Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
Á ALLRA síðustu ár-
um hefur öflug sál-
fræðileg meðferð-
artækni rutt sér til rúms
sem nýtist við meðferð
djúpstæðs tilfinn-
ingavanda af marg-
víslegum toga, þá eink-
um eftiráfalls- og
álagsröskunar (Post
Traumatic Stress Dis-
order). Hér er átt við al-
varlegan tilfinn-
ingavanda sem myndast getur af
margvíslegum orsökum, svo sem til-
finningalegu og líkamlegu ofbeldi; kyn-
ferðislegri misnotkun; nauðgun; heim-
ilisofbeldi; alvarlegum áföllum og
slysum; náttúruhamförum (snjóflóð-
um, jarðskjálftum, o.s.frv.) o.fl.
Umrædd aðferð, EMDR, sem stend-
ur fyrir, Eye Movement Desensit-
isation and Reprocessing‘ var uppgötv-
uð 1987 af bandaríska sálfræðingnum
dr. Francine Shapiro.
Ef við verðum til dæmis fyrir hrotta-
legri líkamsárás og getum ekki varið
okkur þá verðum við, mjög líklega, fyr-
ir alvarlegu tilfinningalegu áfalli. Lífs-
reynslan situr ’föst’ í tilfinninga- og
minniskerfi heilans og heldur áfram að
skapa lamandi vanlíðan og kvíða hverju
sinni sem eitthvað verður til þess að ýfa
upp sárin. Oft þarf ekki mikið til, held-
ur aðeins eitthvað sem minnir á kring-
umstæður þegar líkamsárásin átti sér
stað. Í hvert sinn sem tilfinningavand-
inn blossar upp er sem viðkomandi
endurupplifi áfallið. Slíkt er ægivald
þeirra erfiðu tilfinningaviðbragða sem
hafa „frosið“ inni í miðtaugakerfinu.
Engu skiptir þá hversu stutt eða langt
er liðið frá áfallinu. Tilfinningavandinn
hefur hreiðrað um sig og virðist ekki
vera vinnandi vegur að losna undan af-
leiðingum erfiðs áfalls. Sú pattstaða
getur jafnvel varað ævi-
langt.
Hvernig virkar
EMDR og hvernig
fer meðferðin fram?
Eftir að viðfangsefni
meðferðar liggur fyrir,
til dæmis áfallavandi
vegna líkamsárásar, er
framkvæmd nákvæm
úttekt á hvaða hátt áfall-
ið hefur markað viðkom-
andi. Sjónum er beint að
erfiðum tilfinningum og
líkamsviðbrögðum, sjón-
rænum minningum auk neikvæðra
hugsana. Meðferðaraðilinn skráir nið-
ur og metur styrkleika þeirra áfalla-
viðbragða sem meðhöndla þarf til að
„afmá“ áfallavandann.
Skjólstæðingurinn kallar síðan fram
þau áfallaviðbrögð (tilfinningar, lík-
amsviðbrögð, sjónrænar minningar og
neikvæðar hugsanir) sem vekja mesta
vanlíðan. Samtímis þessu leiðir með-
ferðaraðilinn augnhreyfingar, í sam-
ræmi við leiðsagnarreglur EMDR
meðferðar. Meðferðaraðilinn situr til
hliðar við skjólstæðinginn og færir
höndina fram og til baka en skjólstæð-
ingurinn fylgir eftir með augunum
jafnframt sem hann leyfir marg-
víslegum áfallatengdum tilfinningum,
hugsunum og minningum að koma
fram í vitundina. Smám saman dvína
áhrif áfallsins og víkja fyrir jákvæðum
tilfinningum, líkamsviðbrögðum og
hugsunum. Að meðferð lokinni er
áfallaröskunin úr sögunni.
Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvers
vegna EMDR er eins skilvirk og raun
ber vitni sökum þess að vísindamenn
hafa ekki nægan skilning á með hvaða
hætti miðtaugakerfið ferlar sterkar til-
finningar og minningar. En margir
taugasálfræðingar álíta að EMDR
meðferð opni fyrir aðgang að sárum
tilfinningum og minningum jafnframt
því að stuðla að hraðri hugrænni og til-
finningalegri úrvinnslu sem greiðir
fyrir og leiðir til skjótvirks bata. Skjól-
stæðingar tala um að augnhreyfing-
arnar hafi áhrif til djúprar slökunar
sem jafnframt stuðli að hugflæði,
þannig að margvíslegar áfallatengdar
minningar koma upp á yfirborðið, hver
á fætur annarri.
Áhrifamáttur EMDR hefur verið
rannsakaður mjög ýtarlega og hafa
rannsóknarniðurstöður með afgerandi
hætti sýnt fram á skilvirkni EMDR
meðferðar. Bandaríska geðlækna-
sambandið (American Psychiatric
Association) hefur til að mynda sett
EMDR meðferð í efsta flokk þegar lit-
ið er til skilvirkni við meðferð áfalla-
röskunar. Rannsóknir hafa einnig sýnt
fram árangur EMDR við meðhöndlun
á vanda af öðru tagi. Þar má nefna
kvíðaröskun, fælni, prófkvíða, sorg-
arvanda, átröskun og sjálfsmynd-
arvanda.
Ítarleg umfjöllun um EMDR og um
vísindalegar rannsóknir á EMDR er
að finna á eftirfarandi vefsíðum:http://
www.emdr.com/
http://en.wikipedia.org/wiki/
Eye_Movement_Desensitization-
_and_Reprocessing
EMDR – öflug og skjótvirk með-
ferð við áfallatengdum vanda
Eftir Marteinn
Steinar Jónsson » Tilfinningavandinn
hefur hreiðrað
um sig og virðist ekki
vera vinnandi vegur
að losna undan afleið-
ingum erfiðs áfalls.
Sú pattstaða getur
jafnvel varað ævilangt.
Marteinn Steinar
Jónsson
Höfundur er fyrirtækja- og vinnusál-
fræðingur og sérfræðingur á sviði
klínískrar sálfræði (www.uttekt-
urlausn.is).
VIÐ ÞEKKJUM öll
áhrif fíknarinnar á sál
og líkama. Sumir þurfa
að gjalda fyrir hana háu
verði, jafnvel með lífi
sínu og vissulega getur
hún skilið eftir djúp ör í
tilveru fólks sem hefur
orðið henni að bráð.
Þótt fíknirnar séu trú-
lega óteljandi, koma
nokkrar í huga manns
sem alþekktar eru í þjóðfélaginu svo
hægt er jafnvel að tala um þjóðfélags-
mein í umræðunni um þær. Þó hinar
vísindalegu niðurstöður sem ég byggi
grein mína á geti trúlega átt við um
allar fíknir, fjalla ég einkum um þrjár
þeirra hér, enda er þeirra sérstaklega
getið í fyrrgreindum niðurstöðum.
Rannsóknir Dr. Hackl í Vínarhá-
skóla hafa sýnt að hugleiðsla, í þessu
tilviki Sahaja yoga, dragi úr neyslu
vímuefna, þ.e. eiturlyfja, áfengis og
tóbaks. Eins og við vitum nærast fíkn-
ir helst á ójafnvægi. Þetta ójafnvægi
lýsir sér meðal annars í ákveðnum
skorti sem einstaklingurinn reynir að
bæta upp með gerviefnum sem koma
honum í eitthvert sæluástand. Sá galli
fylgir hins vegar gjöf Njarðar að á
meðan sá hinn sami þekkir ekki sjálf-
an sig og um leið þá undraverðu
tækni sem líkami hans býr yfir til að
uppfylla alla hans drauma er hann
fullur af sjálfsblekkingum. Hann trúir
ekki á eigin mátt og velur aðeins það
sem hann þekkir og þau áhrif sem því
fylgir. Og þá skiptir ekki öllu máli
hvort hann þekkir að fullu afleiðingar
þess ástands sem hin hættulegu gervi
– eða segjum heldur eiturefni hafa í
för með sér, hann svífst einskis til að
upplifa, þó ekki sé nema einu sinni, þá
undraverðu sælu sem sérhver maður
á í raun rétt á að upplifa – bara á heil-
brigðan hátt.
