Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 31
Umræðan 31BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
ÁLFTANES
Fallegt ca 137 fm einbýli
á einni hæð við Vesturtún,
staðsett innst í botnlanga
með fallegum garði í kring.
Innbyggður ca 25 fm
bílskúr en íbúðin er ca
112 fm að stærð. Bjart og
skemmtilegt hús og
frábært umhverfi.
V. 35,9 m. 8434
SJÚKRANUDD er viðurkennd
heilbrigðisstarfsgrein og ber
sjúkranuddurum að starfa sam-
kvæmt reglugerð
nr. 204/1987 með
síðari breyt-
ingum og fara að
læknalögum.
Ekki er hægt að
læra sjúkranudd
á Íslandi og eru
þeir skólar sem
heilbrigðisráðu-
neytið við-
urkennir í Þýska-
landi og Kanada.
Námið, sem tekur þrjú ár og er á
háskólastigi, byggist m.a. á líf-
færafræði, lífeðlis-og lífefnafræði,
sjúkdómafræði, hreyfingarfræði,
meinafræði, siðfræði, taugafræði,
taugalífeðlis- og lífefnafræði og inn-
kirtlafræði. Einnig æfingum,
kennslu í skoðun og mati á lík-
amlegu ástandi sjúklings, vatns-
meðferðum og sérhæfðum sjúkra-
nuddaðferðum. Þar sem ekki er
hægt að læra sjúkranudd á Íslandi
gerir sú staðreynd það m.a. að
verkum að ekki fjölgar hratt í stétt-
inni. Starfandi sjúkranuddarar á Ís-
landi í dag eru um 30 sem ekki þyk-
ir mikið. Nú virðist vera í tísku að
fara í nudd og er það sannarlega af
hinu góða. En nokkurs misskilnings
hefur gætt varðandi þessa stétt. Í
munni fólks eru t.d. sjúkraþjálfar
oft nefndir nuddarar, sem er auð-
vitað rangnefni, og eins hafa hinir
ýmsu nuddarar gefið sig út fyrir að
vera sjúkranuddarar. Kínverskt
nudd og fleira í þeim dúr er til að
mynda ekki sjúkranudd. Fólk ætti
að vera meðvitað hvert það er að
fara og hvernig meðferð það er að
sækjast eftir. Margar stofur aug-
lýsa að þær hafi sjúkranuddara inn-
anborðs sem reynist svo ekki rétt
þegar betur er að gáð. Þar sem lög-
giltur sjúkranuddari starfar, á að
hanga uppi á vegg löggilding-
arpappír frá heilbrigðisráðuneyti
þar sem segir að viðkomandi hafi
löggildingu í sinni grein. Og ef ein-
hver er að fara í sjúkranudd á hann
heimtingu á að sjá löggilding-
arpappíra áður en meðferð hefst.
Sjúkranuddarafélag Íslands
(SNFÍ) hefur verið að taka á þess-
um málum og biðjum við almenning
að vera vakandi því það er ekki það
sama nudd og sjúkranudd. Sjúkra-
nudd er meðferðarform, viðurkennt
af heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi.
Nokkuð hefur einnig verið um
það að fólk álíti, vegna þess að
Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki
niðurgreitt meðferð hjá sjúkra-
nuddara, að sú stétt sé þar með
ekki löggild heilbrigðisstétt. Það er
auðvitað alrangt og má benda á að
fram undir hið síðasta hafa hvorki
iðjuþjálfar né sálfræðingar verið
inni í niðurgreiðslukerfi Sjúkra-
trygginga Íslands þótt enginn efist
um að þetta séu löggiltar heilbrigð-
isstéttir.
Það er markmið Sjúkranudd-
arafélags Íslands að afla sjúkra-
nuddi sömu virðingar og viðurkenn-
ingar og það nýtur í öðrum löndum
innan vestrænna læknavísinda svo
og að auka samstarf við aðrar heil-
brigðisstéttir. Nú þegar eru sjúkra-
nuddarar starfandi víða, t.d. á
sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum,
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði
og á eigin stofum. Það er því von
okkar að þessi stétt haldi áfram að
þróast við hlið og í samvinnu við
aðrar heilbrigðisstéttir í landinu,
landsmönnum öllum til hagsbóta.
ELSA LÁRA ARNARDÓTTIR,
formaður
Sjúkranuddarafélags Íslands.
Hvað er sjúkranudd?
