Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Qupperneq 10

Nýtt kvennablað - 01.12.1965, Qupperneq 10
ÞÓRUNN ELFA MAGNÚSDÓTTIR: FRAMHALDSSAGAN Djúpar rætur Þó að hún hefði miklu síður viljað, að til þess þyrfti að koma, var hún þó í aðra röndina fegin því að mamma hennar hafði tekið málið að sér, því að þá hlaut því að vera borgið. Það var kostur við mömmu, að þegar hún var búin að taka ákvörðim, ræddi hún ekki mikið um hana, og nú lagði hún sig í líma við að dreifa áhyggjum Lísu og láta henni líða sem allra bezt. Hún bað fnu saumakonu að sjá um hádegisverð fyrir þær, svo að Lísa gæti lúrt fram- eftir og að öllu leyti farið eftir sínum högum og munum. Það fór ákaflega vel um Lísu, þegar hún var háttuð ofan í drifhvítt bólið í ungmeyjarherberginu sínu, sem stóð með sömu ummerkjum og þegar hún var heima. Á borðið fyrir framan rúmið hafði mamma hennar raðað ávöxtum og fleira góðgæti handa henni til að nasla í, ef hún vaknaði um nóttina og næsta morgun. Hún kvaddi hana um kvöldið, kvaðst ekki mundu koma inn til henn- ar áður en hún færi, þar eð hún ætlaði með fyrstu lest. „Og vertu nú öldungis róleg, telpa mín, við Sören ráð- stöfum öllu eins vel og nokkur kostur er á.“ Lísu fannst sem mamma hennar nefndi Sören aðeins til að þóknast henni, því að hún hlyti að búast við því, að hún yrði sjálf að gera það, sem gert yrði. Hún svitn- aði við tilhugsunina um það, hvort Sören mundi hafa sinnu á því og lag, að leyna því fyrir móður hennar, hvað honum fannst bamið mikið óhapp. Víst var það óheppilegt, að svo bráðan skyldi að bera með barnið, en samt fóru um hana hlýir straumar í hvert skipti, sem hún hugsaði um litla krílið. Og núna, þegar hún vissi, að mamma mundi sjá um það að hún eignaðist heimili með manni sínum og bami, fannst henni hún geta varpað af sér áhyggjunum og gefið sig tilhlökkuninni á vald. Hún sannfærðist æ betur og betur um það, að ekkert hefði hent hana á lífsleiðinni, sem henni fyndist meira um vert en hið ófædda bam. Ef það yrði drengur, langaði hana til að láta hann heita Helga. Faðir hennar mundi skilja, að með því væri hún að gera yfirbót fyrir það, hve litla ræktarsemi hún hafði sýnt honum, og það mundi gleðja hann, að hún skyldi vilja hafa nafnið hans hjá sér. Þessu ætlaði hún að ráða, hvort sem mömmu líkaði betur eða verr. En ef hún eignaðist stúlku — ja, þá vandaðist málið. Hún ætti víst að láta hana heita Helenu, mamma hennar mundi trúlega vonast eftir því, og hún átti það svo sem meira en skilið, að henni veittist þessi ánægja. En henni hafði alltaf fund- izt Sonja svo einstaklega fallegt nafn, og sú af skóla- systmm hennar í bamaskóla og miðskóla, sem hún var hrifnust af, hét Sonja. Já, Sonja ... 13. Annað samtal við ínu saumakonu. Þegar hún vaknaði morguninn eftir, heyrði hún að einhver var að rósnast í eldhúsinu. Það vom hávaðasam- ari handatiltektir en hjá mömmu, meiri hvinur í vatns- pípum og kaffiketillinn flautaði í nokkrar sekúndur, en mamma hefði tekið hann af gasvélinni strax og í honum sauð. Lísa leit á úrið. Já, mamma var auðvitað löngu farin á járnbrautar- stöðina, mundi nú vera í þann veginn að koma til borg- arinnar,. Lísa lá kyrr í rúminu, lét fara vel um sig og beið átekta, enda leið ekki á löngu þangað til Ina birtist í dymnum, lét sig ekki muna um það að færa henni rokheitt og ilmandi kaffi í rúmið. Hvers vegna er ég svona meinlöt, hugsaði Lísa. Ég hefði einmitt átt að fara á fætur og hita kaffið á sama tíma og mamma og kalla svo á fnu til að drekka, eða færa henni kaffið á bakka inn í saumastofuna. Eiginlega hefði ég átt að vera vöknuð þegar mamma fór í stað þess að liggja hér sofandi eins og andvaralaus krakki. „Alltaf ertu jafn góð og hugulsöm, ína mín,“ sagði Lísa þakklót, settist upp og tók við kaffibollanum úr framréttri hendi fnu. „Að þú skulir hafa svona mikið fyrir mér, ég hefði nú svo sem getað komizt fram í eld- hús og drukkið kaffið þar.“ „Blessuð, minnstu ekki á þetta, það munar nú held ég minnstu að setja á bakkann og halda á honum hingað inn, og ég hef gaman af að drekka morgunsopann minn hérna við rúmstokkinn hjá þér.“ Og vegna þess að ína var ína, svona gamalkunnug og góð, þá leiddist Lísa til að segja henni frá högum sínum, að nú væri svo komið, að hún yrði að hraða giftingu sinni eins og mögulegt yrði, og mamma væri farin til borgarinnar til að skoða íbúðir með Sören. „Ekki spyr ég að, öllu vill hún af þér létta, blessunin," sagði ína klökk. „Ekki svo sem að hún sé svo kunnug í borginni, að hún vinni sér þetta þess vegna létt. Reyndar finnst mér, að mannsefnið þitt hefði átt að sjá um þetta, Lísa mín, því að eiginlega er það í verkahring karl- mannanna að útvega húsnæðið, sjá um ytri gerð heim- ilisins, ef svo mætti segja. Nú kannski gerir Sören það líka, þó að mamma þín vilji vera með í ráðum og sjá hvað hann getur boðið þér upp á. Henni stendur nú svo sem ekki á sama hevrnig um þig fer, einkabarnið sitt, og svo er hún flestum úrræðabetri, hún móðir þín, og hún er einatt svo nösk að sjá út hvað hagkvæmt muni reynast, og þá stendur ekki á henni með að ákveða sig, það er mikill kostur að vera fljótur að taka ákvörðun, því að hik er sama og tap eins og í vísunni stendur.“ Lísu varð hugsað til Sörens, hik hans var svo ein- kennilegt, það var eins og hann væri andvígur því að þurfa að taka skjótar ákvarðanir. En á því valt, ef fólk átti ekki að missa út úr höndunum á sér húsnæði, sem margir vildu hreppa, það kæmi sér sjálfsagt vel að mamma kunni að hamra járnið heitt. Lísa reyndi að bægja frá sér þeirri hugsun, að það væri mamma, sem hún treysti á, og að hún vonaði að hún lenti ekki í nein- um vandræðum með Sören. „Þú veizt það, ína, að ég hef átt heima hérna í húsinu 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.