Með því að stunda
hugleiðslu Sahaja yoga
reglulega er unnt að
koma á því jafnvægi
sem tryggir þetta sælu-
ástand meir og meir,
þar til það eitt lýsir upp
tilveru okkar á kostnað
allra hugsanlegra
skuggahliða tilver-
unnar. Í krafti hug-
leiðslunnar virkjum við
lífsorkuna sjálfa, Kun-
dalini og um leið mið-
taugakerfið, (parasympathetic nervo-
us system), sem gerir allt okkar líf
auðveldara og áreynsluminna en ella.
Þegar slaknar á báðum hliðum sjálf-
ráða taugakerfisins, (sympathetic
nervous system), nær hin móðurlega
orka, (Kundalini), að opna betur orku-
stöðvar okkar og hreinsa um leið sér-
staklega þau líffæri sem mestrar að-
hlynningar þarfnast. Á undraverðum
tíma (stundum jafnvel bara á broti úr
sekúndu), smýgur þessi uppspretta
alls lífs á jörðinni um allt okkar innra
orkukerfi, allar frumur líkamans, los-
ar um stíflur og tappar að endingu öll-
um þeim óhreinindum og allri þeirri
spennu sem í okkur býr af líkamanum
um sjöundu orkustöðina, Sahasrara,
(sem er staðsett á hvirflinum og er
samtengd orkupunktum í miðjum lófa
og miðri ilinni).
Upprisu Kundalini fylgir aukin
virkni alpha og theta bylgna á fremra
svæði heilans vinstra megin, sem og á
Limbic-svæði heilans (á milli vinstra
og hægra heilahvels). Þetta vekur
upp framleiðslu Beta endorfíns sem
færir okkur m.a. þá tilfinningu sem
við getum kallað sæluástand – sem
vímuefnaneytendur þrá kannski innst
inni að öðlast – en sem við getum
einnig upplifað með ýmsum öðrum
hætti, þó það sé oft vissum takmörk-
um og ytri skilyrðum háð, t.d. þegar
við verðum ástfangin eða iðkum ein-
hverja íþrótt af kappi, (m.a. við lang-
hlaup). Hugleiðslan er hins vegar að-
eins undir okkur sjálfum komin. Í
krafti hennar verðum við okkar eigin
gúrúar, eigin meistarar yfir okkar
eigin lífi. Við þurfum ekki einu sinni
að setja okkur lífsreglurnar, þær
koma sjálfkrafa inn í líf okkar um leið
og okkur tekst að virkja æ betur mið-
taugakerfið og kyrra átök hugar og
hjarta. Sannleikurinn rennur óðara
upp fyrir okkur, brynjur sjálfsblekk-
ingarinnar hrynja hver á fætur ann-
arri og þörfin fyrir einhverja gervi-
sælu lítur ekki aðeins út fyrir að vera
hreint út sagt hlægileg heldur gufar
upp af sjálfu sér án þess að við þurf-
um að rembast nokkurn skapaðan
hlut. Vaninn sem fíkninni fylgir gæti
lifað lengra lífi en uppspretta hans en
það kemur einnig að því að meira að
segja hann þurrkast út í krafti nýrrar
og betri reynslu. Í staðinn nálgumst
við kjarna tilverunnar og sækjumst
eftir öllu því góða sem stafar frá hon-
um og bæði býr í okkur sjálfum og
endurspeglast í umhverfi okkar – þó
án nokkurra öfga eða blindrar hlýðni
við bókstafstrú þeirra sem ekki eru
frjálsir. Lifið heil! Sjá nánar um áhrif
Sahaja yoga á vímuefnaneyslu í vef-
síðunum: www.meditation.co.uk. og
www.sahajayoga.is / www.sahaja-
yoga.org.