Frá Elsu Láru Arnardóttur
Elsa Lára
Arnardóttir
TE & kaffi er fjölskyldufyrirtæki
sem var stofnað árið 1984 af Sig-
mundi Dýrfjörð og Berglindi Guð-
brandsdóttur. Flestir landsmenn
þekkja fyrirtækið af því góða kaffi
og tei sem fyrirtækið hefur boðið
landsmönnum upp á, nú í aldarfjórð-
ung.
Te & kaffi hefur ávallt verið í eigu
okkar stofnenda, nema að frátöldu
þriggja ára tímabili, en á því tímabili
átti Penninn 30% hlut í félaginu. Í
dag, eftir gjaldþrot Pennans, hefur
hluturinn verið keyptur til baka.
Samstarfið við Pennann hefur verið
mjög farsælt og verður áfram í
óbreyttri mynd, þótt ekki sé um
eignarhald að ræða.
Einhvers misskilnings gætti í
samfélaginu varðandi sölu á þessum
eignarhlut til Pennans á sínum tíma
og héldu margir að Penninn ætti Te
& kaffi og sæi alfarið um daglegan
rekstur þess. Slíkt var þó fjarri,
enda var 70% hlutur alltaf í eigu
okkar og daglegur rekstur og yf-
irumsjón breyttist ekkert þrátt fyrir
að Penninn ætti í fyrirtækinu.
Þegar rekstur Pennans var yf-
irtekinn af ríkinu töldu margir að nú
væri Te & kaffi rekið af ríkinu. Þetta
var mjög leiður misskilningur og að
sjálfsögðu ekki rétt. Hið rétta er að
30% hluturinn, sem gamli Penninn
átti, varð eftir í þrotabúi Pennans.
Sá hlutur hefur nú verið keyptur af
okkur aftur eins og áður sagði og er
því fyrirtækið alfarið í okkar eigu,
rétt eins og það hefur verið lengst-
um. Te & kaffi er og verður öflugt ís-
lenskt fjölskyldufyrirtæki og heldur
áfram að vera í fararbroddi íslenskr-
ar kaffimenningar.
Sigmundur Dýrfjörð og
Berglind Guðbrandsdóttir,
eigendur Tes & kaffis.
Te & kaffi er
fjölskyldufyrirtæki
Frá Sigmundi Dýrfjörð og
Berglindi Guðbrandsdóttur
Það er staðreynd að
lífið færir okkur mis-
erfiðar áskoranir til að
takast á við. Andlát
ástvinar, erfið æska,
starfsmissir, skilnaður
og önnur áföll af þessu
tagi eru dæmi um slíka
erfiða lífsreynslu.
Hvernig tekst fólk á
við áskoranir sem
þessar sem breyta lífi
þess? Er hægt að kenna fólki að
standast áskoranir lífsins og þrífast?
Orðið „resilience“ kemur úr latínu
og þýðir „að ná sér“ eða „spjara
sig“. Á íslensku hefur orðið verið
notað til að lýsa þeim eiginleikum að
aðlaga sig fljótt þegar maður stend-
ur andspænis hörmungum, ógn-
unum, áföllum og mótlæti. Banda-
ríska sálfræðifélagið (The American
Psychological Association) útlistar
10 leiðir til að byggja upp seiglu:
1. Byggðu upp tengsl og jákvæð
samskipti við vini, nána ættingja eða
aðra. Hægt er að auka seiglu með
því að fá stuðning, umhyggju og
hlustandi eyru hjá öðrum. Fólk sem
býr yfir seiglu stendur ekki eitt, það
leitar eftir stuðningi og aðstoð.
2. Reyndu að líta á vandamál sem
yfirstíganleg og eitt-
hvað sem þú ræður við.
Þú getur ekki haft
stjórn á öllu því sem
gerist, en þú getur haft
mikil áhrif á hvernig
þú túlkar og bregst við
því sem gerist.
3. Sættu þig við það
að breytingar eru óhjá-
kvæmilegur hluti af líf-
inu. Þær eru þroskandi
og veita okkur tæki-
færi til að sjá eitthvað
nýtt. Þær geta leitt til
farsældar þó að við sjáum það
kannski ekki á stað og stund. Ein-
blíndu á það sem þú getur breytt.
4. Taktu skref í áttina að mark-
miðum þínum. Settu þér raunhæf
markmið og taktu lítil skref áfram.
