Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Qupperneq 4
María Montessori
Hinn hjartahlýi uppeldisfræðingur, frumkvöðull núfíma smóbarnakennslu — Sonur hennar segir frá.
Þegar ég var barn, vaknaði ég snemma morgun
einn í húsinu okkar í Róm við það, að rúmið
mitt hristist, og ég heyrði skruðninga. Eg var
varla búinn að opna augun, þegar móðir mín
kom inn róleg og brosandi og settist á rúmstokk-
inn hjá mér.
„Mario,“ sagði hún, „sérðu, hvernig ljósa-
krónan sveiflast fram og aftur?“ Eg sá það. „Finn-
urðu, hvernig gólfið titrar?“ Ég kinkaði kolli.
drengsins á fjöllunum, og sveitarskáldið varð þjóðskáld
— þjóðskáldið KRISTJÁN JÓNSSON.
Kristján Jónsson er fyrst og fremst skáld fyrir með-
skapaða náttúrugáfu. Hann orti aðdáanlega fögur ljóð
löngu áður en hann „lærði“ — löngu áður en hann kom í
latínuskólann í Reykjavík. — En það eru að þessu leyti
ekki margir Kristjánar!"
Nokkrar þýðingar á ljóðum erlendra höfunda eru prent-
aðar aftast í 3. útg. ljóða Kristjáns Jónssonar. Meðal
þeirra er:
SKÁLDIÐ í ÚTLEGÐINNI
Eftir Heine.
Þegar morgunsólin sæla
sveipar allt með ljósi gljáu,
geng ég fram hjá glugga þínum,
gleðja mig þín augun bláu.
Þú með undrun á mig lítur,
auga þitt mig spyr hið bjarta:
„Hvaðan ertu, útlendingur,
og hvað liggur þér á hjarta?“
Ég er skáld á Fróni fæddur,
á Fróni kunnur hverjum manni,
þegar mestu manna’ er getið,
mín er einnig getið, svanni.
Til þess, sem mitt hryggir hjarta,
hjörtu’ á Fróni allmörg finna,
ef þar er minnzt á þungar sorgir,
þá er getið harma minna.
Jónas Hallgrímsson og Hannes Hafstein þýddu mörg
kvæði eftir Heine. Eftir Heine er kvæðið Álfareiðin:
„Stóð ég út í tunglsljósi, stóð ég út í skóg,“ sem er eitt
meðal þeirra ljóða, sem oftast hafa verið kyrjuð á landi
hér.
Móðir mín baðaði út höndunum, eins og hún
ætlaði að segja mér frá einhverju dásamlegu
furðuverki.
„Það er jarðskjálfti, Mario.“
Þegar móðir mín var lítil stúlka, var hún lé-
legasti nemandinn í bekknum. Hún gat alls ekki
munað það, sem hún átti að læra. En þegar
María var tíu ára, breyttist hún allt í einu. Jafn-
framt Jjví sem trúaráhugi hennar vaknaði, sem
er ekki óalgengt hjá telpum á hennar aldri, fannst
henni hún hafa köllun. Foreldrar hennar upp-
götvuðu það í fyrsta sinn, Jjegar hún veiktist al-
varlega af inflúensu. Læknirinn sagði, að þau
skyldu búast við hinu versta, en María reyndi
að tala kjark í móður sína. „Þú skalt ekki hafa
áhyggjur, mamma mín, ég dey ekki. Það er svo
margt, sem ég á eftir að gera.“
Hún varð efst í bekknum. Foreldrum hennar
fannst, að ltún ætti að verða kennari, það var
eina menntabrautin, sem konum var þá opin.
En hún vildi ekki heyra Jrað nefnt. Hún ætlaði
að verða verkfræðingur. Þegar hún var fjórtán
ára gömul, fór hún í tækniskóla fyrir pilta.
Næsta ár tók hún að læra lífeðlisfræði, og að
lokum ákvað hún að taka próf í læknisfræði.
„Það er ekki hægt,“ sagði Guido Baccelli, sem
var forseti læknisfræðideildarinnar í háskólan-
um í Róm. En henni tókst að fá inngöngu. Hún
fékk styrk og vann fyrir námskostnaðinum að
nokkru leyti með einkakennslu. Móðurafi minn,
sem var mjög andvígur þessu uppátæki henn-
ar, vildi ekki tala við hana í mörg ár. Þar sem
hún var eina konan í skólanum, varð hún að
Jiola aðkast og spott. En hún fékk prófskír-
teinið sitt.
Hún var ráðin við sálfræðideild háskólans.
Hlutverk hennar var að heimsækja geðveikra-
Iiæli borgarinnar til þess að finna rannsóknar-
efni.
Á Jieim tíma voru vanþroska börn álitin sál-
sjúk og látin á geðveikrahæli. Á einum stað sá
hún hóp af fávitum, sem voru geymdir eins og
2
NÝTT KVENNABLAÐ