Sahaja yoga og fíknirnar
Eftir Benedikt
Sigurðsson »Hugleiðslan er hinsvegar aðeins undir
okkur sjálfum komin.
Í krafti hennar verðum
við okkar eigin gúrúar,
eigin meistarar yfir
okkar eigin lífi.
Benedikt Sigurðsson
Höfundur er listamaður,
talnaspekingur og útgefandi.
SÍÐUSTU daga
hefur talsvert verið
ritað og rætt um mál-
efni nemenda sem ný-
verið útskrifuðust úr
10. bekk grunnskóla
og eiga í erfiðleikum
með að komast í þann
framhaldsskóla sem
hugur þeirra stefndi
til. Hvernig má það
vera að svo fjölmargir
nemendur og ekki síður for-
eldrar þeirra, hafa orðið fyrir
svona miklum vonbrigðum? Reiði
foreldra er vel réttlætanleg. Þeir
hafa fylgst með börnum sínum
leggja sig fram við námið und-
anfarin ár, einkunnir virðast
ljómandi fínar en síðan fara
áætlanir úr skorðum. Umræðan
virðist benda til nokkurs ósam-
ræmis í kerfinu og jafnvel til
skorts á upplýsingum. Það eru
ekki aðeins foreldrar sem hafa
kvatt sér hljóðs til að fjalla um
þessi mál, heldur þykir mörgum
kennaranum líka nóg um vand-
ann.
Þegar 10. bekkingar sækja um
skólavist í framhaldsskóla býðst
þeim að velja nokkra skóla og
forgangsraða þeim eftir eigin
óskum. Í haust fengu margir
nemendur vandaðar kynningar á
þeim framhaldsskólum sem
myndu standa þeim til boða
næsta haust. Einhver misbrestur
hefur þó orðið á því að gefa unga
fólkinu haldgóðar leiðbeiningar
um hvernig væri best að sækja
um skólavist. Dæmi er t.d. um
pilt sem hélt að framhaldskól-
arnir veldu inn nemendur út frá
meðaleinkunn. Þessi nemandi
valdi félagsfræðibraut í óskaskól-
anum sínum en komst ekki inn í
skólann. Ef hann hefði hins veg-
ar valið náttúrufræðibraut þá
væri hann kominn inn í skólann,
skólinn valdi eftir meðaltali ein-
kunna út frá því hvaða braut var
sótt um. Þessar upplýsingar
höfðu af einhverjum ástæðum
ekki komist til skila í kynningu á
viðkomandi skóla. Þetta er að-
eins lítið dæmi. Nú sér pilturinn
á eftir öllum félögunum í þennan
skóla, honum býðst aðeins að
fara um sinn í allt annan skóla í
allt öðru hverfi. Hvaða áhrif hef-
ur það mögulega á námsáhuga
og ýmsa félagslega þætti að fá
ekki lengur að vera samferða fé-
lögunum? Það má líka velta því
fyrir sé hvort nemendur eigi að
hafa forgang að framhaldsskóla í
sínu hverfi þegar um slíkan kost
er að ræða. Til hvers voru fram-
haldsskólar annars byggðir á
mismunandi stöðum í borginni?
Eftir hverju skyldu nemendur
helst fara þegar þeir velja sér
framhaldsskóla? Þessi spurning
á við nemendur um allt land.
Vonandi er það eftir eigin áhuga-
sviði. Hugsanlega kemur þar líka
inn einhver ákveðin hefð innan
fjölskyldunnar, eða getur verið
að stundum sé jafnvel um að
ræða ákveðnar tískusveiflur?