5. Vertu virkur og gerðu eitthvað
í þínum málum í stað þess að óska
þér þess eins að lífið væri einfald-
ara.
6. Skimaðu eftir tækifærum til að
læra meira um sjálfan þig. Þetta
getur leitt til persónulegs þroska,
aukinnar sjálfsvirðingar og meira
þakklætis.
7. Byggðu upp jákvætt viðhorf í
eigin garð. Leggðu þig fram um að
bæta trú á eigin hæfni til að takast á
við vandamál og treystu á hæfni
þína til að byggja upp seiglu. Hafðu
trú á sjálfum þér og styrkleikum
þínum.
8. Settu hlutina í rétt samhengi.
Mundu eftir að horfa til lengri tíma.
Hlúðu að hæfni þinni til að takast á
við slæma tíma alveg eins og góða
tíma. Trú á framtíðinni er lyk-
ilatriði. Forðastu að gera of mikið úr
atburðum sem þú sérð enga leið út
úr.
9. Viðhaltu jákvæðu viðhorfi. Gott
er að ganga út frá því að góðir hlutir
muni gerast. Hugsaðu um það sem
þú sækist eftir.
10. Hugsaðu um sjálfan þig með
því að taka þátt í því sem þú hefur
gaman af því oft eru það hlutir sem
þú gerir vel og gefa lífinu tilgang.
Þetta hjálpar líkama og sál við að
takast á við áskoranir.
Að ná sér eftir mótlæti í lífinu
Eftir Ingrid
Kuhlman » Það er staðreynd
að lífið færir okkur
miserfiðar áskoranir
til að takast á við.
Hvernig tekst fólk
á við slíkar áskoranir
sem breyta lífi þess?
Ingrid Kuhlman
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar.
ALLT frá upphafi
hefur maðurinn sett
mark sitt á það um-
hverfi sem hann lifir
í. Hann byggir, rækt-
ar, umbreytir og nýt-
ir þær auðlindir sem
eru til staðar. Með tíð
og tíma verða um-
merkin um rask hans
og viðleitni dýrmætur
vegvísir fyrir þá sem
á eftir koma og vilja
skynja og lesa fortíðina. Þessar
menjar kallast menningar- eða
búsetulandslag og undanfarna
áratugi hefur kviknað áhugi á að
vernda þær.
Allir þekkja steinana á Stone-
henge og þótt enginn viti hver til-
gangurinn var með að reisa þá er
staðurinn magnaður og allar
kenningar um gildi hans í raun
jafnréttháar. Steinarnir stóru á
hæðinni eru hluti af menningar-
landslagi. Erfitt er að ímynda sér
hvernig og hvort heimsmynd okk-
ar væri önnur ef Stonehenge
hefði notið verndar á sínum tíma
og við vitað meira um bæði
hvernig og hvers vegna stein-
hringurinn var gerður. Þess
vegna berum við sem núna lifum
ríka ábyrgð gagnvart komandi
kynslóðum og verðum að sjá til
þess að við skilum þeim vel varð-
veittri og læsilegri sögu.
Í hrauninu milli Voga og
Grindavíkur liggur Skógafella-
gata, gömul þjóðleið. Göngufólk
nútímans stillir sér upp rétt ofan
Reykjanesbrautar og rýnir í
hraunið. Eftir litla stund nær
augað að greina vörður en síðar
verður gatan greinilegri og víða
hafa fætur manna og hesta grafið
djúpt. Tilhugsunin um að hér
standi maður í sömu sporum og
forfeður okkar og -mæður er
heillandi og auðvelt að sjá fyrir
sér veðurbarða sjómenn, klyfjaða
fiski úr hlut sínum, feta götuna.
Sumir eru þreyttir og bognir í
baki og heyra má þá mása og
dæsa undir byrðum sínum. Aðrir
stíga létt til jarðar, raula eða
blístra glaðir yfir að vera á leið
heim með kærkomna björg í bú.
Gatan er dæmi um menning-
artengt landslag.
En það þarf ekki að leita langt
yfir skammt. Laug-
arnesið er perla við
bæjardyrnar. Þar
hefur verið óslitin
búseta frá upphafi
byggðar og í lands-
laginu má sjá menj-
ar um forna búskap-
arhætti,
byggingarlag og
bæjarhóllinn geymir
án efa óteljandi ger-
semar sem íbúarnir
hafa týnt eða fyr-
irgert fyrir klaufa-
skap. Staðir eins og
þessir hafa yfir sér einhverja
helgi, töfra sem allir skynja því
þarna eru vegfarendur í beinum
tengslum við mannlíf fyrri alda.
