Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Sigríður Gunnarsdóttir ✝ Sigríður Gunn-arsdóttir fæddist í Akurgerði, Garði, 30. janúar 1928 og lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 14. júlí 2009. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur hús- freyju f. 7.11. 1895, d. 1971, og Gunnars Jónssonar sjómanns, f. 12.8. 1886, d. 1975. Sigríður var fjórða í röðinni af átta systkinum. Eftirlifandi systkini Sigríðar eru Hulda Gunnarsdóttir, f. 18.3. 1917, og Jóhannes Gunnarsson, f. 15.12. 1929. Látin eru: Ásta, f. 4.2. 1934, d. 1992, Helga, f. 23.7. 1924, d. 1998, Borgþór Valtýr, f. 9.8. 1918, d. 2000, Sigurlaug, f. 23.1. 1932, d. 2006, og Jónfríður, f. 21.9. 1922, d. 2009. Hinn 17. maí 1951 giftist Sigríður Benedikt S. Guðmundssyni, f. 16.4. 1925, d. 21.8. 1981, frá Ólafsvík á Snæfellsnesi, síðar Hólabrekku í Garði. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Ólafsson sjómaður, f. 13.7. 1899, d. 1966, og Sumarrós Ein- arsdóttir húsfreyja, f. 23.4. 1902, d. 1976. Börn Sigríðar og Benedikts eru 1) Þórunn, f. 18.11. 1950. Eiginmaður Þór- unnar er Hannes Friðriksson. Þórunn var áður gift Jóhannesi Jóhannessyni og eiga þau 3 dætur; Ásdís, Guðrún Sigríður og Thelma Björk. Börn Hann- esar eru Sjöfn og Ólafur. 2) Guð- munda, f. 15.2. 1954. Eiginmaður Guð- mundu er Björn Sveinsson. Guðmunda var áður gift Erlingi Jónssyni og eiga þau 4 börn; Sigríður, Bylgja Dís, Jón Grétar og Bryndís. Börn Björns eru Ósk og Ægir Örn. 3) Einar, f. 4.8. 1955. Börn Einars eru Vigdís, barnsmóðir Soffía Bryndís Jónsdóttir. Einar var kvæntur Elísabetu Stefánsdóttur. Barn þeirra er Einar Sindri. 4) Eiríkur, f. 15.2. 1960. Eiginkona Eiríks er Edda Bára Sigurbjörnsdóttir og eiga þau 2 börn; Þórhildur Edda og Fjölnir Freyr. 5) Katrín, f. 30.9. 1961. Eiginmaður Katrínar er Valur Rúnar Ármannsson og eiga þau 4 börn; Benedikt Sigurður, barnsfaðir er Björn Stefánsson, Ár- mann Guðjón, Elísabet Sigrún og Val- gerður Guðrún. 6) Gunnar, f. 30.11. 1964. Eiginkona Gunnars er Lilja Björk Ómarsdóttir og eiga þau 3 börn; fóst- ursonur er Vignir Þór (faðir Sturla Óla- son), Arnar Þór og Erlingur Þór. Barna- börnin eru 18 og barnabarnabörnin 13. Sigríður ólst upp í Akurgerði, Garði. Mestan hluta ævi sinnar bjó hún í Keflavík. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey 20. júlí sl. Meira: mbl.is/minningar Á einum sólríkasta degi sumars- ins hneig lífssól vinkonu minnar, Þorbjargar Eggertsdóttur frá Neðra-Dal, til viðar, eftir að hafa verið á lofti í liðlega 90 ár. Í gegnum árin hafa afar sterk vináttubönd verið milli fjölskyldu minnar og fjöl- skyldu Þorbjargar frá Neðra-Dal og eiginmanns hennar Ingólfs heitins Ingvarssonar. Grunnur þessa trausta sambands var sá að faðir minn, Pálmi Eyjólfsson, ólst upp að stórum hluta hjá foreldrum Ingólfs, tengdaforeldrum Þorbjargar, þeim Ingvari Ingvarssyni og Guðbjörgu Ólafsdóttur í Neðra-Dal. Bernskuminningarnar hrannast upp og efst í huga verður þakklæti, tryggð og væntumþykja. Oft var farið í heimsókn að Neðra-Dal á gljáfægðum Opel Caravan, sem gár- ungarnir kölluðu bónus, af því faðir minn var svo duglegur að pússa hann. Á Markarfljótsaurunum var gefið í, hraðamælirinn sýndi upp- undir 60 og haft var á orði að hér væri lengsti beini vegur á Íslandi, það var hugur í pabba að komast á bernskuslóðirnar. Gott var að koma í heimsókn í Neðra-Dal. Húsfreyjan réð ríkjum á heimilinu enda mat- selja góð en bóndinn þegar að bú- störfum laut. Börn þeirra hjálpuðu við bústörfin, þau Ingvar, Svala, Lilja, Tryggvi og uppeldisdóttirin Ásta Gréta Björnsdóttir. Sem lítill drengur fékk ég oft að fara einn að vori og hausti að Neðra-Dal, þegar Dalshverfið var smalað, og fékk að kynnast því merkilega og trausta samfélagi sem þar var og því góða fólki sem þar bjó. Ég var stoltur strákur og fjáreigandi því Þorbjörg og Ingólfur gáfu mér ævinlega lamb. Þá voru merkilegar íþrótta- keppnir unga fólksins í Dals- og Merkurhverfinu. Þorbjörg var ættuð úr Breiðafirð- inum en kom úr Reykjavík að Neðra-Dal. Það hlýtur að hafa verið mikil breyting á högum