Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
BRÁK eftir Brynhildi Guðjónsdóttur (Söguloftið)
BANDIÐ BAK VIÐ EYRAÐ (HVÍTISALUR)
Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið
Fim 6/8 kl. 21:00
Fim 13/8 kl. 21:00
Fim 20/8 kl. 21:00
Fim 27/8 kl. 21:00
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 landnamssetur@landnam.is
Sun 26/7 kl. 16:00 U
Sun 9/8 kl. 16:00
Sun 16/8 kl. 16:00 Lau 22/8 kl. 20:00
– meira fyrir áskrifendur
Glæsilegt sérblað um skóla og
námskeið fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 14. ágúst
Skólar &
námskeið
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu
flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á
frekara nám í haust.
Pöntunartími er fyrir klukkan 16
mánudaginn 10. ágúst.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is
Meðal efnis verður :
• Endurmenntun
• Símenntun
• Tómstundarnámskeið
• Tölvunám
• Háskólanám
• Framhaldsskólanám
• Tónlistarnám
• Skólavörur
• Ásamt fullt af spennandi efni
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
ÞAÐ eru kannski ekki allir sem sjá
bein tengsl á milli legókubba og
Biblíunnar. Það gerir þó séra
Brendan Powell Smith, sem heldur
úti heimasíðunni Thebricktesta-
ment.com.
Þar hefur presturinn eytt, að því
er virðist, óhemjumiklum tíma í að
setja á svið hina ýmsu atburði í
Biblíunni með hjálp legókubba.
Alls telur síðan 412 sögur úr bæði
nýja og gamla testamentinu sagðar í
4.453 myndum. Og á síðunni er lof-
orð um að meira sé á leiðinni.
Legókubbar eru efniviðurinn að
öllu leyti, fyrir utan spjöld sem
Smith notast við í bakgrunn mynd-
anna. Hann viðurkennir þó að not-
ast við hníf eða tússlit til að breyta
svipbrigðum á legókörlunum á
mörgum myndanna, enda vita þeir
sem séð hafa slíka plastkalla að and-
litsdrættir þeirra eru upp til hópa
fremur einsleitir.
Legókubba má oftar en ekki finna
í leikherbergjum barna og því
bregður sérann á það ráð að merkja
hverja sögu með tilliti til hugs-
anlega ungra síðuskoðara. Þá er
varað sérstaklega við nekt, kynferð-
islegum tilvísunum, ofbeldi og blóts-
yrðum með viðeigandi bókstöfum.
Séra Smith hóf að birta legóupp-
færslur sínar úr Biblíunni á vefnum
árið 2001. Þá hafa myndirnar hans
einnig komið út á bók. Sjálfur segir
hann á heimasíðunni að tilgang-
urinn með uppátækinu sé að fræða
almenning um innihald Biblíunnar á
skemmtilegan og aðgengilegan
hátt.
Á vefsíðunni má einnig finna
verslun þar sem hægt er að festa
kaup á ýmsum fígúrum úr Biblíunni
í legókarlalíki. Meðal annarra
Adam og Evu í aldingarðinum
Eden, Móse vopnaðan boðorðunum
10 og Maríu, Jósef og jesúbarnið
ásamt öllum viðstöddum í Betlehem
eftir fæðingu Jesú.
Kona í bígerð Guð tekur rifbein úr
Adam til að búa til konuna.
Krossfestingin Jesú ávarpar Guð á
krossinum. Bíður enn eftir svörum.
VEFSÍÐA VIKUNNAR: WWW.THEBRICKTESTAMENT.COM»
Kubbað með Jesú
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
EFTIR um fjórtán ára samstarf
leggur metalsveitin Sólstafir upp í
sína stærstu tónleikaferð næstkom-
andi fimmtudag. Í reisunni, sem er
tvískipt, koma Sólstafir fram á um
30 tónleikum í tólf löndum. Metn-
aðurinn innan sveitarinnar er slíkur
að liðsmenn hafa jafnvel sagt upp
starfi sínu til þess að æfa og lifa
rokkið til fullnustu. Breiðskífan
Köld kom út fyrr á þessu ári og
stefnir í að sveitin sé að fara upplifa
sitt blómlegasta tímabil til þessa.
„Stefnan hefur verið sett á að fara
út og prófa að starfrækja bandið
þar,“ segir Aðalbjörn Tryggvason
en liðsmenn búa flestir í London þar
sem sveitin ætlar að gera út á kom-
andi mánuðum. „Það er auðvitað
mjög takmarkað hvað maður getur
gert í Reykjavík. Fyrst ætlum við að
einbeita okkur að þessum tónleika-
ferðum, svo verður bara að koma í
ljós hvað gerist.“
Sveitin hélt kveðjutónleika í gær-
kvöldi (í kvöld ef þetta er lesið á
laugardegi) ásamt Hrafnaþingi og
Forgarði Helvítis á Grand Rokki til
að safna fyrir tónleikaferðinni. Á
fimmtudag heldur hún svo til Þýska-
lands þar sem Sólstafir koma fram á
20 þúsund manna þungarokkshátíð.
Næst halda liðsmenn til Helsinki í
Finnlandi, þar sem þeir stíga á pall
á annarri þungarokkshátíð.
Seinni hluti útrásar þeirra hefst
svo eftir mánuð en þá ferðast sveitin
um Evrópu í tæpan mánuð í rútu og
heldur tónleika m.a. í Frakklandi,
Austurríki, Ungverjalandi, Tékk-
landi, Þýskalandi, Finnlandi, Noregi
og Bretlandi.
„Þetta er fyrsti stóri túrinn okkar
og eftir að hafa verið svona lengi í
þessum bransa má segja að við
séum búnir að bíða eftir þessu lengi.
Fólk er líka búið að bíða lengi eftir
því að sjá okkur. Við urðum ekkert
almennilegt tónleikaband fyrr en í
kringum 2000.“
Ekkert Spinal Tap
Aðalbjörn segir að eftir útgáfu
síðustu breiðskífu hafi tónleika-
tilboðum rignt inn. Það var svo
finnskur umboðsmaður sem lýsti
áhuga á að bóka sveitina hér og þar
um Evrópu og Sólstafir stukku á
tækifærið. „Við erum orðnir of
gamlir og latir til þess að vinna
svona sjálfir. Við höfum aldrei verið
í því að fara í túra sem við bókum
sjálfir bara til þess að lenda í ein-
hverjum pjúra Spinal Tap-
augnablikum. Hins vegar höfum við
komist nokkur þrep upp og getum
því farið í sæmilegar tónleikaferðir
án þess að vera bara í Spinal Tap-
gírnum.“
Fyrsti stóri túrinn
Sólstafir undirbúa mánaðarreisu um Evrópu
Koma fram á 30 tónleikum í 12 löndum á komandi vikum
Sólstafir Hafa spilað saman núna í fjórtán ár en aldrei áður lagt í jafn
mikla útrás og nú. Sveitin gaf út plötuna Köld fyrr á þessu ári.
@Fréttirá SMS