Morgunblaðið - 26.07.2009, Síða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
Á fallegri sumar-
nóttu kvaddi ástkær
amma okkar þetta líf.
Hvíldin var kærkomin
og nú er hún komin til
guðs og afa sem lést
fyrir átján árum. Hann hefur eflaust
tekið á móti henni með kóngabrjóst-
sykur í skál eins og hans var vani. Við
systur vorum svo heppnar að amma
bjó hjá okkur eftir að afi dó. Þá var
Oddný 16 ára og Kolbrún 9 ára. Hún
var fyrstu árin aðeins á nóttinni en
dvaldi í húsi sínu á Hjallavegi 2 yfir
daginn. Hún gekk alltaf upp og niður
Hjallaveginn og sagði að það væri fín
æfing. Áður en hún fór úr húsinu sínu
signdi hún yfir alla takkana á eldavél-
inni því hún var svo eldhrædd.
Amma hafði mjög gaman af því að
syngja og dansa. Sérstaklega fannst
henni gaman að fara á þorrablót. Síð-
asta blótið fór hún á 2006 og lét sig
ekki muna um að klára ballið sem var
ekki búið fyrr en klukkan var langt
gengin í fjögur um nóttina.
Fyrir tveimur árum flutti amma á
öldrunardeild FSÍ á Ísafirði. Það var
erfitt í fyrstu, sérstaklega fyrir hana
og mömmu. En amma var fljót að að-
lagast enda úrvalsstarfsfólk þar sem
stjanar við heimilisfólkið. Eitt skiptið
sem Kolbrún kom í heimsókn í há-
degishléinu sínu sátu amma og vin-
kona hennar hvor í sínum stólnum.
Þær voru saddar og sælar eftir mat-
inn og voru alltaf að dotta. Kolbrún
stillti þá símann sinn og lagði sig með
þeim. Þetta er gott dæmi um hversu
notalegt andrúmsloftið er á öldrunar-
deildinni.
Eitt af því sem hún hafði mikla
ánægju af á deildinni var að mæta í
guðsþjónustur í kapellunni þar. Hún
kunni alla sálma, enda söng hún með
kór Suðureyrarkirkju í rúma 3 ára-
tugi. Okkur þótti mjög vænt um
hversu amma fékk að njóta sín í söng
á öldrunardeildinni.
Síðasta árið fór heilsu ömmu hrak-
andi, hún hætti að geta gengið um
eins og hún gerði alltaf. Þó svo að hún
þekkti okkur ekki alltaf undir það
síðasta bjargaði hún því með því að
segja eitthvað fyndið. Stundum hló
hún og við líka án þess að vita hvers-
Svava Hansdóttir
✝ Svava Hansdóttirfæddist á Meiri-
bakka í Skálavík hinn
28. desember 1921.
Hún lést 18. júlí sl.
Útför Svövu fór
fram frá Suðureyr-
arkirkju föstudaginn
24. júlí síðastliðinn.
vegna.
Elsku amma.
Við þökkum þér fyr-
ir allt sem þú gafst
okkur.
Þú ert og verður
alltaf yndislega amma
okkar.
Guðrún Oddný
Schmidt,
Kolbrún Elma
Schmidt.
Hinsta kveðja til
elsku langömmu okk-
ar.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins
perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson.)
Guð geymi þig.
Aníta Sif, Björn Ívar, Berg-
þór Snær, Fríða Björg, Guð-
björg Halla, Gísli Fannar og
Anna Málfríður.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
hjá Svövu ömmu langar mig að
þakka henni langa og góða samfylgd
í gegnum árin frá því að ég, þá sex
ára stelpa, varð hluti af fjölskyldu
hennar.
Svava var ung sett í fóstur aðeins
níu vikna gömul þar sem móðir
hennar Ingibjörg Magnúsdóttir frá
Flateyri hafði engin tök á að ala önn
fyrir henni. Hún ólst upp hjá Hall-
beru Jónasdóttur og Gísla Jóseps-
syni á Kroppstöðum í Skálavík og
síðar í Bolungarvík ásamt fjórum
börnum þeirra hjóna en þau tóku
auk hennar tvö önnur börn í fóstur
og átti hún þar gott heimili. Líf
Svövu hefur ekki alltaf verið dans á
rósum frekar en margra af hennar
kynslóð. Hún þurfti að hafa fyrir
hlutunum og hafði ekki mikla pen-
inga handa á milli en lét sér það
samt duga og var nægjusöm kona.
Svava giftist Hallbirni Guðmunds-
syni sjómanni 6. des. 1941 en Bjössi
dó árið 1991. Þau bjuggu alla sína
búskapartíð á Suðureyri fyrir utan 5
ár sem þau bjuggu í Bolungarvík.
