðisþjónustuna
Eftir Önnu Björgu
Aradóttur og Lauru
Sch. Thorsteinsson
» Þörf fyrir hjúkr-
unarfræðinga eykst
verulega á komandi ár-
um og því nauðsynlegt
að gera háskólum kleift
að taka við fleiri hjúkr-
unarfræðinemum.
Anna Björg
Aradóttir
Anna Björg er yfirhjúkrunarfræð-
ingur Landlæknisembættisins og
Laura er verkefnisstjóri hjá Land-
læknisembættinu og aðjúnkt við
hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Laura Sch.
Thorsteinsson