hennar, Reykjavíkurstúlkunnar, að fara að búa í sveitinni. Á þeim tíma voru sveitir landsins ekki rafvæddar og engin nútímaþægindi fyrir hendi. Ingólfur hennar Þorbjargar hefur greinilega haft meira aðdráttarafl en raforkan og þægindin í borginni, það kemur okkur sem þekktum Ing- ólf ekki á óvart. Ingólfur og Þor- björg bjuggu góðu búi í Neðra-Dal frá árinu 1940 til ársins 1973 en þá fluttu þau á Hvolsvöll. Við fráfall Ingólfs árið 1995 flutti Þorbjörg á Dvalarheimilið Kirkjuhvol. Það var ævinlega notalegt að heimsækja þau hjón og Þorbjörgu eftir að hún varð ekkja, hún var einstaklega trygg við mig og fjölskyldu mína og færði okkur margar fallegar gjafir í gegn- um tíðina. Á lífsleiðinni reyndi oft mjög á Þorbjörgu en hún bar harm sinn í hljóði og stóð sem klettur í hafi og lét aldrei bugast. Á kveðju- stund stendur minningin um góða, trausta og gjafmilda konu. Við kveðjum vin í kirkjunni í dag. Kertin brenna og minna á sólarlag. Samstillt áhrif liggja lofti í. Lofsöngvarnir hljóma enn á ný. Með þessum ljóðlínum eftir föður minn kveð ég og fjölskylda mín Þor- björgu Eggertsdóttur og votta fjöl- skyldu hennar samúð okkar. Ísólfur Gylfi Pálmason. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar systur okkar, mágkonu og frænku, RÖGNU HARALDSDÓTTUR, Dídí, hjúkrunarfræðings, Æsufelli 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á líknardeild Landspítalans Landakoti fyrir einstaka umönnun og hlýju. Sigurður Haraldsson, Gunnar Haraldsson, Ragnheiður Eiríksdóttir og fjölskyldur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORVARÐAR GUÐMUNDSSONAR bifreiðarstjóra. Anna Sigurbjörg Þorvarðsdóttir, Valur Þórarinsson, Guðmundur Jens Þorvarðarson, Svava Haraldsdóttir, Stefán Ragnar Þorvarðarson, Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Tryggvi Aðalsteinsson, Sigurbjörg Þorvarðardóttir, Sólmundur Maríusson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU LÁRUSDÓTTUR, Hlíðarenda við Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækninga- og öldrunarlækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar. Einnig starfsfólki á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir kærleiksríka umönnun og vináttu. Fyrir hönd aðstandenda, Baldur Halldórsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, sambýlismanns, afa og langafa, GUÐGEIRS JÓNSSONAR bifreiðarstjóra, Hlíðargötu 21, Neskaupstað. Guðný Guðgeirsdóttir, Bragi Finnbogason, Jón Grétar Guðgeirsson, Bryndís Helgadóttir, Marteinn Már Guðgeirsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Bentey Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS ÍSBERGS fyrrv. sýslumanns í Húnavatnssýslu. Sérstakar þakkir til Bæjarstjórnar Blönduóss og lögreglunnar á Blönduósi fyrir þá virðingu sem sýnd var minningu hans. Þórhildur Ísberg og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Króki 2, Ísafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi sunnu- daginn 19. júlí, verður jarðsungin frá Kotstrandar- kirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 14.00. Ólína Louise Lúðvíksdóttir, Ásdís Jóna Lúðvíksdóttir, Helgi Leifsson, Hólmfríður Lúðvíksdóttir, Björn Gísli Bragason, Kjartan Jón Lúðvíksson, Anna Helga Sigurgeirsdóttir, Óli Pétur Lúðvíksson, Sólveig Ingibergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík sími 553 3032 Gsm 866-2747 og 822-6373 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför DAGBJARTS K. GUNNARSSONAR frá Marteinstungu. Fjölskyldan frá Marteinstungu. Snorri Snorrason ✝ Snorri Snorrasonfæddist í Reykja- vík 16. október 1973. Hann lést á Flateyri 8. júní síðastliðinn. Snorri var jarð- sunginn í Flateyr- arkirkju laugardaginn 18. júlí sl. Meira: mbl.is/minningar Gunnar Júlíus Þorvaldsson ✝ Gunnar JúlíusÞorvaldsson fæddist á Skerðings- stöðum í Grundarfirði 19.6. 1918. Hann lést á Landspítalanum 19. júlí sl. Útför Gunnars Júl- íusar fór fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 23. júlí sl. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is  Fleiri minningargreinar um Þorbjörgu Eggertsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.