Svava vann ýmis störf utan heim-
ilis í gegnum tíðina. Þar má nefna
störf í fiskvinnslu við hörpudisk-
vinnslu og harðfiskverkun en síð-
ustu starfsárin vann hún í þvotta-
húsi Fiskvinnslunnar Freyju á
Suðureyri.
Svava og Bjössi eignuðust 4 börn.
Það eru Valgeir fósturfaðir minn,
Gísli, Róbert og Valgerður og var
hún umvafin stórum afkomendahópi
síðustu árin og átti með þeim marg-
ar ánægju- og gleðistundir.
Svava starfaði í fjölda ára í kirkju-
kór Suðureyrarkirkju og hafði ein-
staklega fallega söngrödd. Hún
hafði líka mikið yndi af því að lesa og
las allt sem hún komst yfir og var
örugglega einn besti viðskiptavinur
bókasafnsins á Suðureyri.
Svava dvaldist á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar frá því að hún
missti mann sinn og bjó þar við ein-
staklega gott atlæti, en sl. 2 ár
dvaldi hún á öldrunardeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á Ísafirði þar
sem hún lést.
Ég minnist þess þegar ég heim-
sótti hana þangað að við fórum í smá
leik við að kveðast á, þar sem ég
byrjaði á að syngja lag línu og hún
hélt áfram og kláraði vísuna og svo
koll af kolli. Því þó minnið væri að
svíkja hana síðustu mánuðina þá var
hún ótrúlega minnug á vísur, ljóð og
sálma sem hún hafði lært í gegnum
tíðina og það átti svo sannarlega við
hana Svövu ömmu að söngurinn
lengir og léttir lífið. Ég vil að lokum
þakka Svövu ömmu allt það góða í
gegnum árin og ég veit að það verð-
ur tekið vel á móti henni á þeim stað
sem bíður okkar allra og að Bjössi
afi býður henni þar upp í ljúfan
dans.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson).
Þín,
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR
frá Akurgerði, Garði,
síðast til heimilis að
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn
14. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þórunn Benediktsdóttir, Hannes Friðriksson,
Guðmunda Benediktsdóttir, Björn Sveinsson,
Einar Benediktsson,
Eiríkur Benediktsson, Edda Bára Sigurbjörnsdóttir,
Katrín Benediktsdóttir, Valur Rúnar Ármannsson,
Gunnar Benediktsson, Lilja Björk Ómarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR
frá Brekku, Dýrafirði,
síðast til heimilis á Hrafnistu Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum laugardaginn 18. júlí.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Ásrún Sólveig Leifsdóttir, Einar Gunnarsson,
Þorbergur Steinn Leifsson, Auðbjörg Ingvarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka,
KOLBRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
lést í London sunnudaginn 19. júlí.
Guðrún Ása Ásgrímsdóttir, Ólafur Rúnar Árnason,
Þröstur Ólafsson, Inga Björk Gunnarsdóttir,
Íris Ólafsdóttir, Halldór Gunnar Vilhelmsson,
Ólöf Karitas, Rakel Ósk, Aron Örn,
Mikael Andri, Guðný Ása og Ingi Rúnar.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MIKKALÍNU FINNBJÖRNSDÓTTUR
frá Efri-Miðvík í Aðalvík,
síðast til heimilis að
Suðurgötu 17,
Sandgerði.
Starfsfólki og íbúum Garðvangs í Garði og Miðhúsa í Sandgerði er
þakkað sérstaklega fyrir mikla vinsemd og hlýhug til Mikkalínu.
Ólafía Kristín Guðjónsdóttir, Jón Norðfjörð,
Finnbjörn Helgi Guðjónsson, Sigurlaug Markúsdóttir,
Einar Sigurður Guðjónsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir,
Oddný Bergþóra Guðjónsdóttir, Richard Henry Eckard,
Helga Herborg Guðjónsdóttir, Bolli Thor Valdimarsson,
Helga Leona Friðjónsdóttir,
Benóný Guðjónsson, Ína Dóra Hjálmarsdóttir,
Kristján Jóhann Guðjónsson, Anna María Guðlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar,
LÁRA VILHELMSDÓTTIR,
Hringbraut 50,
Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 22. júlí.
Ingþór Friðriksson,
Hallbera Friðriksdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR CORNELIUS,
fædd 1932 í Ólafsvík,
lést á heimili dóttur sinnar í Bayville, New Jersey,
Bandaríkjunum miðvikudaginn 27. maí.
Jarðsetning fór fram laugardaginn 30. maí í
Ormond Beach, Flórída.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Betsy McLaughlin,
Sheri Guterrez.
Selhellu 3 Hafnarfirði
Sími 517 4400 • www.englasteinar.is