Ástæður fyrir vali geta verið
margar.
Nokkuð hefur borið
á umfjöllun um ótrú-
lega góðan náms-
árangur einstakra
skólastofnana. Það er
alltaf gleðilegt þegar
nemendur ljúka
grunnskólanámi með
afburða árangri, en er
það raunverulega svo
nú í öllum tilvikum?
Var nægilegt sam-
ræmi milli námsmats
í 10. bekk? Hvernig
var ákveðið hvað skyldi haft til
marks um námsdugnað, þekkingu
nemenda og hæfni til framhalds-
náms? Hvernig var þess samræm-
is gætt sem er nauðsynlegt þegar
um svo mikilvægar og oft ör-
lagaríkar ákvarðanir eru teknar
eins og að ákveða hverjir fá leyfi
til að stunda nám í hvaða fram-
haldsskóla. Ef t.d. vinna nemenda
yfir veturinn og verkefnaskil vega
mjög mikið í námsmatinu, er þá
ekki talsverð hætta á að það gæti
ekki nægilegs samræmis á milli
kennara og að matið verði stund-
um of huglægt? Var námsmats-
aðferðin sem varð fyrir valinu jafn
hagstæð stúlkum og piltum? Það
er hægt að velta ýmsum spurn-
ingum fyrir sér. Hvaða skilaboð er
verið að senda unga fólkinu okkar
þegar ástandið er orðið eins og
það er núna? Skiptir það ekki
lengur máli að stunda námið af
eljusemi og kostgæfni, vanda til
verksins og standa sig vel? Það að
standa sig vel í einum skóla, tákn-
ar það eitthvað allt annað í öðrum
skóla?
Löngum hefur verið sagt að
mennt sé máttur. Þó nú kveði við
sparnaðartónar úr öllum áttum og
nauðsynlegt sé að hlýða því kalli
við þær aðstæður sem hafa skap-
ast í þjóðfélaginu okkar, þá er
okkur skylt að standa vörð um
æsku landsins, unglingana okkar
sem eiga að taka við landinu. Þau
eru að taka sín fyrstu skref út í
þjóðfélagið. Þó sparnaður sé nauð-
synlegur þá má ekki skera niður
um of þar sem frekar þarf að hlúa
að og styrkja. Sumt þarf heldur
ekki að kosta peninga, eins og t.d.
það að gefa unglingunum og for-
eldrum þeirra réttar upplýsingar
um hvernig best sé að haga nám-
inu, eftir hverju verði farið við
námsmatið. Samræmdu prófin
höfðu ýmsa galla en það sýnir sig
að á einhvern hátt verður að
leggja áherslu á samræmi í náms-
mati og einkunnagjöf.
Það er lærdómsríkt að fylgjast
með breytingunum sem verða á
fasi og framkomu margra ung-
linga frá því að þeir útskrifast úr
10. bekk og svo þangað til
skömmu síðar er þeir ganga frá
umsókn sinni í framhaldsskóla.
Þeir eru loksins komnir út í alvöru
lífið. Það er einstakt að fá að
fylgjast með þessari breytingu
þegar hún er jákvæð og framtíðin
brosir við unga fólkinu sem er
fullt eftirvæntingar og gleði. Nú
eru víða brostnar vonir. Hvað er
hægt að gera til að breyta því?
Unglingarnir skipta okkur öll
máli. Berum virðingu fyrir tilfinn-
ingum þeirra. Hvernig viljum við
sjá framtíð unga fólksins? Hvernig
viljum við sjá framtíðina á Ís-
landi?
Stöndum betur að
vali 10. bekkinga í
framhaldsskólum
Eftir Jónu Björg
Sætran
Jón Björg Sætran
»Hvaða skilaboð er
verið að senda unga
fólkinu okkar þegar
ástandið er orðið eins og
það er núna?
Höfundur er menntunarfræðingur.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið