Morgunblaðið - 26.07.2009, Síða 48
SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 207. DAGUR ÁRSINS 2009
Heitast 15°C | Kaldast 8°C
Austan 5-10 m/s,
skýjað með köflum
norðan- og vest-
anlands en rigning
suðaustan til. » 10
’Heilbrigðisþjónusta hefur af-drifarík áhrif á heilsufar og lífs-gæði. Sagt er að kostnaður við hanasé mikill, en hafa ber í huga að verið erað fjárfesta í heilsu. » 28
ANNA BJÖRG ARADÓTTIR
LAURA SCH. THORSTEINSSON
’Svo sýnist sem íslensku samn-ingamennirnir með hið uppvaktahrokafulla talandi skegg í öndvegi hafiverið úr lítt unnu hrágúmmíi í þessuIcesave-máli Landsbankans, gegn
langþróuðum hjólbörðum iðn- og her-
veldisins breska. » 28
HRÓLFUR HRAUNDAL
’Auðvitað felst hluti menningar-stefnunnar í að koma listum fyrir ínámskrá grunn- og framhaldsskólameð miklu skýrari hætti og metn-aðarfyllra fyrirkomulagi en nú er. » 29
ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON
’Lausn Icesave-deilunnar er mikil-væg forsenda þess að Ísland losnisem fyrst úr alþjóðlegri einangrun, enengu að síður verður að tryggja að þeiraðilar sæti ábyrgð sem komu þjóðinni
á vonarvöl með glæfraspili sínu.
» 29
SKÚLI ÞÓR HELGASON
’Löngum hefur verið sagt aðmennt sé máttur. Þó nú kveði viðsparnaðartónar úr öllum áttum ognauðsynlegt sé að hlýða því kalli viðþær aðstæður sem hafa skapast í
þjóðfélaginu okkar, þá er okkur skylt
að standa vörð um æsku landsins,
unglingana okkar sem eiga að taka við
landinu. » 30
JÓNA BJÖRG SÆTRAN
’Í hvert sinn sem tilfinningavand-inn blossar upp er sem viðkom-andi endurupplifi áfallið. Slíkt er ægi-vald þeirra erfiðu tilfinningaviðbragðasem hafa „frosið“ inni í miðtaugakerf-
inu. Engu skiptir þá hversu stutt eða
langt er liðið frá áfallinu. » 30
MARTEINN STEINAR JÓNSSON
’Við þurfum ekki einu sinni aðsetja okkur lífsreglurnar, þærkoma sjálfkrafa inn í líf okkar um leiðog okkur tekst að virkja æ betur mið-taugakerfið og kyrra átök hugar og
hjarta. » 30
BENEDIKT SIGURÐSSON
’Það er markmið Sjúkranuddara-félags Íslands að afla sjúkranuddisömu virðingar og viðurkenningar ogþað nýtur í öðrum löndum innan vest-rænna læknavísinda svo og að auka
samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir.
» 31
ELSA LÁRA ARNARDÓTTIR
Skoðanir
fólksins
SKOÐANIR»
Staksteinar: Sparðatíningur?
Forystugrein: Leiðrétting
Reykjavíkurbréf: Aðildarumsókn og
hagsmunir Íslands
Pistill: Steingrímur J. tekur slaginn
Ljósvaki: Íslensku knattspyrnuna …
VEFSÍÐA VIKUNNAR»
Prestur kubbar sögur
Biblíunnar. »41
Sigurður Skúlason
leikari fer með hlut-
verk í kvikmynda-
uppfærslu leikstjór-
ans Sokurov á Fást
eftir Göthe. »42
KVIKMYNDIR»
Fást tekin á
Íslandi
TÓNLIST»
Björgvin fær tvær og
hálfa stjörnu. »43
FÓLK»
Sýknuð af líkamsárasar-
kæru. »46
Árni Matt fjallar um
bresku gítarrokk-
sveitina Bombay Bi-
cycle Club sem gerir
það gott í Bretlandi.
»44
Ungir og
beittir
TÓNLIST Á SUNNUDEGI»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Heyrði beinin brotna
2. Ástin lenti á bið í 20 ár
3. Byrjaði sem einföld ábending
4. Hundruð flytjast til Noregs
ALLT tiltækt slökkvilið var kallað
að íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni 14
að morgni laugardags, þar sem eld-
ur hafði komið upp í þaki þess. Iðn-
aðarmenn voru að vinna á þaki
hússins við að leggja þakpappa, en
misstu stjórn á loganum sem not-
aður er til að festa hann niður.
Tveir körfubílar, þrír dælubílar
og tugir slökkviliðsmanna voru
sendir á vettvang. Slökkviliðið rauf
þak hússins til að komast að eld-
inum, sem talsverðan reyk lagði
frá. Skemmdir urðu á allt að 80 fer-
metrum þaksins, auk þess sem
nokkrar reykskemmdir urðu í hús-
inu. Að sögn varðstjóra hleypur
tjónið líklega á milljónum.
