Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 5
vart heildinni. Það þarf almennt hugarfar hinn- ar heilbrigðu dómgreindar, sem þekkir svart frá hvítu og aldin frá gorkúlu. Þá kæmi það af sjálfu sér, að þarfir menningar og mannúðar sætu í fyrirrúmi fyrir hégóma, sýndarmennsku og stundarþægindum. Því miður vantar okkur ís- lendinga margt í þessu tilliti, — alltof margt. Mér dettur t. d. í hug eitt atriði: meðferð okkar á fjármunum og efnislegum verðmætum. Þroski okkar á því sviði virðist of oft áþekkur og hjá ómyndugum ungling væri, eyðslan er oft svo til- gangslítil og barnaleg, hirðuleysið svo áberandi, nýtnin og hagsýnin svo frámunalega af skornum skammti. Finna margir, sem erlendis dvelja, fljótt auðsæjan mun á, hve nýtni, sparsemi og hvers konar hagsýni er þar almennt meira ástunduð og í heiðri höfð en hér heima. Vel má þetta stafa að nokkru af hinum snöggu umskipt- um þjóðarinnar frá allsleysi til mikilla peninga- ráða, frá einföldum lífsháttum til nútíma þæg- inda. Ef til vill liggur þetta líka að einhverju leyti til sjálfrar þjóðarskapgerðarinnar. En hvað sem veldur, vantar hér góðan kost, sem engin þjóð má án vera, ef hún á að halda sjálfstæði sínu og sóma til lengdar. Vonandi vex íslenzka þjóð- in einhvern tíma upp í það að verða fullveðja — líka í þessu tilliti, án þess að hún áður þurfi að kalla yfir sig eitthvert neyðarástand og sársauka- fullt reynslupróf. Forsíðumynd Við vígslu nýja sjúkrahússins á Siglufirði, þ. 15. des. 1966, var afhjúpuð mynd í anddyri hússins, eftir frú Höllu Haraldsdóttur á Siglu- firði. Myndin er gerð úr upphleyptri steinsteypu og síðan máluð í fögrum litum. Hún táknar læknagyðjuna Eir, með hið al- þjóðlega læknamerki — læknastafinn — sér í hönd. Gyðjunnar Eir er getið í Gylfaginningu Snorra Sturlusonar, þar sem hún er talin ein af ásynjum. „Hon var læknir beztr.“ Myndin skiptist í tvo hluta. Annar er dökkur en hinn ljós. Dökka hliðin er hjúpuð skuggum sorgar, veikinda og þjáninga, en ljósa hliðin táknar gleði og birtu heilbrigðinnar og lífsins, að fengnum bata. Hinn veiki svanur við fætur gyðjunnar táknar sjúklinginn, sem bíður eftir lækningu meina sinna, og innan skamms flýgur græddur og glaður á vit birtunnar frá upprenn- andi sól. Neðsti hluti myndarinnar er af lífgrös- um og heilsujurtum. Listakonan gaf sjúkrahúsinu listaverkið til minningar um ömmu sína, frú Margréti Guð- mundsdóttur, sem dvaldi síðustu æviárin á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Sigurður 'Fáfnisbani Þá eru Reykvíkingar búnir að sjá Sigurð Fáfn- isbana og Brynhildi Buðladóttur á kvikmynda- tjaldinu. Myndin er í raun og veru illa gerð, henni sullað saman með alls kyns hundakúnst- um, en Brynhildur brást ekki vonum okkar, hún er falleg og heilsteypt, Sigurður er norrænn, af- burða kappi og drengilegur á að sjá, en full ómerkilegur maður. Nokkuð af myndinni er tekið hérlendis og er það vissulega höfuðkostur myndarinnar hve landið okkar er fagurt, það beinlínis skartar. Þessi fyrri hluti kvikmyndarinnar, sem Jregar hefur verið sýndur, endar á hefnd Brynhildar, sem minnir á víg Kjartans, er veginn var að und- irlagi Guðrúnar Ósvífursdóttur. — Þessar tvær konur eru ekki óskaplíkar — gáfaðar og stórlátar. Það er óvanalegt að heyra og sjá nöfn ís- lenzkra kvenna í sambandi við bókmenntaverð- laun. Er bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt norska rithöfundinum Johan Borgen, komu 2 íslendingar til greina sem verðlaunahaf- ar, rithöfundarnir: Jakobína Sigurðardóttir fyrir bók sína „Dægurvísa“ og Kiljan fyrir „Dúfna- veizlan“. BÆKUR ÞESSARA KVENRITHÖFUNDA VORU EKKI TALDAR UPP í SÍÐASTA BLAÐI Hýbýlaþættir á miðöldum, Arnheiðuf Sigurðardóttir. Vcfnaður á íslenzkum heimilum, Ilalldóra Bjarnadóttir. Miðnætursónata, Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Strokubörnin, Hugrún. Anna Ileiða og leyndardómur klcttanna, Rúna. Todda kveður ísland (önnur útgáfa), Margrét Jónsdóttir. NÝTT KVENNABLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.