Tilfinningarnar eru skrifaðar í
landslagið, óttinn sem hafið vakti
þegar það ýfði sig og menn voru
ekki komnir af sjó. Gleðin yfir
blómunum í túninu þegar harð-
gerðustu jurtirnar skutu upp
fyrstu sprotunum á vorin. Börnin
hafa tekið „peningana“ (aldinin)
úr lokasjóðnum og notað sem
skiptimynt í búðarleik.
Reykjavíkurborg hefur lýst
Laugarnesið allt borgarminjar
og samkvæmt því á ekki að vera
hægt að hrófla við minjum um
búsetu á þessum stað án leyfis.
Á undanförnum áratugum hefur
það engu að síður verið gert og
margt sem ógnar því að hægt
verði að halda því óbreyttu um
ókomin ár. Vegurinn sem liggur
inn á Laugarnesið var lagður yf-
ir gömlu heimreiðina að Holds-
veikraspítalanum. Við gerð hans
komu upp steinar úr grunni spít-
alans sem áður höfðu verið not-
aðir í vegghleðslur biskupsstofu.
Sumir enduðu í hlöðnum vegg
við bílastæðið en aðrir eru horfn-
ir. Biskupshóllinn stendur til
hliðar við safnið og var áður ein-
stakur útsýnisstaður yfir sundin,
einkum eftirsóknarverður áning-
arstaður í kvöldkyrrð en núna er
hann þakinn ágengum erlendum
plöntum, grjóti og járnarusli sem
hlaðið hefur verið þar upp.
Tröllahvönn og skógarkerfill eru
við það að þekja hólinn sem er
friðaður.
Suðurkotsvörin eða Spít-
alavörin er breytt því grjót hefur
verið flutt úr henni og hlaðið upp
annars staðar. Norðurkotsvörin
og rústir Norðurkots eru enn vel
sýnileg og varðveitt en hrunið
hefur úr gróðurþekjunni við
enda vararinnar og það þyrfti að
laga. Handan við vörina er hins
vegar fallegur melur þar sem ís-
lenskar jurtir vaxa í friði og hafa
orðið fjölbreyttari og grósku-
meiri með hverju árinu. Beða-
slétturnar hverfa árlega undir
gras og hið sama má segja um
rústir kirkjunnar og kirkju-
garðsins. Þarna eru upplýs-
ingaskilti sem segja til um hvers
konar minjar er að ræða en það
gagnast göngufólki lítið þegar
ekkert er sýnilegt fyrir grasi.
Spánarkerfill vex á bæj-
arhólnum og er tekinn að breiða
sig yfir hann og niður í átt að
beðasléttum í Laugarnestúninu
sem eru ómetanlegar minjar um
hvernig tún voru sléttuð, áður en
þúfnabaninn kom til. Þistill, njóli
og hvönn teygja sig sömuleiðis
yfir túnin og ógna smávaxnari
jurtum. Þarna þyrfti að gera
stórátak í að hefta vöxt þessara
plöntutegunda til að tryggja að
landslag í Laugarnesinu verði
áfram það minjasvæði sem því
er ætlað að vera.
Það er ekki nóg að friða og
vernda í orði. Friðun fylgir sú
ábyrgð að halda við og tryggja
að minjar þær sem njóta vernd-
ar glatist ekki. Laugarnesið er
vinsælt útivistarsvæði og þangað
fara stórir hópar fólks til að
sækja sér þann kraft og gleði
sem felst í umgengni við náttúr-
una. Enn er ekki orðið of seint
að snúa við og laga það rask sem
orðið hefur á nesinu og færa
landshætti nær fyrra horfi.
Borgaryfirvöld hafa í hendi sér
að gera það og þeir sem unna ís-
lenskri sögu, menningu og nátt-
úru hljóta að styðja þau í þeirri
viðleitni.
Í sporum forfeðranna
Eftir Steingerði
Steinarsdóttur » Við sem lifum núnaberum ríka ábyrgð
gagnvart komandi
kynslóðum og verðum
að sjá til þess að við
skilum þeim vel varð-
veittri og læsilegri sögu.
Steingerður
Steinarsdóttir
Höfundur er leiðsögumaður.