Niðurlögum eldsins hafði verið
ráðið um hálftíma fyrir hádegi, en
unnið var fram eftir degi við að
ganga úr skugga um síðustu glæð-
urnar.
Slökkvilið sendi einnig mannskap
inn í íþróttasalinn, fyrir neðan
brennandi þakið, til að verja gólfið
fyrir vatnsskemmdum. „Skemmdir
innanhúss ættu því að vera í algjöru
lágmarki,“ sagði varðstjóri.
Eldur logaði í þaki íþróttahúss fatlaðra á laugardagsmorgun
Mikið tjón
í Hátúni
Morgunblaðið/Golli
ENDURGERÐ
lagsins Hoppí-
polla eftir Sigur
Rós er nú í 7.
sæti breska
smáskífulistans.
Þar hefur
breska teknó-
sveitin Chicane
stuðst við lag
Sigur Rósar og
kallar afurðina Poppiholla. Sigur
Rós gaf á sínum tíma leyfi sitt fyr-
ir endurgerðinni og leggur bless-
un sína yfir hana.
Orri Páll Dýrason, trommari
Sigur Rósar, tjáir sig um endur-
gerðina í samtali við Morgun-
blaðið. | 45
Endurgerð Sig-
ur Rós vinsæl
Orri Páll Dýrason
EINN liðsmaður metalsveitarinnar
Sólstafa ákvað að segja upp starfi
sínu í álverinu á Reyðarfirði til að
geta farið í tónleikaferð um Evrópu
er hefst í næstu viku. Sveitin kemur
fram á um þrjátíu tónleikum í tólf
löndum næstu vikurnar en ferða-
lagið hefst næstu helgi þegar sveit-
in stígur á svið á 20 þúsund manna
þungarokkshátíð í Þýskalandi. | 41
Sagði upp vinnu
til þess að rokka
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ÆVINTÝRALEGT er nú um að lit-
ast á Úlfljótsvatni þar sem alþjóða-
þorp skátamótsins Roverway 2009
er risið með mikilli dagskrá.
Yfir 3.000 skátar frá 50 löndum
hafa verið á flakki um Ísland við ým-
iss konar ævintýramennsku alla vik-
una, en á föstudagskvöldið tóku
flokkarnir að tínast einn af öðrum að
Úlfljótsvatni þar sem slegið var upp
tjaldbúðum með fánaturni.
Deila ógleymanlegri reynslu
Ásta Bjarney Elíasdóttir mót-
stjóri kveðst himinlifandi yfir hversu
vel mótið hafi gengið fram að þessu.
„Skátarnir voru allir skælbrosandi
og glaðir þegar þeir komu úr leið-
angursferðunum,“ segir Ásta.
Stemningin er auðvitað óviðjafn-
anleg þegar þúsundir ungmenna frá
ólíkum löndum slá til veislu saman,
hvert og eitt með nýja og ógleym-
anlega reynslu í pokahorninu.
Að sögn Ástu hafa skátarnir tekist
á við krefjandi verkefni og verið dug-
legir í samfélagsverkefnum um land
allt. „Þessir dagar hafa fyllt mig
stolti yfir að vera íslenskur skáti og
fylgjast með leiðtogahæfileikum ís-
lensku leiðangursstjóranna og allra
þeirra 250 skáta sem unnið hafa við
stjórnun mótsins.“ Þrátt fyrir fjöl-
marga þátttakendur hefur allt geng-
ið eins og smurt að sögn Ástu.
Á föstudagskvöldið var alþjóða-
þorpið við Úlfljótsvatn vígt með
kvöldvöku við varðeld að sígildum
skátasið. Lokaathöfnin verður svo
28. júlí þegar mótinu er slitið.
Allir skælbrosandi
Alþjóðaþorp með yfir 3.000 skátum reist við Úlfljótsvatn
Allir hafa sögu að segja eftir ævintýri um fjöll og firnindi
Silvan Hengartner v/o Foxi
Kveikjum eld Að skáta sið er safn-
ast saman við varðeld á kvöldin.
Í HNOTSKURN
»Mótið á Íslandi er þriðjaRoverway-mótið sem hald-
ið hefur verið. Það fyrsta var
haldið í Portúgal 2003 og síð-
an á Ítalíu árið 2006.
» Í alþjóðaþorpinu er m.a.hægt að fara á tékkneskt
tehús, bragða á hrefnukjöti og
kynna sér siði víkinga.
»Leiðangursferðir skát-anna lágu m.a. á Hvanna-
dalshnúk og Hornstrandir, í
Vestmannaeyjar og á Mývatn,
í hestaferð og menningarleið-
angur, í klifurferð, kajakróð-
ur og allt þar á milli.